Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Meiri tíma fyrir mig

1mai_auglysingMér fannst ágæt 1. maí auglýsingin frá VR, sem er mitt félag. Hún hreyfði við mér og örugglega fjölmörgum öðrum. Auglýsingin sýnir barn með kröfuskilti sem á stendur "meiri tíma fyrir mig".

Ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera. Að fækka vinnustundum og verja meiri tíma með börnunum okkar. Við hjónin höfum bæði unnið úti frá börnunum okkar þremur sem við áttum á 11 ára tímabili. Það var mikill munur þegar við áttu þá yngstu 2003 að hafa tækifæri til að vera lengur heima og ekki síst það að þá gátum við verið bæði heima og sú stutta átt meiri tíma með pabba sínum og veit ég svo sem ekki hvort það er þess vegna sem hún er svona mikil pabbastelpa en það hefur örugglega hjálpað til.

1. maí baráttudagur verkafólks skipar stóran sess í lífi margra. Kröfuganga niður Laugaveginn og útifundur á Ingólfstorgi. Í ár verður hann haldinn undir yfirskriftinni "Treystum velferðina". Ég sá líka að VR mun leggja það fjármagn sem annars færi til kaffiveitinga á 1. maí til velferðarmála til hagsbóta fyrir félagsmenn, sem er vel til fundið.

Kristín systir og amma með litla SjonnalinginnFjölskyldan skiptir miklu máli og bættu þau Halla og Sigurjón við enn einum hluthafa í stórfyrirtækið Siglo-group í gær. Við erum öll að springa úr grobbi yfir honum og ekki síst amma Kristín sem sést á myndinni með litla Sjonnalinginn. Sýnist okkur svona við fyrstu skoðun að beri bara þó nokkurn Siglo-group svip.

En nú erum við Rituhöfðafjölskyldan að að fara í bæinn til að taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta þess að vera saman. 


Geir H. Haarde forsætisráðherra 13. maí

Ghh_2006

Ég horfði á Kastljósið í gær þar sem Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var í viðtali. Mér fannst þeim takast að draga fram persónu Geirs með viðtölum við ýmsa aðila og hann sjálfan og stóð hann sig vel, enda frábær maður og mikill leiðtogi þar á ferð.

Það eru mörg ár síðan ég kynntist Geir og strax í upphafi fann maður hvað hann er heill og traustur og einstaklega þægilegur í samskiptum. Það er alveg sama við hvern hann er að tala hann kemur alltaf fram við fólk af virðingu sem er að mínu mati mjög mikilvægur persónueiginleiki. Hann sló algjörlega í gegn á árshátíð hjá okkur Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum, enda Geir mikill söngmaður og stórskemmtilegur. Hann studdi okkur líka vel í kosningabaráttunni síðasta vor og tók ég eimnitt bloggmyndina af þeim Geir og Þóreyju dóttur hennar Elínar Reynis á þeim tíma. 

geir_thorey 

Geir hefur góða menntun og mikla reynslu og var gaman að sjá stjórnmálaferil hans tekinn saman í Kastljósþættinum í gær. Það er ljóst að hann hefur eflst með hverju verkefninu og hefur hann staðið sig vel í þessari fyrstu alþingiskosningabaráttu sem leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Hann nýtur trausts fólksins í landinu sem kemur mér ekki á óvart enda er ekkert mannlegt Geir óviðkomandi.

Á þeim tíma sem Geir og Þorgerður Katrín hafa verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur maður merkt einbeittann vilja þeirra til að virkja flokksfélagana um allt land. Það kom vel fram að landsfundinum hvað mikil sátt ríkir um forystuna og stefnumálin. Kosningabaráttan sem hófst strax að loknum landsfundi hefur verið jákvæð en að sumra mati of litlaus. Að mínu mati þá hefur baráttan farið ágætlega fram og þá helst að stjórnarandstaðan sé að reyna að draga úr trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins í ýmsum málaflokkum, sem hefur lítið virkað og er maður farinn að heyra kunnugleg yfirboð hinna flokkanna í fjölmiðlum.

Staða Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sannarlega sterk í dag, en þó má hvergi slaka á í lokabaráttunni og verðum við að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram leiða ríkisstjórnina þann 13. maí. Geir lýsti ástæðunni fyrir mikilvægi þess vel í lokaorðum setningarræðu sinnar á landsfundinum, þar sem hann sagði.. "Við höfum byggt traustan grunn á síðustu árum, lagt grunninn að frekari framförum íslensku þjóðarinnar. Framundan eru nýjar áskoranir, ný tækifæri - nýir tímar".

 

 

 


out of office

110_F_31467_qtuDeathdwNgcvifxGZsKlCeRWyuMI

Ég byrjaði að vinna aftur í gær eftir tveggja mánaða veikindaleyfi, ég ætlaði að taka out of office af en hef greinilega skellt mér í nýtt frí Cool því Katrín María vinkona mín á Króknum fékk þetta sent frá mér þegar hún sendi mér póst í gær.

I will be out of the office starting 30.04.2007 and will not return until 01.05.2007.

....you can contact Helga if urgent.. enda mikilvægt að bjóða fólki að hafa samband við hana Helgu mína, svona ef fólk hefði þurft að ná í mig í nótt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband