Tökum hart á ökuníðingum

mororhjol

Það hafa verið tíðar fréttir af hraðakstri bifhjólamanna og slysum undanfarið. Það er rétt að taka hart á umferðarlagabrotum og ætla ég ekki að efast um að Ólafur Helgi sýslumaður fylgi þessu máli eftir alla leið. Slæmt þótti mér hvað þessi ökumaður og félagi hans lögðu fjölmarga í hættu í þessu tilfelli með aksturslagi sínu sem leiddi til þess að hinn er alvarlega slasaður. En ekki þótti mér síður alvarlegt þegar ég las að viðkomandi ökumaður hafði verið tekinn nýlega með 13 ára barn sitt sem farþega á tæplega 200 km hraða. Tæplega góð fyrirmynd það, en pottþétt leið fyrir foreldri til að hvetja unglinginn til sama háttarlags í umferðinni.

Það er annað í þessum nýju lögum sem ég vona að eigi eftir að breyta miklu, en það er varðandi bráðabirgðaökuskírteinið. Nú tekur þrjú ár að fá fullnaðarskírteini sem síðan gildir til 70 ára aldurs.  

Nú fær enginn fullnaðarskírteini nema hann fullnægi eftirtöldum skilyrðum:
a.       hafi haft bráðabirgðaskírteini samfellt í eitt ár, farið í akstursmat og fengið að því loknu staðfestingu ökukennara þar að lútandi,

b. hafi ekki á síðustu 12 mánuðum fengið punkt í punktakerfi vegna umferðarlagabrots eða á sama tíma verið án ökuréttar vegna akstursbanns eða sviptingar.

Sem sé fullnægi byrjandi ekki þessum skilyrðum að þremur árum loknum er hægt að endurnýja bráðabirgðaskírteinið, en annars er gefið út fullnaðarskírteini.

Byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn skv. 51. gr. og sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið skv. 106. gr. a og staðist ökupróf að nýju.

Einnig er hægt að beita akstursbanni en í lögunum stendur:
Lögreglustjóri skal banna byrjanda, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Akstursbanni skal eingöngu beitt einu sinni á gildistíma bráðabirgðaskírteinis.

Með akstursbanni eru afturkölluð ökuréttindin sem bráðabirgðaskírteinið veitir. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt sérstakt námskeið og staðist ökupróf að nýju.


mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl hálfnafna. Þá eru nú hlutirnir að komast í eðlilegt horf og ég get farið að rúlla vina hringinn daglega. Takk fyrir þessa punkta um nýju lögin, ég er svo að vona að þetta geri gott og fólk hlýði, svo verður bara að taka bílana af þeim sem gera sömu mistök og hjólafólk, eitt skal yfir alla ganga, svipting og selja bílinn, nú er ég hörð en hvað er til ráða.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband