Reykjaskóli 2008
28.2.2008 | 17:18
Ég varð alveg óskaplega glöð þegar ég opnaði póstinn minni í dag. Mín beið nefnilega bréf frá gömlum skólasystkinum í Reykjaskóla, þeim Bjarka, Daddý, Eika, Ragga Kalla og Siggu Snæ. Í bréfinu boðuðu þau að haldið yrði Reykjaskólamót helgina 9. - 10. ágúst. Mótið verður fyrir árgangana 1980-1982, en ég var í skólanum árin 1981-1983.
Það verður gaman að hitta alla gömlu félagana. Suma hef ég ekki hitt frá því í Reykjaskóla, en aðra hef ég hitt margoft og meira að segja fundið út ættartengsl við frændur af Ströndum, þá Jón, Jón Gísla og elsku Pétur. Nú verður maður að vera duglegur að hafa samband við liðið svo þetta verði alvöru. Nú fer ég beint í það að leita uppi myndir frá þessum tíma... þegar ég var fimmtán, með stutt svart hár og hlustaði á Bubba .
Hér er bréfið sem ég fékk og hér er heimasíða Reykjaskólamótsins.
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár!
Kæru bekkjar- og skólasystkin!
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár.
Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.
Hátíðin verður haldin að Reykjum í Hrútafirði og hefst formlega kl. 12:00 á hádegi laugardagsins 9. ágúst á erindi Ragnars Karls Ingasonar formanns hátíðarnefndar.
Skipuleg dagskrá verður á laugardeginum, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka.
Nánari upplýsingar um dagskrá, gistingu og annað má nálgast á eftirfarandi slóð:
Með kærri kveðju frá Hátíðarnefndinni
Bjarki Franzson
Dagbjört Hrönn Leifsdóttir
Eiríkur Einarsson
Ragnar Karl Ingason
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2008 kl. 12:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Herdís mín,
viltu láta krakkana vita að ég er að óða önn að reyna að finna sjónvarpsupptökuna af ykkur í Stundinni Okkar hjá Bryndísi Schram. Ég á bágt með að trúa að það séu 28 ár síðan ég kenndi ykkur. En ég verð í sambandi við ykkur ef ég finn þetta.
bestu kveðjur,
Jónína Ben
Jónína Benediktsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:34
Verður kennurum boðið ?? alltaf gaman að rifja upp gömul kynni. Það fer að styttast í fermingarbarna mót á Húsavík, held það séu tvö ár, þá lætur maður sko sjá sig. Hafðu það gott kæra hálfnafna.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.