Tvær Ragnheiðar á þing

IMG_0903

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ opnuðu kosningaskrifstofu sína í dag og var mikill hugur í mönnum. Ekki dró úr gleðinni ný skoðanakönnun á fylgi flokkanna í Suðvesturkjördæmi sem birt var í kvöld á kjördæmafundi Stöðvar 2 í Hafnarfirði. Þar eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn í mikilli sókn, en Samfylking og Framsókn langt undir því sem flokkarnir mældust í síðustu kosningum og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er skv. könnunni utan þings.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með fimm þingsæti og vantar ekki mikið upp á þann sjötta, en nokkuð líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi jöfnunarþingmann, sem er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Enda stefnan sett á að ná inn á þing báðum Ragnheiðunum á listanum, eða þeim Ragnheiður Elínu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóra okkar í Mosfellsbænum, sem eru á myndinni sem fylgir fréttinni.

Hér er góð umfjöllun hans Stebba bloggvinar míns frá Akureyri um fundinn sem haldinn var í Hafnarfirði og málin í Kraganum, þegar 24 dagar eru til kosninga.

Sjálfstæðisflokkurinn: 43% - (38,4%)
Samfylkingin: 24,5% - (32,8%)
VG: 17,4% - (6,2%)
Framsóknarflokkurinn: 5,9% - (14,9%)
Frjálslyndi flokkurinn: 5,6% - (6,7%)
Íslandshreyfingin: 3,3%
Baráttusamtökin: 0,3%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Nordal

Þessi könnun veit á gott, nú er bara að halda áfram og klára dæimð!

Ólöf Nordal, 18.4.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæl Herdís, Siv Friðleifsdóttir er heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra en var áður umhverfisráðherra.

Kristbjörg Þórisdóttir, 18.4.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég ætti nú að vita það, greinilega orðið aðeins og seint fyrir bloggfærslur, takk fyrir þetta. Ég hef nú ekki svo sjaldan farið og hitt hana í heilbrigðisráðuneytinu vegna hjúkrunarheimilisins í Mosfellsbæ.

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Ólöf þetta lítur vel út og fólk jákvætt og alveg staðráðið í því að ná henni Ragnheiði Ríkharðs inn líka .

Bestu kveðjur í hitt kjördæmið mitt ..

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.4.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Herdísi á þing líka! Næst............

Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 01:13

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk Emil og Vilborg ...þið eruð flottust 

En varðandi Ragnheiði þá er þetta alrangt . Hún er harðdugleg, eldklár og stórskemmtileg og hefur hún staðið sig frábærlega sem bæjarstjóri í Mosfellsbænum og líka sem skólastjóri. Ég er veit að hún á eftir að vinna gott starf fyrir okkur öll á þingi, hennar tími er kominn. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.4.2007 kl. 09:52

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Emil er greinilega smeykur við sterkar konur hehehe

En Gleðilegt sumar annars 

Guðmundur H. Bragason, 19.4.2007 kl. 13:38

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Konur eru sagðar frekar gribbur en karlar þykja ákveðnir og röggsamir. Furðulegt alveg.

Gleðilegt sumar og vonandi komast báðar Ragnheiðarnar inn á þing

Björg K. Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 16:41

9 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Konur eru sagðar frekar gribbur en karlar þykja ákveðnir og röggsamir. Furðulegt alveg.

Gleðilegt sumar og vonandi komast báðar Ragnheiðarnar inn á þing

Björg K. Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband