Mosfellingum hefur fjölgað um nærri helming á 20 árum

Mosfellsbær í 20 ár

Mosfellsbær á 20 ára afmæli í dag 9. ágúst 2007. Fyrir tveimur áratugum varð Mosfellssveit að Mosfellsbæ og hefur margt breyst og sveitin sannarlega orðin að stórum bæ. Íbúum hefur fjölgað um nærri helming á þessum tíma eða úr rúmlega 3800 í tæplega 7600.

Ég fór einn afmælishring um Mosfellsbæinn í tilefni dagsins eftir að ég fór með lilluna mína í leikskólann og rifjaði upp hvernig hvernig bærinn var þegar ég fór að leggja leið mína hingað uppeftir haustið 1986. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi breyst á þessum tíma. Búið er að byggja leikskóla og nýjan grunnskóla og á teikniborðinu eru mun fleiri. Einnig mun koma framhaldsskóli í bæinn fljótlega. Búið er að byggja öryggisíbúðir fyrir aldraða og loksins höfum við fengið vilyrði fyrir byggingu hjúkrunarheimilis innan bæjarmarkanna, sem bæjaryfirvöld hafa barist lfyrir árum saman. Risin er ný glæsileg fjölskyldusundlaug á vestursvæði við mikla ánægju bæjarbúa sem og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þangað sækja.

Mikið er búið að byggja og hefur bærinn stækkað í allar áttir. Fyrrum landbúnaðarsvæði eru orðin að vinsælum íbúahverfum og túnin sem ær og kýr gengu um orðin að lóðum og leiksvæðum nýrra íbúa Mosfellsbæjar. Tvö slík stór hverfi eru í byggingu núna, Helgafellshverfið og Leirvogstunga. Ég þekki fjölmarga sem eru að byggja á þessum stöðum, allt fólk sem bjó á höfuðborgarsvæðin en valdi að flytja hingað vegna þess að það getur verið í svo nánum tengslum við ósnortna náttúru, sem við erum rík af hér í bæ. 

Í tilefni dagsins ætlar bæjarstjórnin að halda hátíðarfund. Bæjarstjórnarfundur sem verður sá 471. á 20 árum. Held að þeir hafi verið orðnir eitthvað um 250 þegar ég kom ég inn í bæjarstjórnina árið 1998. Þessi fundur verður mjög sérstakur og er efni hátíðarfundarins eftirfarandi:

1.

200708017 - Í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar er tillaga um að tilnefna heiðursborgara Mosfellsbæjar

   2.

200708013 - Í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar er tillaga um að reisa útilistaverk

   3.

200708014 - Í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar er tillaga um að stofna barna- og unglingaráð til þátttöku í framtíðarstefnumótun bæjarfélagsins

   4.

200708015 - Í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar er tillaga um að stofna ævintýra- og útivistargarð fyrir börn og ungmenni

Afmælishátíðin hefst kl. 17.00 og verður haldin í Bókasafni og í Listasal Mosfellsbæjar og verður bæjarstjórnarfundinn því haldinn þar. Fyrir bæjarstjórnarfundinn leikur Tríó Reynis Sigurðssonar leikur ljúfa tóna. Þarnæst verður bæjarstjórnarfundurinn haldinn. Í listasalnum verður opnuð ljósmyndasýning á ljósmyndum úr safni bæjarblaðsins Mosfellings sem ber nafnið Mosfellingar samtímans. Bæjarblaðið er fastur punktur í tilveru okkar Mosfellinga og verður gaman að sjá og gæti verið að ég ætti eina mynd þar. Síðan hefst spennandi dagskráriður sem ber nafnið ,, ... og fjöllin urðu kyr" sem er upplestur við undirleik ýmissa þjóðþekktra einstaklinga.

Þessi hátíðardagskrá okkar í dag er í raun upphaf bæjarhátíðarinnar Í túninu heima sem stendur til 26. ágúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var búin að senda þér hamingjuóskir í næstu færslu á undan, endurtek þær bara, INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ 20 ÁRIN 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk hálfnafna, þú klikkar ekki á því. Hvernig er þetta með bloggheim, er hann allur að fara í bloggleyfi ?

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.8.2007 kl. 13:19

3 identicon

Sumarfrí........það eru allir í sumarfríi ....eða er það ekki bara málið ?

Bloggið fer á skrið aftur undir mánaðarmót, bíðið bara

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til lukku!!!!!!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 9.8.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Anna mín vertu velkomin í sveitina þína á hátíðina " í túninu heima" . sem verður síðustu helgina í ágúst. Stuðmannatónleikar, brekkusöngur og margt, margt, margt fleira

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.8.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband