Sumarið er tíminn til að vinna

Ég varð ekkert smá hissa þegar ég sá áðan að flettingar á síðunni minni frá upphafi eru 23270, hvorki meira né minna og ég sem var ekki viss um að ég héldi þetta út. Á þessum tíma sem ég hef verið að blogga hef ég eignast fjölmarga kæra bloggvini og eins fundið gamla félaga og vini sem ég hef endurnýjað vinskapinn við, sem er líka frábært. Tíminn flaug þegar maður var í veikindaleyfinu og mátti ekkert gera og lá bara og las og bloggaði allan daginn, en nú koma kaflar þar sem maður bloggar lítið og er það bara allt í lagi líka. Ég hef gaman að því að skrifa og er bloggið góð leið til að losa sig við uppsafnað stress hversdagsins.  

Þetta er tíminn sem flestir eru að fara í sumarfrí, en það verður nú eitthvað lítið um frí hjá mér i sumar. Ég er að fara á fullt í meistaraverkefninu mínu þessa dagana. Ég fékk RANNÍS rannsóknarstyrk um daginn og fína rannsóknaaðstöðu hjá almannavörnum. Ég byrjaði að vinna þar í dag og var ljúft að vera þar meðal félag, en maður er búinn að vinna mikið með þeim á almannavarnadeildinni í gegn um árin og hlakka ég bara til að mæta í almannavarnavinnuna í sumar. Ég er að byrja á seinni hluta verkefnisins sem snýr að viðbúnaði sveitarfélaga í almannavörnum, en vann ég fyrri hlutann sem snýr að lögum greiningarvinnu síðasta sumar. Það verður gaman að sjá niðurstöðu verkefnisins og vona ég svo sannarlega að ég nái að hafa áhrif á það hvernig almannavarnamálin þróast í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

TIl hamingju með styrkinn duglega stelpa. Þú verur nú alltaf samt að blogga smá, greinarnar þínar eru svo góðar.  Hafðu það gott dúllan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú ert bara svo vinsæl.   Já, til hamingju með styrkinn.  Verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni hjá þér.

Marinó Már Marinósson, 22.6.2007 kl. 00:52

3 identicon

Takk fyrir góðan stofnfund í dag, verst að það gleymdist að skrifa fyrstu fundargerð :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:26

4 Smámynd: Andrea

Sæl Herdís. Til hamingju með að fá styrk, gangi þér vel með rannsóknarverkefnið.

Væri gaman að fá póst frá ykkur í innsta hring í bæjarstjórn um skemmtilega atburði og málefni innan bæjarins, svo við getum haldið áfram með Varmá síðuna.

Andrea, 23.6.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk elskurnar, ég ætla sko að halda áfram á meðan ég á svona góða bloggvini .

Andrea mín, mikið rétt hjá þér. Við gætum líka skrifað skemmtilega sögu og sett myndir úr XD útilegunni . Ég á ekki myndir, en gæti skrifað eitthvað skemmtilegt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.6.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband