Hjálp- hvað meinar Guðni?

guðni agustsson

Hvað var Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins að meina með því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stikkfrír í allri umræðu og að Geir hefði talað á landsfundinum eins og hann stjórnaðir landinu einn. Ég hlustaði á þetta viðtal aftur því ég hélt að ég hefði ekki tekið rétt eftir, en jú þetta sagði hann. Guðni var frekar niðurdreginn, enda staðan vægast sagt slæm í öllum könnunum hingað til og aðeins 5-7 þingmenn inni.

Guðni sagði líka að Framsókn yrði að ná 17 - 20 % fylgi til að starfa með Sjálfstæðisflokknum, en það væri hópur þeirra sem vildi ekki sama stjórnarmynstur. Ef ég man það rétt þá kom hið gagnstæða fram í einni af mörgum könnunum og þar voru það einmitt mun fleiri Framsóknarmenn en Sjálfstæðismenn sem vildu áframhaldandi samstarf flokkanna.

En Framsóknarmenn hafa sýnt það fyrr að hægt er að ná upp fylgi á síðustu metrunum, en hvort það tekst að komast upp á topp með "ekkert stopp" kemur í ljós í kosningunum þann 12. maí.


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Guðni er að fara á límingunum.  Ekkert skrýtið m.v. skoðanakannanir.  Það kemur bara í ljós hvað verður.....

Vilborg Traustadóttir, 20.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guðni er bara með allt niðrum sig og hræddari en mús við kött. Hann  vonar bara að hann eigi álfafylgi upp til sveita, annars er hann og hans menn bara búnir að vera og þá verðum við bara í meirihluta "all alone"    eða þannig.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Framsóknarmenn hafa verið með óvinsæl ráðuneyti.  Félagsmála og heilbrigðismálaráðuneytin.  Að sjálfsögðu tapa þeir fylgi.  Afhverju láta þeir fara svona með sig? Sjálfstæðisflokknum dettur ekki í hug að vera í forsvari fyrir þessi ráðuneyti.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.4.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ó jú þeim dettur það svo sannarlega í hug og var sagt mjög hátt og snjallt á landsfundinum að þeir vildu einmitt fá heilbrigðisráðuneytið. Það má ekki gleyma því að flokkarnir eru í ríkisstjórnarsamstarfi og er ekki eins og öll málefni sjálfstæðisflokksins nái aðeins fram að ganga í þeim ráðuneytum sem þeir stýra og öfugt. Það er ekki eins og flokkarnir skrifi undir stjórnarsáttmála og hittist svo ekki aftur fyrr en við næstu kosningar.  

Herdís Sigurjónsdóttir, 21.4.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband