Föstudagurinn langi

Ég var að velta fyrir mér áðan hvað föstudagurinn langi hefur breyst frá því að ég var krakki. Þá voru Passíusálmarnir lesnir í útvarpinu og kristilegar myndir af píslargöngu Jesú og krossfestingum á Golgata sýndar í sjónvarpinu og hafði mamma alltaf fiskur á boðstólnum. Í dag er föstudagurinn langi að kveldi kominn og heyrði ég Megas lesa passíusálmana í útvarpinu, en fyrir þá sem ekki vildu hlusta á það var hægt að velja úr ótal útvarpsrásum með öðru efni. Ég sá líka krossfestingar, en að þessu sinni voru þær ekki leiknar heldur frétt um fisksalann sem var að láta krossfesta sig í að mig minnir 15 sinn, en líkt og áður var hægt að skipta um rás ef þjáningarnar hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. En þar sem ég er stödd hjá mömmu og pabba fékk ég líkt og í denn góða gratíneraða fiskinn í kvöldmatinn.

Föstudagurinn langi er dagur sem ég nota til að íhuga og slaka á og fara yfir það hvaða hlutir það eru sem skipta mig raunverulega máli. Ég fer alltaf í kirkju á föstudeginum langa á Siglufirði, en ekki til að hlusta á passíusálmana lesna upp heldur til að fara á fund með honum Ella mínum og hitta góða félaga og kom Sturla með okkur í dag. 

Ég komst að því í dag í mínum einkapælingum að nú er kominn er tími til að slaka sér enn frekar á. Um áramótin ákvað ég að árið 2008 yrði ár vina og fjölskyldu. Ég er markviss búin að heimsækja vini og félaga og verja meiri tíma með fjölskyldunni, sem ég hef ekki gert of mikið af á liðnum árum sökum vinnu... en HALLÓ!  Mitt mottó í lífinu hefur verið "að lifa lífinu lifandi". En ég hef stöðugt þurft að minna mig á það að LIFA er fyrir það fyrsta alls ekki sjálfgefið og svo hitt að það er ekki heldur að kafkeyra sig í vinnu og vanrækja vini og fjölskyldu.

Fyrir nákvæmlega ári síðan tók ég ákvörðun um að trúlega væri kominn tími til að hætta hjá Rauða krossinum, sem hafði á vissan hátt verið mér lífið. Ég hætti þar síðasta haust og einhenti mér í háskólanámið og bíður mín útskrift í haust. Ég veit ekki hvað það er nákvæmlega, en í dag líður mér betur en mér hefur liðið árum saman, svo eitthvað er ég að gera rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Easter Basket  já, það var sko margt öðruvísi í den og ekki slæmt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Karl Tómasson

Mín kæra Herdís. Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, vara forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar, ofur dugnaðarforkur og síðast en ekki síst mamma og fjölskyldu kona.

Gleðilega páska.

Bestu kveðjur úr Tungunni.

P.s. bið að heilsa bassaleikaranum, hann kann nú örugglega nokkur CCR lög.

Karl Tómasson, 22.3.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Litla systir.Ég hef verið mjög hugsi síðan í gær hvað orðið FJÖLSKYLDAstendur fyrir, en þá varð atvik í fjölskyldu mannsins míns sem varð honum mjög erfitt og sárt.Fjölskyldan mín er það dýrmætasta sem ég á og mun eignast, hún er það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið.Ekkert kemur í staðin fyrir þá ást og umhyggju sem okkur er veitt af okkar nánustu og við veitum fólkinu okkar.Við hjónin vitum hvar við höfum hvort annað, það er eins og hann sagði við mig í gær, elskan mín við erum eitt, deilum saman bæði gleði, sorgum, erfileikum og öllu því sem lífið býður upp á.Ég þarf ekkert meira í lífinu en fjölskyldu sem elskar hvort annað þegar upp koma erfileikar, fjölskyldu sem tekur einlægan þátt í velgengni, fjölskyldu sem tekur hvort öðru með göllum og kostum án skilyrða, fjölskyldu sem fyrirgefur mistök, VITI MENN ÞETTA ER FJÖLSKYLDAN MÍN.Elskurnar mínar ég er lánsöm að tilheyra þessari fjölskyldu, við Doddi við erum heppin að eiga hvort annað, börnin okkar og barnabörn.Kveðja Kristín systir

Kristín Sigurjónsdóttir, 22.3.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband