Kvennahlaup í rigningu og yndislegt brúðkaup Hreiðars og Elísabetar

kvennahlaupið í Mosfellsbænum 2008 

Gærdagurinn var yndislegur. Fyrst fórum við stelpurnar í kvennahlaupið hér í Mosfellsbænum eins og alltaf og var þvílíkur fjöldi sem tók þátt. Ég tók svo einn Skype fund við Ásthildi samstarfskonu mína út af hluta af meistaraverkefninu mínu, en hún er í skóla í Ameríku. Þvílíkt þægilegt blessað Skypið.

Brúðkaupið á hæðinni

En þá var komið að því! Brúðkaupinu sem næstum varð ekki af vegna "á hæðinni". En Hreiðar náði að staðfesta kirkjuna og allt gekk upp. Nú ég varð mér til skammar eins og alltaf og grét úr mér augun í Lágafellskirkju, æi ég er bara svona mikil blúnda og græt yfir fallegum söng og hvað er fallegra en yndislegt fólk að ganga í hjónaband.

Síðan fórum við í veisluna með góðum vinum og ætlaði ég að sitja á mér og sleppa ræðunni og myndatöku. Þær SMS skólasystur sáum um veislustjórnina og stóðu þær sig vel í því sem og brúarmeyjuhlutverkinu. Ég náði náttúrulega ekki að halda út þetta ekki ræðu/myndatöku... veit ekki hvernig mér dettur það í hug og er að hugsa um að hætta bara að ákveða svona rugl. En það var nefnilega svo að ég fékk ríkishlutverk á leiðinni í brúðkaupið. Ég fékk afhentan pakka frá fræðslunefndar-Helgu sem vinnur í fjármálaráðuneytinu sem ég átti að afhenta brúðhjónunum. Pakkinn var frá samninganefnd ríkisins og var ég því orðin sérlegur sendifulltrúi þeirrar nefndar og sem fyrrverandi ríkisstarfsmaður tók hlutverkinu mjög alvarlega. Hún Elísabet er nefnilega að vinna hjá Ríkissáttasemjara og því hafa fulltrúar þessarar ágætu nefndar hitt hana Elísabetu reglulega, mánuðum, árum og sumir áratugum saman. En ég fékk náttúrulega frítt spil varðandi ríkispakkann og sagði að Hreiðar væri lukkunnar pamfíll ...karlarnir í samninganefndinni hefðu örugglega allir viljað vera í hans sporum.

Orðin eitt

Vigdís, Konný, Gunni og Elli

Frú Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir og Elli minn

Besti Hljómur í heimi

Konný og Gunni

Herdís og Hreiðar nýgifti

Ofurskátar úr Mosverjum

Daði, Elísabet og Elli

Hamingjusöm hjón

Ekkert smá flott hjón

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið aldeilis gaman, til hamingju með vini ykkar.  Ég er eins og þú, græt í brúðkaupum, græt af gleði einni saman.  Auðvitað á skelegg kona eins og þú að tala á mannamótum.  Hafðu það gott mín kæra og knús í Mosó 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: abg

Bara að kvitta fyrir innlitið!

kk Birna

abg, 9.6.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Herdís endilega skilaðu góðri kveðju til Elísabetar og Hreiðars frá Kalla Tomm og Línu. Þau eru bæði sérstaklega viðfeldin.

Eva Hrönn, dóttir Elísabetar og Lína voru miklar vinkonur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm og Línu.

Karl Tómasson, 9.6.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband