Veruleg hækkun sekta

peningatre

Nú hefur ný reglugerð um sektir vegna brota á hámarkshraða tekið gildi og hafa sektir hækkað verulega. Það má segja að þetta sé enn eitt tækið í því að ná hraðanum niður.

Hafa sektir vegna hraðaksturs hækkað mikið og má sem dæmi nefna að ökumaður sem er tekinn á vegi þar sem aka má á 90 km hraða og er tekinn á:

111-120 km/klst hraða þurfti áður að borga þrjátíu þúsund krónur í sekt en þarf nú að borga fimmtíu þúsund krónur.

131-140 km/klst hefur hækkað úr sextíu þúsund krónum í eitthundrað og þrjátíu þúsund auk eins mánaðar sviptingar ökuleyfis.

Síðan fær fólk líka punkta og hér má sjá þær reglur.

Munum svo að keyra á löglegum hraða og notum peningana okkar í eitthvað gáfulegra en sektir Wink.

 


mbl.is Tekinn á 140 km hraða undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Eða að við höldum áfram að keyra eins og vitleysingar, auka óbeinar skatttekjur og bæta menntakerfið okkar með þessu fé.

En vonum að fólk hætti þessum ofsaakstri. 

Sveinn Arnarsson, 17.6.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

hmmmmm ...  ég heyrði nú líka af einum sem vildi láta tekjutengja sektirnar því að þetta væri svo dýrt fyrir þessa lægstlaunuðu, en hinir ríku gætu keyrt eins og vitleysingar og borgað sínar sektir með bros á vör .

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er nefnilega smá til í því. Ég hef sem betur fer aldrei fengið sekt 7-9-13 og ætla mér ekki í þann pakka.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Væri ekki miklu betra að hafa sögukubb í bílnum sem segði til um aksturslag bílsstjórans og ríkið greiddi þeim sem væru til fyrirmyndar?  Hvatakerfi fyrir fyrirmyndarökumann.  Allir sem færu eftir settum reglum lentu í potti og ættu möguleika að fá t.d. sólarlandaferð fyrir fjölskylduna í boði ríkisins eða Baugs.   

Marinó Már Marinósson, 17.6.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband