Hvað eigum við að hafa í matinn?

banner

Hver vill ekki sleppa þessu "Hvað á ég að hafa í matinn" stressandartaki? Sem hellist yfir mann þegar maður er á leiðinni heim, alveg tómur. Svo fer maður í búðina, horfir tómum augum í hillurnar, lítur yfir kjötborðið og fiskborðið og getur ekki látið sér detta neitt í hug. Ef þið þekkið þetta ekki þá sér örugglega einhver annar um eldamennskuna, en fyrir ykkur hin þá get ég glatt ykkur með því að nú er til heimasíða þar sem hægt er að velja saman matseðil rafrænt og það sem meira er, að þessu fylgja uppskriftir. 

Hlekkinn á síðuna Hvað er í matinn, fékk ég frá henni Lindu Ósk vinkonu minni og samstarfskonu. Hún sá og heyrði fljótt að þetta var góðverk dagsins, eða mánaðarins fannst okkur Gunnhildi öllu heldur. Ég þakka Lindu minni og hugmyndasmiðum síðunnar, þvílík snilld.

Við fjölskyldan höfum verið að myndast við að vera með matseðil og plana fram í tímann og hefur það gengið sæmilega. En svo hefur strandað á matseðlagerðinni, en á þessi síða eftir að auðvelda þá vinnu og er meiriháttar að hafa uppskriftirnar með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er rétt hjá Lindu. Þetta er snilldar síða. Búin að plana júní og júlí.  Verst að maður vill búa til svona áætlun á hverjum degi því þetta er svo gaman.    Svo er stóra spurning? Stenst áætlunin eða verður skyr í lok vikunnar?  

Marinó Már Marinósson, 18.6.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur Herdís.  Þetta á ég eftir að notfæra mér!

Vilborg Traustadóttir, 18.6.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, hefði viljað hafa þetta í den þegar ÖLL börnin voru í mat og maður var alltaf í vandræðum. Annars þegar við fórum með þau í fyrsta sinn öll saman í sumarhús árið 1993 þá sksrifaði ég matseðil fyrir vikuna og bakaði þessi reiðinnar býsn. Þetta lukkaðist alveg 100% nú læt ég bara slag standa. Passa mig bara á því núna að eiga nóg af grænmeti.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta virðist vera ansi sniðug síða - takk fyrir að benda á hana.

Björg K. Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 23:31

5 identicon

Þetta er snild   ég á pottþétt eftir að notfæra mér þessa síðu engin spurning...

Knús og kossar til þín elsku vinkona.

Konný Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 10:24

6 identicon

Jáhhhhhhhhh, eitt góðverk á dag kemur sko skapinu í lag

Þessi síða er snild, svo er einmitt spuring hvort maður nýti sér þetta og allt standist.

Enn........hvað með það, áætlun er jú bara áætlun, ekki satt ?

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband