Réttarstaða samkynhneigðra - staðfest samvist

IMG_9330

Ég hef heilmikið séð á blogginu varðandi landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um fjölskyldumál, þar sem ályktað var um að forstöðumönnum trúfélaga verið gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra. Sitt sýnist hverjum og hef ég líka séð nokkrar rangfærslur og því ákvað ég að skrifa sérstaka færslu um þetta. Það voru miklar umræður um málið á landsfundinum og sérstaklega um lagalegu hliðina. Það kom tillaga um að fella þetta úr ályktuninni, sem var fellt. Í ályktuninni undir jafnréttismál segir:

Það eru hagsmunir samfélagsins að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóðernis, uppruna síns, kyns, kynhneigðar, trúarbragða, fötlunar, litarháttar eða skoðana. Forstöðumönnum trúfélaga verði gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Lagalega er þetta ekki hægt í dag en í hjúskaparlögunum segir í 1. gr. laganna að lögin gildi um hjúskap karls og konu, en í lögum um staðfesta samvist segir í 4. gr. að sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæmi staðfestingu á samvist. Sem sé forstöðumönnum trúfélaga er ekki heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Ýmislegt hefur áunnist varðandi réttarstöðu samkynhneigðra á liðnum árum eins og að búa í staðfestri sambúð, ættleiða börn og fara í tæknifrjóvgun, en þetta lagalega atriði sem skiptir marga máli er verið að tala um að gera mögulegt, en í dag er samvist samkynhneigðra staðfest hjá sýslumanni og svo geta hjónin farið og fengið blessun hjá forstöðumanni trúfélagsins.

Ekki er verið með þessari ályktun að hlutast til um innri málefni trúfélaga, einungis er verið að gera framkvæmanlegt skv. lögum að forstöðumenn trúfélaga geti staðfest samvist samkynhneigðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heyr heyr...

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er auðvitað sjálfsagt, að heimila trúfélögum, að tilkynna um og staðfesta þannig sambúð einstaklinga sem það kjósa, þar sem slíkt varðar EKKI við lög.

Hitt er einnig, að í þessu felst ekki kvöð á nein trúfélög að BLESSA þennann gjörning einstaklingana.

ÞEtta er lögformlegt, að þjónar trúfélaga geta tilkynnt til yfirvalda, að sambúð,-blessuð eða ekki, - millum einstaklinga hafi hafist.

Stórfurðulegt, að menn hafi litið á þetta sem einhverja kvöð á trúfélög.

 Ríkisvaldið getur ekki hlutast til um trúarlegar athafnir, fari þær ekki í bága við landslög, svosem meiðingar og annað verra í nafni trúarbragða.

Þetta er svo einfallt að ég skil ekki, af hverju menn gerðu þetta ekki strax við samningu laga um staðfestingu sambúaðr para af sama kyni.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

Ég get ekki litið á konu á barneignaraldri sem þjónandi (fyrir altari) prest.  En það er nú auðvitað bara forpokun.

Konan er nefnilega ekki ætíð ein, heldur getur borið undir belti einstakling, sem er hugsanlega af öðru elementi eins og það hét hér einusinni

Altso, ég er ekki íhald bara afþvíbara.

Bjarni Kjartansson, 17.4.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég varð að blogga um þetta því ég sá alls konar bull á blogginu um málið og miklar rangfærslur og útúrsnúning

e.s. með aleinar konur og presta  ..... en haltu áfram að vera  ekkibaraafþvíbara íhald Bjarni ... ég ætla nefnilega að gera það líka

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Réttarstað smkynhneigða er auðvitað sjálfsögð. Mér finnst stundum að þeir vilji sértækar aðgerðir þar sem allt samfélagið á að snúast um þá.

Ef að ég geng í trúfélag þá væntanlega liggur fyrir hvaða helgisiðir gilda. Ef mér líkar ekki siðir og reglur þá get ég tæplega ætlast til að því sé breytt fyrir mig.

Samkynhneigðir geta ekki breytt himinum eða sköpun sinni eða minni.

Verðum við bara ekki að lifa í sátt og samlyndi og sætta okkur við það sem við erum.

 Greinilega vantaðr samkynhneigða sterkari sjálfsmynd til að finnast þeir vera i samféalginu. Ættu að leita sér lækninga við því.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 11:33

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég veit það nú ekki, ég þekki mjög marga samkynhneigða og á góða vini í þeirra hópi og sé ég ekki betur en að þau séu mjög sátt við lífið og tilveruna ..... annars velti ég því svo sem aldrei fyrir mér.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Talað hefur verið um að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóðernis, uppruna síns, kyns, kynhneigðar, trúarbragða, fötlunar, litarháttar eða skoðana.

Í dag er það þannig að við sem eru gagnkynhneigð getum farið í kirkju og gift okkur og hefur sú athöfn bæði réttarfarslegt og trúarlegt gildi. Samkynhneigðir geta það ekki. Það fannst líka mörgum (mögulega kannski enn), óeðlilegt að leyfa samkynhneigðum yfir höfuð að skrá sig í sambúð, staðfesta samvist sína, að ættleiða börn maka sinna og fara í tæknifrjóvgun, en ekki lengur.

Samkvæmt lögum í dag er ekki mögulegt fyrir forstöðumenn trúfélaga að staðfesta samvist samkynhneiðgra og er nú með þessari ályktun búið að segja að það sé vilji til að breyta því og gera það mögulegt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband