Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Blóðgjöf er lífgjöf

Ég fékk tölvupóst áðan sem sagði frá því að blóðbankinn hefði tæmst af Rhesus mínus blóðflögum. Bréfið var ósk um að fólk færi að gefa blóð því lítill 2ja ára drengur væri mikið veikur af krabbameini og þyrfti slíkar blóðflögur á hverjum degi.

Mig langaði að nota tækifærið og hvetja alla til þess að gefa blóð, hvort sem þeir eru í + eða - blóðflokki, því það er fullt af fólki sem þarf á blóðgjöf að halda, bæði þessi litli drengur og fullt af öðru fólki því slysin gera heldur ekki boð á undan sér.

Hér eru upplýsingar um blóðgjöf af heimasíðu Blóðbankans:

Til að mæta þörfum samfélagsins, þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8-10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir.


Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir . Ef þú ert á aldrinum 18 - 60 ára, yfir 50 kg., heilsuhraust/ur og lyfjalaus getur þú gerst blóðgjafi. Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 65 ára aldurs.


Í hvert skipti sem þú kemur til að gefa blóð þarftu að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Þú þarft að fylla út heilsufarsskýrslu sem þú undirskrifar og samþykkir þar með að allar upplýsingarnar sem þú gefur upp séu réttar. Jafnframt samþykkir þú að gefa blóð.



Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsskýrsluna með þér og mælir blóðþrýsting og púls. Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóðbankans og á að tryggja öryggi bæði blóðgjafa og blóðþega. Starfsfólk Blóðbankans er bundið þagnarskyldu svo farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þér er velkomið að spyrja starfsfólk Blóðbankans spurninga hvenær sem er í blóðgjafarferlinu.

Þú gefur ekki blóð við fyrstu komu í Blóðbankann, þá er einungis tekið blóðsýni.

Karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti, konur á 4 mánaða fresti.


Blóðsöfnunardeildin fer reglulega í blóðsöfnunarferðir til að auðvelda blóðgjöfum að gefa blóð. Til að fá Blóðbankabílinn á þinn vinnustað eða í þitt sveitfélag sendið tölvupóst á blood@lsh.is og tiltakið nafn vinnustaðarins og fjölda starfsmanna.



 

 


Hörmuleg morð á hjálparstarfsmönnum

Ég fæ alltaf sting í hjartað þegar ég heyri um morð á hjálparstarfsmönnum Rauða krossins. Þetta eru félagar okkar sem vinna fyrir önnur landsfélög Rauða krossins sem telur 185 félög um allan heim. 

Hér er frétt um málið af heimasíðu Rauða kross Íslands.

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka þann 1. júní.

Sinnarasa Shanmugalingam (32 ára) og Karthekesu Chandramohan (26 ára) höfðu báðir unnið árum saman í Batticaloadeild Rauða krossins á austurströnd Sri Lanka. Þeir höfðu sótt námskeið á vegum landsskrifstofu Rauða krossins í Sri Lanka í höfuðborginni Colombo og voru á heimleið ásamt fjórum starfsfélögum sínum þegar þeir voru numdir á brott. Lík þeirra fundust daginn eftir í Kiriella í Ratnapurasýslu í suðurhluta landsins. Ekki er vitað hverjir voru að verki.

„Við erum harmi slegin yfir þessum svívirðilegu morðum og sendum samúðarkveðjur til aðstandenda og samstarfmanna hinna látnu," sagði Neville Nanayakkara, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sri Lanka. Alheimshreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans skorar jafnframt á yfirvöld í Sri Lanka að hefja tafarlausa rannsókn á morðunum.

Rauði krossinn minnir alla aðila sem eiga hlutdeild í átökunum í Sri Lanka á að morð sem þessi eru brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. Starf mannúðarsamtaka beri að virða og tryggja verður að öryggi starfsmanna þeirra sé ekki ógnað. Rauði krossinn krefst að þess sé gætt að starfsmenn mannúðarsamtaka sem aðstoða óbreytta borgara og þá sem ekki taka lengur þátt í átökunum sé hlíft við árásum af þessu tagi og að þeir hafi óheftan aðgang til að sinna skjólstæðingum sínum á öruggan hátt.

Rauði krossinn mun halda áfram starfi sínu vegna átakanna í Sri Lanka og uppbyggingu í kjölfar flóðbylgjunnar miklu sem reið yfir landið annan í jólum 2004.

Engir sendifulltrúar eru nú að störfum í Sri Lanka fyrir Rauða kross Íslands en alls unnu fimm íslenskir sendifulltrúar að neyðar- og uppbyggingarverkefnum þar frá 2005-2006 vegna fljóðbylgjunnar.


mbl.is Hjálparstarfsmenn féllu í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt en satt

429798B

Það er magnað að svona gerist og vona ég bara að vel gangi með litlu krílin. Þau eru ekki stór tæplega sex merkur hvort um sig eru þrjú á við mína yngstu, hana Sædísi Erlu. Ég vona bara að þeim heilsist öllum vel og lungu þeirra séu orðin nægilega þroskuð og ekkert óvænt komi upp.

En það er vonandi að foreldrarnir fái einhverja hjálp við umönnun þeirra þegar heim verður komið, ég er hrædd um að það verði hamagangur á Hóli þegar allir fara að hlaupa.


mbl.is Eignaðist sexbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsta vinabæjarkeðja á Norðurlöndum

mynavel_asdis 099

Jæja þá er Ásdís Magnea komin heim eftir vikudvöl í Loimaa í Finnlandi þar sem hún tók þátt í vinnuskiptaprógrammi fyrir unglinga frá öllum vinabæjum Mosfellsbæjar.  Mosfellsbær er partur af keðju vinabæjar á Norðurlöndum og eru það Skien í Noregi, Uddevalla í Svíþjóð, Thisted í Danmörku og svo Mosfellsbær og Loimaa í Finnlandi. Vinabæjakeðjan er sú elsta á Norðurlöndum og upphaf hennar voru samskipti milli Uddevalla og Thisted 1939.

Ásdís kynntist mörgum jafnöldrum sínum frá hinum löndunum og voru þau saman á ljósmyndanámskeiði alla vikuna og gerðu ýmislegt annað skemmtilegt. Þau unnu svo áfram með ljósmyndirnar og héldu ljósmyndasýningu. Hún kom heim hróðug með ljósmyndirnar sínar, frétt úr bæjarblaðinu þar sem var sagt frá veru þeirra krakkanna í Loimaa og það sem mestu máli skiptir, reynslunni ríkari.

Stísa's pictures. Iceland 026_edited-2

Stísa's pictures. Iceland 610_edited-1

Stísa's pictures_edited-1

mynavel_asdis 132

mynavel_asdis 201

Stísa's pictures. Iceland 601


Börnin í fókus

img_1549

Ég hitti Önnu Ingadóttur kæra samstarfskonu mína hjá Rauða krossinum sem hefur verið í SAMAN hópnum í nokkur ár og fékk hjá henni kynningu á sumarverkefnum SAMAN hópsins 2007. Ég hengdi í mig grænt " börnin í fókus" merki sem ég hef borið alla vikuna og hafa margir spurt mig út í merkið.

Rauði þráðurinn í verkefnum sumarsins er:

Fjölskyldan saman með börnin í fókus, sýnum umhyggju í verki.

Þegar verkefnið var kynnt í vikunni tók nýi heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson þátt og ræsti herferðina og var hann barnakarlinn að vonum ánægður með störf SAMAN hópsins og ekki síst sumarverkefnin. Markmið SAMAN hópsins er að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Með jákvæðum skilaboðum er athyglinni beint að ábyrgð foreldra á uppeldi barna sinna og hvatt til samveru og jákvæðra samskipta fjölskyldunnar.

Ég er staðráðin í því að vera með börnin í fókus í sumar sem endra nær enda eru samverustundir fjölskyldunnar mikilvægar fyrir þroska og velferð barna. Sumarið er tími tækifæra fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman og safna góðum minningum og ætlum við Rituhöfðafjölskyldan ekki að klikka á því og er búið að plana ýmsar skemmtilegar ferðir í sumar.

Í sumar er SAMAN-hópurinn með eftirfarandi hvatningarorð til foreldra:

  • Vitum hvar börnin okkar eru og með hverjum
  • Virðum útivistartímann
  • Kaupum ekki áfengi fyrir yngri en 20 ára
  • Setjum tímamörk á tölvunotkun
  • Leyfum ekki eftirlitslaus partý eða útilegur

Gleðilegt sumar kæru bloggvinir með börnin, barnabörnin og barnabörnin í fókus


Ég fæ hroll

429917B

Þetta er nauðsynleg könnun sem Landsbjörg og fleiri gera árlega og hristir vonandi upp í þeim sem ekki nota réttan öryggisbúnað fyrir börn sín í bílnum.

Í könnuninni sem var gerð við 58 leikskóla víðs vegar um alndið var búnaður 1944 barna skoðaður og kom í ljós að 24 börn sátu fyrir framan öryggispúða, 86 eða 9,4% voru eingöngu í bílbeltum og 4,4% voru algerlega óvarin og þar að leiðandi í lífshættu á meðan á akstri stóð. Það er mjög mikilvægt að foreldrar hafi í huga að börn sem ekki hafa náð 150 cm hæð mega aldrei sitja í sæti með virkan öryggispúða því ef hann springur út getur hann verið þeim banvænn.

Ég hélt í alvöru að svona væri liðið en árlega fær maður vitneskju um að svo sé ekki.

Í umferðarlögum segir að ökumaður beri fulla ábyrgð á því að farþegar yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað. Geri hann það ekki má hann búast við að verða sektaður af lögreglu og að brot hans verði skráð í ökuferilsskrá. Sektin nemur 10.000 kr. á hvert barn sem er laust í bílnum.

 


mbl.is Börn í lífshættu vegna skorts á öryggi í bifreiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að koma sumar?

útilegan

Rituhöfðafjölskyldan ætlar að vígja nýja fellihýsið um helgina. Við ætlum að fara með nýstofnuðum ferðaklúbbi Sjálfstæðismanna og njóta þess að vera saman úti í náttúrunni. Þetta er sko alvöru ferðaklúbbur með ferðamálastjóra og allt og hér er lýsing hans af veðurspá helgarinnar:

Veðurklúbburinn á Dalvík hafði auðvitað rétt fyrir sér, veðurspáin fyrir helgina er fín eftir frekar svart útlit fram að þessu. Veðurstofan spáir milli 15 og 20 stiga hita í innsveitum um helgina og líklega þurru veðri og góðum möguleikum á sól. Siggi Stormur gerir enn betur og spáir 22 stiga hita. Þannig að ferðamálastjórinn er með hlýtt viðmót og sól í hjarta og er spenntur fyrir helginni.

Við ætlum í Skorradalinn og verður bara gaman að læra á græjuna. Þetta virtist eitthvað vera svo auðvelt, en við skulum sjá hvernig þetta gengur hjá okkur á föstudaginn. En við erum með reynsluboltum í för sem hægt er að kalla til ef illa fer og allt stefnir í að við verðum að gista í bílnum.


mbl.is Veðurhorfur næsta sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega þjóhátíð

fotbolti

Svíar geta haldið áfram að vera í þjóðhátíðarskapi yfir úrslitunum og við hin gerum bara eitthvað annað. Það var nokkur umræða um leikinn fyrir bæjarstjórnarfundinn áðan og var Gylfi meira að segja svo bjartur að halda að nú væri komið að jafnteflinu......en bara næst Whistling


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavædd löggæsla í miðborginni

24-7-2002-6067

Það stóð ekki á hugmyndasmiðum véfrétta í dag þegar farið var að tala um að einkavæða ætti löggæsluna í miðborginni. Ég heyrði nokkra grípa þetta á lofti og tala um einkavædda löggæslu en svo heyrði ég viðtal við Stefán Eiríksson lögreglustjóra þar sem hann sagði frá því að þetta væri enn allt á umræðustigi og ekki væri um að ræða dyravarðalögreglu að ræða heldur stuðning vegna ástands sem skapast vegna fjölmennis sem sækir skemmtistaði í miðborginni. 

Þetta er fín hugmynd enda eru skemmtistaðir opnir lengur en áður var og oft skapast verslunarmannahelgar ástand um helgar. Ég fagna nýjum hugmyndum í þessa veru og er ljóst að foreldrarölt breytir miklu í hverfum sem það er virkt og eru það ekki síst unglingarnir sem þakka fyrir nærveru foreldranna.


mbl.is Rætt við einkaaðila um öryggisgæslu í miðborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju pabbi og allir hinir

Skip við bryggju 1987

Ég vil byrja á því að óska pabba og öllum hinum núverandi og fyrrverandi sjómönnum til hamingju með daginn og fjölskyldum ykkar einnig.

Nú standa yfir hátíðarhöld um allt land og fylgist ég með á Siglufirði í gegn um frábæru síðuna hans Steingríms Lífið á Sigló og hinum öðrum fjölmiðlum. Flestir eru á því að ekki sé eins mikið púður í hátíðarhöldunum í dag og í gamla daga og tek ég undir það nema þá kannski helst í Grindavík og var auglýst fjölbreytt dagskrá alla sjómannadagshelgina. Ég sá meira að segja Sigurjón Veigar frænda minn á mynd í auglýsingunni, en hefur hann jafnan staðið sig vel í því að skemmta áhorfendum í Grindavík.

Þess dagur skipar stóran sess í mínu lífi og vorum við Jóhann bróðir til að mynda bæði skírð á sjómannadaginn, en þá voru sjómenn eins og pabbi í landi. Allir togarar og skip voru í hátíðarbúningi við bryggju og Við fórum alltaf í bæinn og tókum þátt í hátíðarhöldunum í sparifötunum með sjómannadagsmerki í barmi. Við fórum alltaf í sjómannadagskaffi og oft skemmtisiglingu og stundum fór pabbi með bæjarbúa á Sigluvíkinni.

Í ár ætla ég að fara til Hafnarfjarðar og taka þátt í athöfn við Suðurhöfnina þar um hádegi. Þá mun Steinunn Guðnadóttir formaður stjórnar gefa Fjölsmiðjuskipinu nafn og ætla ég ekki að missa af því. Þessi bátur er forsenda þess að hægt var að stofna sjávarútvegsdeildina við Fjölsmiðjuna og á eftir að breyta miklu fyrir ungmenni sem nú geta náð sér í reynslu í sjómennsku sem oft er krafist þegar sótt er um pláss á sjónum.

Við fjölskyldan skellum okkur kannski í siglingu með skipinu á eftir og hver veit nema hægt verði að ná sér í sjómannadagskaffi líka. 

 


mbl.is Sjómannadegi fagnað um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband