Er lífs en ekki liðin og stödd á Siglufirði

Ég hef verið í skólafríi á blogginu, en það eru aðeins um 6 vikur eftir af þessum hluta skólagöngu minnar og eins gott að halda vel á spöðunum til að allt gangi upp. En það er nú samt allt í lagi að blogga smá í páskafríinu á Siglufirði.

Sædís Erla fór á skíði í fyrsta skipti í dag og stóð sig vel að sögn Ella, ég tók nokkrar myndir og set inn fyrir Kristínu stórfrænku. Við Ásdís Magnea erum að læra, en hún er að fara í samræmd próf og ætlar að nýta tímann vel í páskafríinu. Jæja best að fara að ná í Ella og Sturlu, en þeir eru enn í fjallinu.

Ásdís og Sturla

Sædís Erla á skíðum

Elli og Sædís Erla í brekkunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG sá í fréttunum að þeir slógu í gegn í göngunum í dag, varstu að aðstoða þá??  gott annars að heyra frá þér.  Gleðilega páska til þín og þinna.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvað er þetta með Herdísi og jarðgöng!!?? ;-) Kveðja norður.!

Vilborg Traustadóttir, 21.3.2008 kl. 23:00

3 identicon

Njóttu þín á Sigló.

Kveðjur frá Dalvík, Valgerður

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já ég fór einn rúnt í göngin og kláraði þetta he he

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk Valgerður mín þú ert svo sannarlega á vinlistanum fyrir árið 2008,,,, ég mun hitta þig .

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband