Vilt þú gefa líffæri þín við andlát?

feature_stories_Didi_Cusack 

 

Ég er ein þeirra sem ekki hef enn komið því í verk að fylla út  líffæragjafakortið.

En ég hef samt oft sagt mínum nánustu að ég vildi gefa líffæri mín við andlát, ef sú staða kæmi upp. Ég tel það vera mikilvægt að taka afstöðu, því þá þurfa aðstandendur ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstund. Ég er líka hlynnt því að allir verði skráðar í líffæragjafagrunn og þeir sem það ekki vilja verði að afskrá sig út grunninum, því eins og ég nefndi hef ég ekki komið þessu í verk og þekki ég fjölmarga aðra sem eins er ástatt um, en líta samt á líffæragjöf sem sjálfsagðan hlut.   

Líffæragjafakortið er hægt að klippa út úr bæklingnum og geyma með öðrum persónuskilríkjum.

í líffæragjafakortinuþarft þú að taka afstöðu til eftirfarand:

X Við andlát mitt er heimilt að nota líffæri mín til ígræðslu

Heilmildin nær þó ekki til eftirtalinna líffæra ____________________

_ Ég heimila ekki líffæragjöf

Ég hvet þig til að taka afstöðu strax í dag!

 

Á hverju skal byggja ákvörðun um líffæragjöf?

Tilfinningalegir, trúarlegir og heimspekilegir þættir, og eflaust fleiri, geta komið upp þegar afstaða til líffæragjafar er hugleidd. Við ákvörðunina er þó eðlilegt að velta fyrir sér hvers maður myndi óska nánustu aðstandendum sínum ef þeir yrðu fyrir því að fá alvarlega líffærabilun sem krefðist líffæraígræðslu. Hér að ofan hefur einnig verið bent á að slík ákvörðun getur létt miklu álagi af ættingjum þínum, ef þær aðstæður skyldu nokkru sinni skapast að líffæragjöf kæmi til greina.

En í hverju er líffæragjöf fólgin?

Líffæragjöf felst í því að líffæri (hjarta, lungu, lifur, nýru, bris, þarmar) eru fjarlægð úr látinni manneskju og síðan grædd í sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma í þessum líffærum. Í nýrna- og lifrarsjúka eru stundum grædd líffæri eða hluti líffæra úr heilbrigðum aðstandendum. Einnig má bæta sýn sjónskertra með ígræðslu hornhimnu frá látnum.

Hvar fara ígræðslur fram?

Íslendingar sem þarfnast líffæra úr látnu fólki fá þau ígrædd á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Þangað fara þau ígræðslulíffæri sem gefin eru hérlendis. Þau eru hluti af þeim norræna líffærabanka sem íslenskir sjúklingar geta sótt í.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Ég hef ekki enn komið þessu í verk virðist eitthvað óaðgengilegt, en það þarf að opna betur á þetta mál og einfalda skráningu. Ég gæti gefið allt nema hjarta og lungu, þetta dugar mér varla. Kveðja í Mosó

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Ég hef ekki heldur komið þessu í verk. Þess vegna er ég svo hrifinn af nálguninni um ætlað samþykki en ekki ætlaða neitun. Endilega nýtið það sem þið getið úr mér.

Jón Brynjar Birgisson, 20.6.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég tel að fyrirkomulagið hér ætti að vera eins og tíðkast víðast hvar í heiminum.  Maður undirritar pappíra vilji maður EKKI gefa líffæri.  Það myndi einfalda þetta mjög og létta byrðar af ættingjum.

Vilborg Traustadóttir, 20.6.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband