Kolefnisjafnaðu flugferðir þínar

Kolviður minni

Ég fékk sendan þennan póst frá Icelandair þar sem mér var boðið upp á að kolefnisjafna flugferðir mínar, sem er jákvæð viðbót við grænbílaátakið.

Öndum að okkur fersku lofti

Nú geta allir farþegar okkar kolefnisjafnað flugferðir sínar með einföldum hætti. Við höfum reiknað út hversu mikið koldíoxíð (CO2) að meðaltali tengist flugi hvers farþega til allra áfangastaða okkar. Á vefsíðum okkar býðst þér að greiða framlag til Kolviðarsjóðsins sem verður notað til að planta trjám á Geitasandi á Suðurlandi, fyrsta skógræktarlandi Kolviðar.

Framlagið er breytilegt eftir lengd flugsins hverju sinni og nemur kostnaði við að planta nógu mörgum trjám til að kolefnisjafna ferðir þínar.

Mikið hefur verið rætt að undanförnu um svokölluð gróðurhúsaáhrif. Notkun jarðefnaeldsneytis, eyðing skóga og jarðvegseyðing eru talin vera helstu orsakavaldar aukins magns gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, sem aftur leiðir til hlýnunar. Koldíoxíð (CO2) er að magni til talin ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin.

Ein leið til að stemma stigu við þessari þróun er að binda kolefni í jörðu með ræktun trjáplantna. Með því að binda kolefni úr koldíoxíði (CO2) andrúmsloftsins með skógrækt verður til súrefni.

Við erum stolt af að vera með í þessu mikilvæga verkefni og skorum á alla okkar farþega að kynna sér málið og taka þátt í því með okkur!

Góða ferð með Icelandair og Kolvið!

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðum Icelandair og Kolviðs.

ÁfangastaðurKolefnisjöfnun
pr. farþega (kr)*
Amsterdam  513
Baltimore/Washington1054
Barcelona  669
Bergen  384
Berlín  555
Boston  954
Frankfurt  584
Gautaborg  470
Glasgow  356
Halifax  783
Helsinki  584
Kaupmannahöfn  513
London (Heathrow)  513
Madrid  755
Manchester  441
Mílanó  655
Minneapolis - St. Paul1082
München  627
New York (JFK)1025
Nuuk  555
Orlando (Sanford)1324
Osló  427
París  570
Stokkhólmur  498

*krónutalan miðast við báðar leiðir (fram og til baka)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband