Sorgleg staðreynd um launamun kynjanna
19.6.2007 | 19:04
Ég er ein þeirra sem mætti í bleiku í vinnuna í dag og þótti mér vænt um að sjá Marinó vinnufélaga minn líka í bleiku. Alla tíð hefur þessi staðreynd með launamun kynjanna farið undir skinnið á mér eins og ein góð vinkona mín segir alltaf og verð ég samt alltaf jafn hissa þegar ég sé svona niðurstöður, eins og þarna koma fram. Oft er talað um líkamlegan mun á körlum og konum, en staðreyndin er samt sú að flest störf krefjast ekki líkamlegra burða í dag og því er kerfisvilla í heilanum á okkur sem erfitt er að laga. Þetta hefði kannski mögulega átt við fyrir nokkrum áratugum síðan, en ekki lengur. En einmitt fyrir nokkrum áratugum síðan var ekki til siðs að fá stelpur í útskipun, en mótmæltum við stelpurnar á Sigló þessu harðlega og fórum fram á það eitt sinn fram á það að fá að fara í útskipun eins og strákarnir, sem fengu frí í skólanum og ef þörf var á að fá mannskap til útskipunar. Við fengum að fara og var það ótrúlega erfitt, en við kláruðum það samt.... "litlu, vesælu, aumu stelpurnar" , enda átti ég síðar eftir að fara í margar útskipanir þegar ég var á sjónum. Það er alveg ljóst að við konur verðum að byrja á því að trúa að við séum þess verðar að vera með jafnhá laun og karlar sem sinna sömu störfum og við verðum að hætta að sætta okkur við lægri laun. Konur og karlar verða líka að fara að verða meðvitaðri um að karlar eru ekki lengur fyrirvinnan. Ég hef oft bloggað um launaleynd og er ég sannfærð um að ekkert gerist fyrr en lögum verður breytt í þá veru að einstaklingnum sé frjálst að segja þriðja aðila frá sínum launum. Ég ætla að byrja að taka mig á, strax í dag og hugsa um leið til baráttu formæðra minna við að bæta stöðu kvenna í samfélaginu. Nú ætla ég að vinna að því að bæta framtíð dætra minna og þeirra dætra og allra dætra þessa lands. Til hamingju með daginn konur og karlar! |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2007 kl. 08:19 | Facebook
Athugasemdir
Það eru einmitt kannski helst stelpur eins og þú og ég sem unnum í fiski og útskipun sem finnst sjálfsagt að launamunur sé óraunhæfur milli kynja fyrir sömu vinnu. Ég lét aldrei bjóða mér lægra en karlmenn fengu fyrir smu störf, en þegar maður fer á öryrkjann þá er öllu skammtað jafnt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 20:00
Já líka þegar ég var á sjónum, þá fengu allir það sama. Málið er bara það á meðan maður veit ekki hvað sá hefur í laun sem vinnur í skrifstofunni við hliðina hefur í laun, er lítið hægt að gera. Ég sé bara muninn á launum okkar hjónanna, eftir jafnlangt háskólanám
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.6.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.