Ofnæmi allan ársins hring

rykmaur

Já það er svo sannarlega ekkert grín að vera með ofnæmi. Fyrir rúmum tíu árum síðan fékk ég fyrst ofnæmi og varð að hætta að vinna við lífeindafræðina þess vegna. Ég fékk ofnæmi fyrir formalíni og í kjölfarið fyrir flestu sem hægt er að nefna, svo sem hundum, köttum, grasi, birki, rykmaurum, bóni, lakki, dún og ýmsu öðru. Ég man þegar frjóofnæmið bættist við, en þá var ég búin að vera með geltandi hósta tvö sumur í röð og verst í upphafi sumars og var það mikill léttir að komast að því hvað var að. Það jákvæða við rigninguna á sumrin er að þá er minna frjó í lofti, en ég er samt alveg til í að taka inn ofnæmislyfin mín og hafa sólina Cool.

Verst af öllu er þó formalínofnæmið því þegar ég kemst í snertingu við formalín fæ ég fyrst roða á húð og eftir nokkra tíma fær ég svo hita og eftir nokkra daga exem. Ég var búin að vera með mallandi formalín"flensu" í um ár áður en ég gafst upp á rannsóknastörfunum á Keldum og fór að vinna hjá Rauða krossinum. Ég reyni að forðast allt sem ég veit að gæti valdið mér óþægindum og valdi allt byggingarefni m.t.t. þessa þegar við byggðum. Mér tekst samt þrátt fyrir ofnæmið að lifa eðlilegu lífi og tek bara ofnæmislyfin ef ég "rekst" á dýr eða frjó en það dugar ekkert á efnaofnæmið hvernig sem stendur á því. Ég man að ég fór eitt sinn á ferjuslysaæfingu og þurfti að sofa í herbergi sem var nýbúið að lakka og ekki stóð á viðbrögðunum, óbærilegur hausverkur með tilheyrandi hita og slappleika. Svo fær maður ofnæmisþynnku og er nokkra daga að jafna sig.

Það má segja að lífsgæði ofnæmisgemmsa séu skert eins og flestra þeirra sem þurfa að lifa við langvarandi sjúkdóma og fötlun, en ég bind miklar vonir við að þetta lagist hjá mér þegar ég eldist og ónæmiskerfið fer að slappast Wink.


mbl.is Frjókornamælingar gagnast ofnæmissjúklingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Prófaðu detox í Póllandi Herdís.  Bæði fyrir þig og Ella.  Þetta er nánast allra meina bót.  Mikill árangur með sykursýki II og alls kyns ofnæmi líka.  Við Kristín förum 29.sept aftur!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 16.6.2007 kl. 00:24

2 identicon

Má ég spyrja hvaða ofnæmislyf þú notar? Ég er með vægt frjókornaofnæmi en flest ólyfseðilsskyldu lyfin virka illa.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 04:47

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég hef prófað allt, allt, allt og ef ég hef tekið þessi óleyfisskyldu ofnæmislyf hef ég þurft að taka meira en upp er gefið. annars hitti ég vinkonu mín sem er með mikið og slæmt ofnæmi sem fékk ofnæmissprautu eins og hún kallaði það, sem á að duga henni í þrjá mánuði og hefur henni ekki liðið eins vel árum saman.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband