Gleðilegt sumar
19.4.2007 | 09:46
Kæru vinir, bloggvinir og lesendur nær og fjær, gleðilegt sumar. Þá hefur vetur konungur kvatt og hér í Mosfellsbænum er sumardagurinn fyrsti bjartur og fagur. Í dag ætlum við Mosfellingar að vígja nýja sundlaug og íþróttamiðstöð við Lágafellsskóla og verður mikið um dýrðir, enda er mikil ánægja með þessa glæsilegu fjölskyldulaug með flottu rennibrautunum. Það má segja að utan vígslunnar verði hefðbundin hátíðarhöld. Skrúðganga frá Kjarna sem skátarnir leiða og munu þeir síðan bjóða upp á, veitingar, leik og sprell við Lágafellsskóla og verða því skátarnir mínir tveir uppteknir og við hin njótum. Diddú mun syngja og skólahljómsveitin spila þannig að allt stefnir í fyrsta flokks skemmtun í Mosfellsbænum á sumardaginn fyrsta. Ég hef gaman að gömlum siðum og fann þetta á netinu um sumardaginn fyrsta og ákvað að leyfa ykkur að njóta. Sumardagurinn fyrsti:
Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir Það er gamall siður að óska hver öðrum gleðilegs sumars Ekki var unnið nema nauðsynjastörf og táknræn sumarstörf og fór fólk yfirleitt í spariföt Börn notuðu daginn til að leika sér, komu mörg saman og sums staðar tóku fullorðnir þátt í leikjunum Sumir hleyptu hrútum, kálfum og jafnvel kúm út úr húsi, ef gott var veður, til að leyfa dýrunum að heilsa sumrinu og skemmta sér við að horfa á leik þeirra Frá árinu 1921 er sumardagurinn fyrsti gerður að barnadegi og gefið frí í skólum þjóðtrú fylgir komu sumars:
Sumarboðar voru margvíslegir enda skipti veðrið miklu máli á vori og sumri:
|
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt sumar bloggvinkona
Til hamingju með sundlaugina og takk fyrir fróðleiksmolana
Jóhanna Fríða Dalkvist, 19.4.2007 kl. 11:00
Gleðilegt sumar, vorstelpa!
Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 11:03
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
Ágúst Dalkvist, 19.4.2007 kl. 13:49
Gleðilegt sumar elsku Herdís mín og takk fyrir veturinn. Megi sumarið færa okkur sól og aftur sól.....og svo smá hita með.
kveðja og sumarknús, Linda Ósk
Linda (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:50
Gleðilegt sumar sömuleiðis mín kæra.
Takk fyrir frábærann dag.
Bestu kveðjur til þín og þinna.
Kær kveðja frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 19.4.2007 kl. 19:57
Gleðilegt sumar kæra B-vinkona, héðan er sko allt fínt að frétta, fór með húsbandið á kosningaskrifstofuna í dag, það var svooo gaman, okkur líður aldrei eins vel eins og eftir góða sjalla hitting. Þarna voru margir frambjóðendur mættir og mikið gaman. Jóhanna úr X-factor söng ofl. takk fyrir skemmtilega lesningu hjá þér, elska svona gamalt og gott. Geturðu gefið mér uppl. um skóla 1-9 ára, er eitthvað til á netinu, form. skólanefndar hér (ég er í nefndinni) hefur áhuga á að kynnast þessu og ég líka. Kær sumarkveðja frá Selfossi
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2007 kl. 20:36
Takk fyrir kveðjuna Herdís. Gleðilegt sumar til þín og þinna.
Til hamingju með nýju fjölskyldulaugina ykkar. Alltaf gaman að víga eitthvað sem kemur mörgum vel.
Kveðja úr Ólafsfirði
Bjarkey
Bjarkey Gunnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 23:37
Gleðilegt sumar sömuleiðis Ég er orðin ansi fróð um þennan skemmtilega dag eftir að hafa lesið þessa færslu
Andrea, 20.4.2007 kl. 01:26
Gleðilegt sumar, Herdís. Hlakka mikið til að hitta þig aftur í vinnunni.
Jón Brynjar Birgisson, 20.4.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.