Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Ofnæmi allan ársins hring
15.6.2007 | 22:22
Já það er svo sannarlega ekkert grín að vera með ofnæmi. Fyrir rúmum tíu árum síðan fékk ég fyrst ofnæmi og varð að hætta að vinna við lífeindafræðina þess vegna. Ég fékk ofnæmi fyrir formalíni og í kjölfarið fyrir flestu sem hægt er að nefna, svo sem hundum, köttum, grasi, birki, rykmaurum, bóni, lakki, dún og ýmsu öðru. Ég man þegar frjóofnæmið bættist við, en þá var ég búin að vera með geltandi hósta tvö sumur í röð og verst í upphafi sumars og var það mikill léttir að komast að því hvað var að. Það jákvæða við rigninguna á sumrin er að þá er minna frjó í lofti, en ég er samt alveg til í að taka inn ofnæmislyfin mín og hafa sólina .
Verst af öllu er þó formalínofnæmið því þegar ég kemst í snertingu við formalín fæ ég fyrst roða á húð og eftir nokkra tíma fær ég svo hita og eftir nokkra daga exem. Ég var búin að vera með mallandi formalín"flensu" í um ár áður en ég gafst upp á rannsóknastörfunum á Keldum og fór að vinna hjá Rauða krossinum. Ég reyni að forðast allt sem ég veit að gæti valdið mér óþægindum og valdi allt byggingarefni m.t.t. þessa þegar við byggðum. Mér tekst samt þrátt fyrir ofnæmið að lifa eðlilegu lífi og tek bara ofnæmislyfin ef ég "rekst" á dýr eða frjó en það dugar ekkert á efnaofnæmið hvernig sem stendur á því. Ég man að ég fór eitt sinn á ferjuslysaæfingu og þurfti að sofa í herbergi sem var nýbúið að lakka og ekki stóð á viðbrögðunum, óbærilegur hausverkur með tilheyrandi hita og slappleika. Svo fær maður ofnæmisþynnku og er nokkra daga að jafna sig.
Það má segja að lífsgæði ofnæmisgemmsa séu skert eins og flestra þeirra sem þurfa að lifa við langvarandi sjúkdóma og fötlun, en ég bind miklar vonir við að þetta lagist hjá mér þegar ég eldist og ónæmiskerfið fer að slappast .
![]() |
Frjókornamælingar gagnast ofnæmissjúklingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.6.2007 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tökum hart á ökuníðingum
15.6.2007 | 10:47
Það hafa verið tíðar fréttir af hraðakstri bifhjólamanna og slysum undanfarið. Það er rétt að taka hart á umferðarlagabrotum og ætla ég ekki að efast um að Ólafur Helgi sýslumaður fylgi þessu máli eftir alla leið. Slæmt þótti mér hvað þessi ökumaður og félagi hans lögðu fjölmarga í hættu í þessu tilfelli með aksturslagi sínu sem leiddi til þess að hinn er alvarlega slasaður. En ekki þótti mér síður alvarlegt þegar ég las að viðkomandi ökumaður hafði verið tekinn nýlega með 13 ára barn sitt sem farþega á tæplega 200 km hraða. Tæplega góð fyrirmynd það, en pottþétt leið fyrir foreldri til að hvetja unglinginn til sama háttarlags í umferðinni.
Það er annað í þessum nýju lögum sem ég vona að eigi eftir að breyta miklu, en það er varðandi bráðabirgðaökuskírteinið. Nú tekur þrjú ár að fá fullnaðarskírteini sem síðan gildir til 70 ára aldurs.
Nú fær enginn fullnaðarskírteini nema hann fullnægi eftirtöldum skilyrðum:
a. hafi haft bráðabirgðaskírteini samfellt í eitt ár, farið í akstursmat og fengið að því loknu staðfestingu ökukennara þar að lútandi,
b. hafi ekki á síðustu 12 mánuðum fengið punkt í punktakerfi vegna umferðarlagabrots eða á sama tíma verið án ökuréttar vegna akstursbanns eða sviptingar.
Sem sé fullnægi byrjandi ekki þessum skilyrðum að þremur árum loknum er hægt að endurnýja bráðabirgðaskírteinið, en annars er gefið út fullnaðarskírteini.
Byrjandi, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn skv. 51. gr. og sviptur er ökurétti, öðlast eigi ökurétt að nýju að loknum sviptingartíma fyrr en hann hefur sótt sérstakt námskeið skv. 106. gr. a og staðist ökupróf að nýju.
Einnig er hægt að beita akstursbanni en í lögunum stendur:
Lögreglustjóri skal banna byrjanda, sem hefur fengið bráðabirgðaskírteini í fyrsta sinn, að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagabrota. Akstursbanni skal eingöngu beitt einu sinni á gildistíma bráðabirgðaskírteinis.
Með akstursbanni eru afturkölluð ökuréttindin sem bráðabirgðaskírteinið veitir. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt sérstakt námskeið og staðist ökupróf að nýju.
![]() |
Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kolefnisjafnaðu flugferðir þínar
15.6.2007 | 08:59
Ég fékk sendan þennan póst frá Icelandair þar sem mér var boðið upp á að kolefnisjafna flugferðir mínar, sem er jákvæð viðbót við grænbílaátakið.
Nú geta allir farþegar okkar kolefnisjafnað flugferðir sínar með einföldum hætti. Við höfum reiknað út hversu mikið koldíoxíð (CO2) að meðaltali tengist flugi hvers farþega til allra áfangastaða okkar. Á vefsíðum okkar býðst þér að greiða framlag til Kolviðarsjóðsins sem verður notað til að planta trjám á Geitasandi á Suðurlandi, fyrsta skógræktarlandi Kolviðar.
Framlagið er breytilegt eftir lengd flugsins hverju sinni og nemur kostnaði við að planta nógu mörgum trjám til að kolefnisjafna ferðir þínar.
Mikið hefur verið rætt að undanförnu um svokölluð gróðurhúsaáhrif. Notkun jarðefnaeldsneytis, eyðing skóga og jarðvegseyðing eru talin vera helstu orsakavaldar aukins magns gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, sem aftur leiðir til hlýnunar. Koldíoxíð (CO2) er að magni til talin ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin.
Ein leið til að stemma stigu við þessari þróun er að binda kolefni í jörðu með ræktun trjáplantna. Með því að binda kolefni úr koldíoxíði (CO2) andrúmsloftsins með skógrækt verður til súrefni.
Við erum stolt af að vera með í þessu mikilvæga verkefni og skorum á alla okkar farþega að kynna sér málið og taka þátt í því með okkur!
Góða ferð með Icelandair og Kolvið!
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðum Icelandair og Kolviðs.
Áfangastaður | Kolefnisjöfnun |
pr. farþega (kr)* | |
Amsterdam | 513 |
Baltimore/Washington | 1054 |
Barcelona | 669 |
Bergen | 384 |
Berlín | 555 |
Boston | 954 |
Frankfurt | 584 |
Gautaborg | 470 |
Glasgow | 356 |
Halifax | 783 |
Helsinki | 584 |
Kaupmannahöfn | 513 |
London (Heathrow) | 513 |
Madrid | 755 |
Manchester | 441 |
Mílanó | 655 |
Minneapolis - St. Paul | 1082 |
München | 627 |
New York (JFK) | 1025 |
Nuuk | 555 |
Orlando (Sanford) | 1324 |
Osló | 427 |
París | 570 |
Stokkhólmur | 498 |
*krónutalan miðast við báðar leiðir (fram og til baka)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mest myndaða kona sögunnar
14.6.2007 | 22:01
Ég man líkt og gerst hafi í gær þegar Díana prinsessa dó í bílslysi í París í ágúst 1997.
Dauði Díönu var heimsfrétt, enda höfðu fjölmiðlar fylgst með hverju fótmáli Díönu frá því að hún trúlofaðist Karli Bretaprinsi og giftist síðan með pompi og prakt. Hún var mest myndaða kona sögunnar og voru ófáar myndir teknar af henni í þróunarlöndunum en var hún ötull talsmaður þeirra sem minna máttu sín og lét hún sig málin varða. Hún var ótrúlega heillandi persóna sem vissulega hafði mikil áhrif á marga og bar ég alltaf mikla virðingu fyrir henni og var ég slegin eins og flestir aðrir við skyndilegan dauða hennar. Ýmsar kenningar voru um að hún og Dodi Fayed hefðu verið myrt, en í fyrra var gefið út eftir níu ára rannsókn að Díana prinsessa hefði dáið af slysförum og hrakti það allar samsæriskenningar um að þau hefðu verið myrt, enda var bílstjórinn fullur.
Hún Díana átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Þrátt fyrir að hún kæmi jafnan fram brosandi, svo sjálfsörugg og glæsilegt, kom seinna í ljós að hún barðist við þunglyndi, átröskunarsjúkdóm og sjálfsmorðshugsanir. Ég man hvað það hafði djúpstæð áhrif á marga, þegar hún opinberaði þetta og hjónabandserfiðleika sína í sjónvarpsviðtali. Með því tókst henni að beina kastljósinu að þessum sjúkdómum og því að allir, meira að segja prinsessur, gætu átt við slíka erfiðleika að etja.
![]() |
Bretaprinsarnir segjast hlakka til minningatónleikanna um móður þeirra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tveir fjölskyldumeðlimir byrjuðu í nýrri vinnu í dag
14.6.2007 | 20:38
Já það er ágætt atvinnuástand um allt land, sem betur fer. Tveir af fimm fjölskyldumeðlimum Rituhöfðafjölskyldunnar byrjuðu í nýrri vinnu í dag. Elli byrjaður í nýju vinnunni hjá Nýsi og Ásdís Magnea farin að framleiða báta á Subway, Sturlu bróður hennar til mikillar ánægju, en hann vildi helst af öllu borða þar í öll mál.
![]() |
Almennt gott atvinnuástand á svæði Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Víkinga-sveitin
13.6.2007 | 12:12
Mikið er ég stolt af þessum norsku víkingum frændum okkar, sannkölluð víkingasveit þar á ferð. Þetta er ekkert smá magn af eiturlyfjum, 273 kíló. Þetta voru 94 kg af amfetamíni, 160 kg af hassi, 16 kg af heróíni og 3 kg af kókaíni sem voru gerð upptæk í áhlaupinu og velir maður því fyrir sér hvað þetta sé há prósenta af heildarinnflutningi þarlendra eiturlyfjabaróna.
![]() |
20 handteknir og 273 kg af eiturlyfjum gerð upptæk í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Húsbíll
13.6.2007 | 11:32
Það er alltaf jafn furðuleg sjón að sjá svona stór hús flutt á bílum. Ég man þegar ég var krakki þá var ég stödd hjá afa á Akureyri þegar ég varð vitni að svona húsaflutningum. Það var stóra húsið sem ég sé alltaf þegar ég keyri inn í bæinn, með kvistum ekki svo ólíkt þessu en svo ótrúlega stórt og er ég viss um að fæstir átta sig á því að þetta hús var ekki byggt þar sem það stendur í dag.
Þessir flutningar á húsi númer 74 við Laugaveg eru umdeildir eins og kemur fram í fréttinni. Það er alltaf áhætta að flytja svona hús, en í þessu tilfelli gekk allt að óskum og vona ég að það eigi eftir að sóma sér vel við Nýlendugötu.
![]() |
Ekið með hús um borgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trolla-jökull
13.6.2007 | 10:28
Það er greinilegt á þessari mynd að töluvert er eftir af snjó á Tröllaskaga og kemur mér ekki á óvart. Á myndinni, sem MODIS-gervitunglið Terra tók í gær kl. 13., sést geislun sem mannsaugað nemur ekki. Hægt er að greina mun á ís og snjó annars vegar og skýjum hinsvegar (geislun frá snjó og ís birt með rauðum lit).
Það er ótrúlegt þegar maður keyrir á Siglufjörð yfir vetrartímann þá er nærri enginn snjór alla leiðina en þegar maður er í Fljótunum og nálgast Siglufjörð þá lendir maður í vetrarríki með töluvert miklum snjó. Enda hafa líka oft verið tímabil þar sem falla snjóflóð á Siglufirði og Vestfjörðum, en ekkert á öðrum svæðum á landinu.
En svo eru sumrin náttúrulega best fyrir Norðan. Nú fer að styttast í það að ég fari Norður og veit ég ekkert dásamlegra en að vera úti í garði eða á göngu í kring um miðnætti þegar fjörðurinn er spegilsléttur og fagur svo ég tali nú ekki um að ganga í fjörunni við bústaðinn á Borginni.
![]() |
Ísland séð utan úr geimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er þetta ekki algjör undantekning?
13.6.2007 | 10:04
Ég trúi bara ekki öðru en að þetta sé undantekning, en vissulega viðbjóðslegur viðskilnaður hjá þessu fólki. Það er náttúrulega ljóst að haldið hefur verið partý og síðan hefur liðið bara lokað hurðinni og farið heim án þess að velta því fyrir sér að moka út og þrífa. Ég er ekki sammála því að lausnin sé að banna ungu fólki undir tvítugu að leigja sér bústaði og láta alla hina þurfa að líða fyrir þessu svörtu sauði sem eru greinilega samviskulaus.
Ég fór nú að hugsa um aumingja fólkið sem hefur komið að bústaðnum í góðri trú um dásamlega daga í sveitasælunni, en í staðinn gengið í eitthvað sem rimar við síðasta orðið fyrir kommu.
Ég hef leigt þónokkuð marga bústaði í gegnum árin og aldrei lent í því að þurfa að byrja á því að þrífa og svo sannarlega að ég eigi aldrei eftir að lenda í því.
![]() |
Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mosfellskar stórsöngkonur
12.6.2007 | 21:46
![]() |
Diddú og Dísella bjarga tónleikum kvöldsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2007 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)