Við ökumenn getum þessu breytt

klesstur bíll

Já þetta er alvarleg þróun og erum það helst við ökumenn sjálfir sem getum þessu breytt.

Banaslysin í umferðinni árið 2006 voru 31 og fjölgaði þeim um 12 milli ára. Þetta er mesta hörmungaár í umferðinni frá 2000 og slösuðust einnig fleiri alvarlega í umferðinni eða 153 í fyrra en 129 árið 2005. Ég sá í skýrslu Umferðarstofu um slysin í fyrra og komust sérfræðingar í slysarannsóknum að eftirfarandi:

  • Níu þeirra sem létust voru ekki með bílbeltin spennt.
  • Í átta tilvikum áttu ölvaðir ökumenn hlut að máli í slysunum og í tveimur tilvikum til viðbótar létust óvarðir vegfarendur sem voru undir áhrifum áfengis.
  • Ellefu létust í slysum þar sem ofsaakstur kemur við sögu.
  • Átta látast þegar bílar fara útaf vegi.

Mikið munar um bundið slitlag á þjóðvegum. Við vitum jú öll hvað vegrið hafa bjargað mörgum og hvað endurskinsstangirnar eru mikið öryggisatriði. Eins hvað miklu skiptir fyrir öryggið hvað búið er að fækka einbreiðum brúm og hvað mun muna mikið um tvöföldun á fjölförnum vegum eins og komin er áætlun um á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.  

Sett var á stofn Rannsóknanefnd umferðarslysa sem greinir orsakir umferðarslysa eftir því sem unnt m.a. til að hægt sé að draga af því lærdóm og bæta aðstæður. Viðurlög við umferðarlagabrotum hafa verið hert undanfarið og punktakerfi sett upp. og nýju umferðarlögin sem ég nefndi í færslu minni í gær. Eftirlit lögreglu hefur verið aukið á vegum landsins og í þéttbýli og fagna ég átaki lögreglunnar um allt land og ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að það er ekki lengur bara við Blönduós sem fólk býst við lögreglunni við hraðamælingar, eins og eitt sinn var. Það er hins vegar vel við hæfi að það embætti er farið að sjá um sektarmálin fyrir landið allt. Nú hefur Ólafur Helgi heldur blásið til herferðar á Suðurlandi og nú með eignarupptöku mótorhjóla sem á eftir að fá marga til að hugsa sig tvisvar um. Ég spái því að fljótlega munum við  einnig sjá andvirði hraðskreiðra sportbíla renna í ríkissjóð.

Ég veit ekki hvað þarf til, en það er ljóst að mikilvægt er að auka enn á vegabætur og eins að reyna að ná til ökumanna sjálfra með öllum tiltækum hætti. Því það er alveg sama hvað fólk segir það erum við ökumenn sem erum á vegunum og þeir sem aka ógætilega skapa bæði sjálfum sér og öðrum hættu, í raun og höfum við fjölmörg dæmi um það.


mbl.is Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Skrepp norður um næstu helgi.  "Sauðanesveldið" ætlar að hittast. Reyni að fara eins varlega og mér er unnt.Er búin að bóka okkur á Gistiheimilið Höfnina.  Svo skreppum við bara á "Nesið" yfir daginn og fram yfir miðnætursól sem verður vonandi til að gleðja okkur á Jónsmessunótt.

Vilborg Traustadóttir, 16.6.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Glæsilegt Vilborg, það verður gaman, vildi að ég væri að fara á Sigló þá. En ég er sannfærð um það þetta verður skemmtilegt. Klárlega sól og svo miðnætursól...sem er fallegust á Sauðanesi .

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 09:42

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

það gæti nú orðið erfitt, en það gæti verið ráð fyrir foreldra að setja ökurita í bíla barna sinna og tékka reglulega. Annar eru það ekki bara börnin sem haga sér barnalega í umferðinni, það sýndi dæmið um mótorhjólamanninn sem sýslumaðurinn á Selfossi gerði upptækt, hann er á fertugsaldri.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kennsla, uppeldi og takmarkanir á afli. Þannig tökum við á fyrstu þremur árunum hjá hverjum og einum. Einnig má fyrstu sex mánuðina takamarka akstur nýliða við heimabyggð, eða póstnúmerasvæði.

Birgir Þór Bragason, 20.6.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband