Er loksins orðin sjálfboðaliði Rauða krossins

Punainen_Risti

Eftir að ég hætti að starfa sem verkefnisstjóri neyðarvarna og neyðaraðstoðar hjá Rauða krossinum síðasta haust hafði ég ætlað mér að gerast sjálfboðaliði. En vegna anna í skólanum varð svo ekkert úr því fyrr en mér bauðst að taka þátt í rekstrarstjórn Fatasöfnunar. Auk mín eru þar Þórir Guðmundsson fyrrverandi samstarfsmaður minn sem er formaður og Gunnar M. Hansson.

Nú höfum við fundið nýtt húsnæði fyrir starsemina og verður flutt í sumar út Gjótuhrauni í Garðabæ í Skútuvog 1. Gerður var langtímasamningur sem var mikill léttir því starfsemin hefur þurft að flytja fjórum sinnum á átta árum. Ég hef miklar taugar til þessa verkefnis því þá var ég svæðisfulltrúi deildanna á höfuðborgarsvæðinu og vann að því að koma verkefninu á laggirnar ásamt Hannesi Birgi Hjálmarssyni og Rauða kross deildunum. Ákveðið var að semja við Sorpu um móttöku fatnaðar sem hefur gengið mjög vel. Við fundum húsnæði fyrir móttöku og flokkun og vorum við þá einmitt að leita að húsnæði á þessu svæði við höfnina, en fundum ekkert hentugt og má því kannski segja að starfsemin sé komin heim. Fyrsta Rauða kross búðin opnuð við Hverfisgötu og fóru hjólin að snúast og á síðasta ári störfuðu 130 sjálfboðaliðar við verkefnið.  En það er skemmtileg tilviljun að þegar verkefnið byrjaði var ég starfsmaður verkefnisins en hann Örn Ragnarsson sem nú starfar sem verkefnisstjóri fataflokkunar var sjálfboðaliði, já svona geta hlutirnir snúist við.

Næstu skref okkar rekstrarstjórnarinnar er að leita leiða til að efla enn frekar þetta kröftuga starf enn frekar og ekki síst sölu á fatnaði hér innanlands. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að verkefninu sem er umfangsmeira en margir átta sig á. Auk flokkunar og úthlutunar eru nú starfræktar verslanir með notuð föt á Laugavegi í Reykjavík og við Strandgötu í Hafnarfirði. Það sem af er þessu ári hefur Rauði krossinn safnað um 440 tonnum af fatnaði. Langmest fer í sölu erlendis en annað er annað hvort selt hér heima eða úthlutað til þurfandi. Þannig hafa um 1,000 úthlutanir farið fram á vegum Fatasöfnunarinnar hér innanlands á árinu.

Ágóði af sölu fatnaðarins fer allur í verkefni á vegum Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands. Nú fara átta milljónir króna í verkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Tíu milljónum króna verður varið í neyðaraðstoð Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu þar sem hundruð þúsunda Sómala þjást af matar- og vatnsskorti í kjölfar harðnandi átaka og þurrka. Alþjóða Rauði krossinn sendi frá sér neyðarbeiðni í síðustu viku vegna ástandsins í Sómalíu sem er talið vera mesti harmleikur sem riðið hefur yfir landið á undanförnum áratug. Stór hluti íbúa er örmagna eftir langvarandi átök og erfiða lífsbaráttu, en þurrkar í landinu hafa nú enn aukið á neyðarástand þar.


mbl.is 18 milljónir fyrir föt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Flott stjórn.  Frábært fyrir Rauða krossinn að hafa þig með í hópnum.   Þið Þórir og Gunnar verðið ekki í vandræðum að rúlla þessu upp.

Marinó Már Marinósson, 11.6.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með þetta!

Vilborg Traustadóttir, 12.6.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

frábært elsku vinkona.  Þetta er örugglega í góðum höndum hjá ykkur Þóri. ég efast ekkert um það

Guðrún Indriðadóttir, 12.6.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband