Þingmaður Mosfellinga

sv_hopur

Ég er að vinna upp frétta og sjónvarpsmál síðustu daga og var að ljúka við að horfa á kragaþáttinn á RUV frá því í gær. Mér fannst Þorgerður standa sig frábærlega og tel víst að flestir geti verið á sama máli hvar í flokkir sem þeir standa. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Þorgerði undanfarin ár. Hún er hörku stjórnmálamaður og fljót að átta sig á því sem skiptir máli og sér hlutina í samhengi. Hún stendur sig líka vel í menntamálaráðuneytinu og varaformennskunni, er mikill foringi og keppnismanneskja og eiga þær Ragnheiður Ríkharðs það sameiginlegt að alltaf er stutt í "hverjir eru bestir" hjá þeim hjá báðum.

Hún Þorgerður Katrín er líka húmoristi og sagði ágætan brandara á fundi á dögunum um ljóskuna í menntamálaráðuneytinu, sem Jón Baldvin Hannibalsson nefndi svo.

Þorgerður þurfti að fara á fund suður í Keflavík og keyrði sjálf því hún hafði gefið bílstjórnanum langþráð frí. Hún var eitthvað sunnan við sig eins og sannri ljósku sæmir og keyrði örlítið of greitt. Þá birtust blá ljós fyrir aftan hana og var henni bent á að fara út í kant. Þá kom ljóshærð lögreglukona út úr bílnum og spurði um ökuskírteinið. Þorgerður hváði og þá sagði lögreglukonan að það væri svona ferkantað með mynd. Hún rótaði í veskinu og tók upp púðurdósina og leit í spegilinn og brosti. Rétti svo lögreglukonunni dósina og sú leit í spegilinn og sagði um hæl "af hverju sagðir þú ekki strax að þú væri í lögreglunni"......

En varðandi kragann þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 5 kjördæmakjörna þingmenn og 41,9% fylgi skv. kjördæmakönnun CG sem kynnt var í gær.

Sjálfstæðisflokkur: 41,9% (38,4%)
Samfylkingin: 28,5% (32,8%)
Vinstri græn: 14,5% (6,2%)
Framsóknarflokkur: 7% (14,8%)
Frjálslyndi flokkurinn: 5,5% (6,7%)
Íslandshreyfingin: 2,6%

Þingmenn skv. könnun
Sjálfstæðisflokkur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Samfylking
Gunnar Svavarsson
Katrín Júlíusdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Vinstri græn
Ögmundur Jónasson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig kjördæmakjörnum þingmanni frá síðustu alþingiskosningum. Skv. þessum tölum þá eru ágætis líkur á því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ sem skipar sjötta sæti listans komist inn sem jöfnunarþingmaður. Sjötti þingmaður Sjálfstæðisflokksins er eini raunhæfi möguleikinn fyrir Mosfellinga að fá sinn þingmann, en fulltrúar úr Mosfellsbæ á öðrum framboðslistum kjördæmisins eru langt frá því að ná inn skv. öllum könnunum.

Hún Ragnheiður er vel kynnt af störfum sínum bæði sem bæjarstjóri og eins sem kennari og skólastjóri í yfir 20 ár. Hún hefur verið oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri frá 2002. Það verður vissulega súrt að missa hana sem bæjarstjóra, en ég veit líka hvað það er bráðnauðsynlegt fyrir okkur að hafa fulltrúa á alþingi sem hefur jafn víðtæka þekkingu og reynslu á málefnum sveitarstjórna og hún hefur og ekki síst málefnum höfuðborgarsvæðisins. Það verður líka örugglega ánægjulegt fyrir hana að fá tækifæri til þess að fylgja eftir þeim málefnum sem bæjaryfirvöld í  Mosfellsbæ hafa verið að vinna að á undanförnum árum. Málefnum eins og uppbyggingu hjúkrunarheimilis hér í bæjarfélaginu, uppbyggingu og rekstri framhaldsskóla Mosfellinga, tvöföldun Vesturlandsvegarins alla leið, löggæslumálum og ekki síst yfirfærslu á velferðarmálum frá ríki til sveitarfélaga.

Það er mín skoðun að það sé mikilvægt fyrir byggðarlög og svæði að hafa þingmann sem þekkir vel aðstæðna og veit hvað það er sem brennur á fólki á hverjum stað. Ég vona því að okkur takist að tryggja Sjálfstæðisflokknum í  kjördæmi nægt fylgi til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir verði einn af þeim þingmönnum sem tekur til starfa á alþingi Íslendinga eftir kosningar.


mbl.is VG eykur við fylgi sitt í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sammála þér með Þorgerði Katrínu, hún stendur sig vel hvar sem hún kemur. Að öllum öðrum ólöstuðum þá er hún helsta framtíðarstjarna sjálfsstæðismanna og þó Geir standi sig frábærlega sem formaður flokksins þá hlakka ég til þegar Þorgerður tekum við því sæti

Ágúst Dalkvist, 6.5.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, hún Þorgerður er gull af manni, mér líkar rosalega vel við hana. Góð grein hjá þér. Ég er eiginlega komin með 1000 fiðrildi í magann af spenningi, þetta er svo gaman. Gangi ykkur vel næstu viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Karl Tómasson

Óttalegt raus er þetta hjá ykkur. Auðvitað viljum við Röggu Rikk en Herdís eina ferðina en gleymir þú mér.

Hvar er vinstri græni Karlinn í þér??? 

Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Kalli Kalli  þín er þörf hér í heimabyggð að berjast við Varmársamtökin

Guðmundur H. Bragason, 7.5.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband