Gömlu jólafötin ganga aftur

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt framundan og nú er það sparifatasöfnun sem ég ætla að taka þátt í. Ég ætla bæði að taka til í skápunum og taka á móti fötum á söfnunardeginum.

Fatasöfnun Rauða kross Íslands stendur fyrir sérstakri sparifatasöfnun í samstarfi við deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 22. nóvember. Hugsunin að baki átakinu er veita fólki möguleika á að kaupa góð jólaföt á mjög hagstæðu verði í verslunum Rauða krossins eða að fá sparifatnaði úthlutað. Allur hagnaður af sölu fatnaðarins rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.

Koma svo og taka þátt Happy, annað hvort með því að gerast sjálfboðaliðar brot úr degi, einn dag, já eða eða lengur og það innan eigin heimilis. Taka til í skápunum og skoða hvaða vel með farin föt eru ekki í notkun lengur og gætu komið öðrum vel. 

Tekið er á móti fötum í húsnæði Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 22. nóvember frá kl.11-15. 

Reykjavík, Laugavegi 120

Mosfellsbær, Þverholt 7

Kópavogur, Hamraborg 11

Hafnarfjörður, Strandgötu 24

Garðabær, Garðatorgi

Álftanes, Haukshúsið á Álftanesi

 

Nú er tækifærið að taka þátt og gefa af sér í orðsins fyllstu merkingu.

Sparifatas%C3%B6fnun-augl%C3%BDsing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður ekkert hér á Selfossi? veistu hvort ég get tekið þátt einhversstaðar, ég meina að auglýsa og taka á móti og færa ykkur svo afraksturinn í bæinn? I'm game  það væri hægt að birta fréttatilkynningu ókeypis í staðarblöðunum hér á Selfossi þau koma út 20.nóv. Vertu í bandi knús

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Kæra skólasystir ég er búin að taka alla skápa hjá mér og skila til Rauða krossins. Fór í gegnum öll barnafötin og lét allt fara sem eitthvert notagildi hafði bæði spariföt og hversdags.

Hef verið frekar dugleg í að koma fötum í endurnýtingu (virðist sem þau minnki með árunum).

Sjáumst við ekki á fjármálaráðstefnunni?

Kveðja úr slabbinu

Bjarkey Gunnarsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ég er sjálfboðaliði í Hafnarfjarðardeild, á Laugardögum tek ég að mér sjálfboðastarf í Læk, athvarf fyrir þunglinda og þá sem eiga eitthvað erfitt, þetta starf gefur mér mjög mikið, ég hreinsa skápanna hjá mér reglulega og fer með í Rauða krossinn

Sigurveig Eysteins, 11.11.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Já... ég gleymdi ég er líka sjálfboðaliði  í ný stofnaðri áfallahjálparteimi Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins,

Sigurveig Eysteins, 11.11.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband