Kennari úr Varmárskóla í Mosfellsbæ hlaut menntaverðlaun

Íslensku menntaverðlaunin afhent

Það var hátíðlegt í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ í gær þegar íslensku menntaverðlaunin voru hafhent. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin í fjórða sinn. Verðlaunahafar voru fjórir og var ég að rifna úr stolti yfir einum verðlaunahafanum, honum Halldóri Björgvini Ívarssyni sem er kennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Hann fékk verðlaun í flokknum " Ungt fólk sem við upphaf kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt". Það hefur hann Halldór svo sannarlega gert, en fyrir utan það að vera dáður af nemendum sínum og samstarfsmönnum hefur hann sett upp samfélagsfræðivef á netinu sem allir geta nýtt sér í kennslu og námi. Á síðunni stendur m.a. "ÉG GET ÆTLA OG SKAL, nám er vinna sem er þess virði að standa sig í". Það er góð speki og verður gaman að fylgjast með unga kennaranum okkar sem er orðinn svo miklu meira en efnilegur. Við erum lánsöm í Mosfellsbæ að eiga stóran hóp af metnaðarfullum kennurum og starfsfólki í skólunum og bera öll frumkvöðla og þróunarverkefni skólanna þess glöggt vitni.

Aðrir verðlaunahafar voru: Hvolsskóli í flokki skóla, Arnheiður Borg í flokki kennara og Pétur Hafþór Jónsson úr Austurbæjarskóla í flokki námsefnishöfunda.


mbl.is Menntaverðlaunin afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband