Ný ríkisstjórn tekin við

428886A

Það var mikið um að vera á Bessastöðum í dag. Haldinn var síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar og lauk þar með farsælu 12 ára samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Síðan var haldinn fyrsti fundur hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og tekur nokkurn tíma að venjast nýja munstrinu, en stjórnarsáttmálinn lofar góðu. Það var sérstakt að horfa á ráðherra Framsóknar mæta á sinn síðasta fund og klikkaði Guðni Ágústsson ekki á tilsvörum frekar en fyrri daginn og gekk út af fundinum óbeislaður og hnakklaus að eigin sögn.

Einn nýr ráðherra kemur inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra. Sex nýir ráðherrar Samfylkingarinnar taka nú við embætti eða þau; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Kristján Lúðvík Möller, samgönguráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. Fyrir eru í stjórn sem fyrr; Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


Nýtt fólk hefur tekið við lyklavöldum í sjö ráðuneytum og Jóhanna Sigurðardóttir komin aftur í félagsmálaráðuneytið eftir 13 ára hlé. Það verður mjög vel fylgst með störfum nýju ríkisstjórnarinnar næstu árin, enda vill fólkið í landinu eðlilega láta verkin tala. Stjórninni hefur verið spáð langlífi, en mun tíminn einn leiða í ljós hvort það gengur eftir, en ég er að minnsta kosti full bjartsýni.


mbl.is Ný ríkisstjórn tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, ég er full af bjartsýni og gef þeim allan sjens sem ég hef. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband