Útskriftarferð í ríki Vatnajökuls

on the top of the pops

Ég var að koma heim af frábæru námskeiði í stjórnun friðlanda með áherslu á Vatnajökulsþjóðgarð. Námskeiðið sem er mitt síðasta í náminu var haldið var í Reykjavík og í nágrenni Hafnar í Hornafirði og má því segja að þetta hafi verið útskriftarferð mín, í ríki Vatnajökuls. Fyrsti dagur námskeiðsins var haldinn í Reykjavík í Öskju og kom stóri jarðskjálftinn í lok dags og verður það augnablik lengi í minnum haft.

Síðan fórum við saman út í óvissuna frá Öskju í bítið á föstudagsmorgninum. Hópurinn var hress og kátur og brunuðum við á Klaustur og hittum starfsmenn Kirkjubæjarstofu og sveitarstjórann Bjarna. Það var áhugavert að heyra þetta sýn á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og eins annarra heimamanna sem við hittum um helgina. Að fá þeirra sýn á hvernig þau sjá þjóðgarðinn nýtast svæðinu og hvernig best væri að friða náttúruperlur og ganga um auðlindina með sjálfbærum hætti. Hjalti bæjarstjórinn á Höfn kom og hitti okkur í Nýheimum á laugardagsmorgninum og fengum við tækifæri til að ræða við hann eftir fyrirlestur hans um aðkomu bæjarfélagsins og hlutverki svæðisráðs þjóðgarðsins. Við fengum líka kynningu á starfsemi Háskólaseturs á Höfn og verkefninu "Í ríki Vatnajökuls WOW!

Þetta var hálfgerð óvissuferð þar sem ekki hafði verið mikill fyrirvari til undirbúnings og dagskráin opin. En þeir Mummi og Þorri stóðu sig vel og fengum við m.a. að upplifa Skaftafell, Jökulsárlón. Við fórum  margoft upp á Vatnajökul á ýmsum stöðum sem var yndislegt því veðrið var dásamlegt alla helgina. Við fórum í Þórbergsstofu í bátsferð, borðuðum humar á Höfn og lambakjöt uppi á fjöllum og enduðum í heitum laugum eftir góðan göngudag með Dúdda.

Ég er að byrja á skýrslu vegna námskeiðsins sem ég þarf að skila af mér fyrir fimmtudag og hver veit nema ég skrifi þá um mína sýn á málefni Vatnajökulsþjóðgarðs. En þangað til læt ég þessar myndir duga.

IMG_7743

Kirkjubæjarstofa

IMG_7834

c_users_herdis_pictures_2008_a_skoli_fridud_svaedi_fostudagur_img_7844.jpg

jökulsárlón

IMG_7892

herdis og sigrun maria

 

IMG_8302

IMG_8317

IMG_8368

IMG_8372

IMG_8327

IMG_8341

IMG_8402

IMG_8398

Mummi og námsmeyjarnar

IMG_8478

IMG_8502

IMG_8501

IMG_8504

IMG_8505

IMG_8506

Harald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið mega gaman sýnist mér.  Gott að ferðast um íslenska náttúru.  Hér er svona allt að róast held ég, en er að vinna í hræðslunni.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Mættir þú nokkuð ísbirni?

Vilborg Traustadóttir, 3.6.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já yndislegt umhverfi hálfnafna og gott að þetta er allt að koma hjá þér... ég fór á fund á Selfossi í dag, en varð að bruna heim og komst því ekki í heimsókn í þessari atrennu. 

nei Vilborg því miður ... en sástu fjallabílinn og brattann?

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Velkomin heim úr óvissuferðinnihvenær ætlaðu að koma í gönguferð á fjöll með okkur Immu?   sjáumsttttttttttttt

Guðrún Indriðadóttir, 3.6.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk Rúna mín ég fer að koma með... í alvöru!  Nú er ég loksins komin á ról .

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.6.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he já auðvitað sá ég það. Minna mátti nú sjá!!!

Vilborg Traustadóttir, 4.6.2008 kl. 20:22

7 identicon

Ohhh hvað ég hefði viljað koma með ykkur! Þetta lítur út fyrir að hafa verið rosalega gaman

Beta (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband