Áhrif erlendra tungumála

Á íslensku má alltaf finna svar

og orða stórt og smátt sem er og var,

og hún á orð sem geyma gleði og sorg,

um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

 

Á vörum okkar verður tungan þjál,

Þar vex og grær og dafnar okkar mál.

Að gæta hennar gildir hér og nú,

það gerir enginn - nema ég og þú.

Þetta ljóð Jónasar Hallgrímssonar er það sem Sædís Erla hefur sungið hér heima í Rituhöfða 4 að undanförnu, en þau hafa verið að syngja það í tilefni dagsins, dags íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Dagur íslenskrar tungu er afar mikilvægur að mínu mati. Að fjalla um tungumálið og söguna og t.d. að velta því upp hvernig önnur tungumál hafa áhrif á málið, sem er gömul saga og ný. Við notum fjölmörg dönsk orð í daglegu máli, gömul orð sem við jafnvel teljum alíslensk, þangað til við lærum heyrum þau á dönsku. 

Það var gaman að sjá þáttinn með Eyvöru Páls í gær og sagði sonur minn sem hlustaði á þau Eyvör og Jöggvan syngja á Færeysku, "vá ég skil hvað þau eru að segja, þetta er bara eins og íslenska". Já vinir okkar og frændur Færeyingar. Þegar ég var að vinna á Norrænu gat ég alveg talað við Færeyinga og eins var auðveldlega hægt að lesa blöðin, en erfitt fannst mér samt að taka neyðaræfingarnar, rýmingaræfingarnar sem haldnar voru vikulega á færeysku. En eftir á, þá er ég nokkuð ánægð með þá, að hafa haldið sig við móðurmálið í stað þess að hafa þetta á dönsku.

En talandi um erlend áhrif. Nú færist í vöxt að kenna á erlendum tungumálum í háskólum landsins. Námið mitt, það sem ég er að ljúka við núna í umhverfis- og auðlindafræðunum fer til að mynda allt fram á ensku. Það var fjári erfitt á köflum og sérstaklega þegar maður hafði ekki lært grunninn í faginu á íslensku, en þá fór maður bara í bóksölur og náði sér í menntaskólabækur í hagfræði og öðru og las á íslensku og þá kom þetta. Þetta er einmitt ástæða þess að mikilvægt er að þeir sem hafa önnur tungumál sem grunn og koma hingað til lands fái að halda áfram að byggja ofan á sitt eigið tungumál samhliða íslenskukennslunni, að halda undirstöðunum traustum.


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tungumálið heldur þjóðinni saman. Allir þurfa vera vel á verði að hlúa að því.

Eitt er það líka sem ber að gæta, að þeir útlendingar sem flytja til Íslands verða að fá góða kunnáttu í málinu svo það verði ekki eins og í Malmö og víðar í Svíþjóð.  Þar er sú tilfinning að þú sért í austurlöndum. Því  þá er það bæði tungumál og klæðaburður sem gerir það að verkum, að Svíþjóð er víðs fjarri.  Sá frétt í Sænsku blaði  að Svíar og 'Islendingar tækju á móti 200 manns núna á næstunni þá verðum við líka að vera dugleg að kenna þeim góða íslensku.

j.þ.a. (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Algjörlega sammála því að við eigum að kenna þeim sem hingað flytja góða íslensku og rétt hjá þér, hún er límið.

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.11.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér og takk fyrir  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband