Konur í forystusveit

IMG_0475

Landsfundurinn var vel heppnaður að mínu mati og endaði glæsilega í gær með endurkjöri þeirra Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem formanns og Þorgarðar Katrínar menntamálaráðherra sem varaformenns. Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart þar sem mikil ánægja er með þessa nýju forystu Sjálfstæðisflokksins sem kosin var á síðasta landsfundi.

Það var góð þátttaka mosfellskra fulltrúa á fundinum og góður andi í hópnum. Ég velti því fyrir mér í gær, eftir miðstjórnarkjörið og 8 af 11 fulltrúum voru konur hvar fólk segið við því, hvort nú væri farið að tala um að þetta væri ekki hægt því það hallaði á karlmenn, en að mínu mati völdust frábærir fulltrúar til starfans og veit ég að þau vinna öll af kappi fram að næsta aðalfundi.

Það voru margar konur í Mosfellsbæjarhópnum, enda margar konur sem starfa af krafti í Sjálfstæðisflokknum. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sérstakt hérna í Mosfellsbænum, ég held nú ekki. En þessi kvennasaga hér í sveitinni hófst örugglega með því, að Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum var fyrst kosin í sveitarstjórn 1954 og síðan endurkjörin 1958. Hún var oddviti og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og frábær fyrirmynd. Það er því gaman að nú er Helga önnur Magnúsdóttir frá Blikastöðum komin í hópinn.

Í Mosfellsbænum hafa konur verið í forystusveit. Konur eins og Helga á Blikastöðum, þessi kraftmikla og framsýna kona og eins Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis, sem starfar enn af fullum krafti með eldri Sjálfstæðismönnum. Ekki má nú gleyma oddvita okkar Sjálfstæðismanna sem kjörin var fyrir liðlega 5 árum, henni Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem er glæsileg fyrirmynd eins og hinar tvær.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að við konur eigum nokkuð langt í land með að vera jafn virkar í forystu fyrirtækja og stjórnmála og karlar, en ég tel samt að okkur hafi miðað ágætlega. Það má með sanni segja að hvorki hafi vantað framboð né eftirspurn kvenna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var ánægjulegt.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sammála þér í flestu hér en hefði viljað mýkja enn ályktunina um auðlindamálin.  Líkt og ég sagði úrr pontu, eru andstæðingar okkar nú, að hamra á þessari varlega orðuðu grein.  Þrátt fyrir að virkilega hafi verið sneytt af kröfum nýfrjálshyggjumönnunum okkar.

Kærar flokkskveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Varstu með mér í umhverfis- og auðlindanefndinni?

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég dáist að Salome Þorkelsdóttur, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Helgunum Magnúsdætrum ásamt öllum hinum og þér Herdís Sigurjónsdóttir.  Er það ekki týpískt að "gleyma" að nefna sjálfa sig. Ég er viss um að "stóra" systir Kristín hefði EKKI gert það.

Vilborg Traustadóttir, 16.4.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

þú ert milljón Vilborg .....  þú ert nú líka ein af mínum fyrirmyndum og eruð þið Stóra báðar FRÁBÆRAR. Það var nú ekki slakt að hafa svona tvo einkadjammkennara í denn .....

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að hafa þig í "beinni" núna, fundurinn búinn og nú berkjumst við meðokkar fólki fram á 12 og svo gleðjumst við í allt sumar og lengur, ég er fanta bjartsýn.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

þú ert laaaaaaang flottust hálfnafna..

Sammála þér, "fram til sigurs" 12. maí. ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það hef ég einmitt verið að segja Raggi minn... þú ert heppinn og meina ég bæði gamla daga og svo núna með allar konurnar þínar  

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband