Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Ofviðrið eftir Shakespeare í Mosfellsbænum
31.8.2007 | 17:30
Ég fór á frumsýningu á Ofviðrinu eftir William Shakespeare, hjá ungliðum Leikfélags Mosfellssveitar um síðustu helgi. Hún Ásdís dóttir mín lék í leikritinu og stóðu krakkarnir sig einu orði sagt frábærlega. Þau fóru með mjög svo flókinn texta, sem þau skyldu ekki sjálf í byrjun og er maður ekki hissa á því, enda leikritið skrifað fyrir mörg hundruð árum síðan. Maður varð alveg agndofa þegar þau romsuðu út úr sér textanum og túlkuðu af mikilli innlifun og snilld.
Þau hafa verið að æfa í sumar undir leikstjórn Ólafs S. K. Þorvaldz, sem þau líta öll mikið upp, enda er hann frábær við þau. Hún Ásdís hefur tekið þátt í ýmsum uppfærslum á síðustu árum og er að byrja að æfa með leikfélaginu í vetur.
Ég hvet fólk til að fara mæta í bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ og horfa á efnileg mosfellsk ungmenni spreyta sig í leiksviðinu.
- 2. sýning verður laugardaginn 1. september kl. 14.00
- 3. sýning verður sunnudaginn 2. september kl. 14.00
Hér eru myndir sem ég tók á frumsýningunni. Sumar eru hreyfðar þar sem ekki mátti nota flass, en það gerir þær bara líflegri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ragnheiður að hætta sem bæjarstjóri
31.8.2007 | 00:02
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Ragnheiður sé að hætta sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar á morgun. Bæjarstjórnin hélt henni kveðjuhóf í Hlégarði í dag og sagði hún að dagurinn hefði verið erfiðari en hún hafði ímyndað sér. Mér þótti þetta ósköp erfitt og veit ég að svo var um marga aðra. Hún hefur verið farsæll bæjarstjóri, sem hefur látið til sín taka á öllum sviðum.
Ég útbjó "dag"blað fyrir hana Ragnheiði vinkonu mína og samstarfskonu í tilefni þessa tímamóta í lífi hennar. Blaðið heitir Bæjarstjórinn og verður það bara gefið út í þessu eina eintaki. Ég var að föndra við þetta eftir bæjarstjórnarfundinn í gærkveldi og svo á síðustu stundu í dag...en náði þessu. Forsíðan var með fréttum sem lýstu aðdraganda þess að hún varð bæjarstjóri. Fyrst prófkjör og síðan kosningarnar 2002, þegar við unnum bæinn. Í opnunni voru fréttir um það sem við höfum afrakað í meirihlutatíð okkar í bæjarstjórn, mál sem við getum öll verið stolt af. Þar í miðopnunni var einnig grein sem hún skrifaði sjálf og ber yfirskriftina "bærinn okkar Mosfellsbær". Á baksíðunni var hins vegar frétt um alþingismanninn Ragnheiði Ríkharðsdóttur og enda blaðið á bæjarstjóraskiptunum.
Mér þótti líka ástæða til að vera með aukablað sem ég kallaði Oddvitinn og lýsti í myndum ýmsu sem við sjálfstæðismenn höfum sprellað saman og baksíðan var tileinkuð jökkunum hennar Ragnheiðar en hún er mikil jakkakona og hikar ekki við að ganga í lit, þrátt fyrir að vera allt annað en litlaus kona .
Hún tók ákvörðun um að hasla sér völl sem alþingismaður og veit ég að hún á eftir a standa sig vel á þeim vettvangi. Ég veit líka jafnvel að Haraldur Sverrisson á eftir að standa sig vel sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Ég hef unnið með honum frá því að ég byrjaði að sýsla í sveitarstjórnarmálum fyrir níu árum síðan og verður líka gaman að vinna með honum sem bæjarstjóra.
Ég verð að láta þess mynd fylgja, en hún er ein af mínum uppáhalds. Hún var tekin á kosninganóttina 2002, þegar ljóst var að við Sjálfstæðismenn náðum hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Hún var tekin af Jóni Svavarssyni bloggvini mínum og var hann svo sætur að senda mér hana svo ég gæti notið.
Bæjarstjóraskipti hjá Mosfellsbæ um mánaðamótin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggmyndataka
30.8.2007 | 22:53
Ég er búin að átta mig á því að bloggmynd er ekki sama og bloggmynd. Ég skipti um mynd í gær og hef fengið töluvert margar ábendingar um að stutt-hára myndin mín hafi bara ekki verið ÉG því ég hafi verið svo alvarleg.... sem er gott, því það bendir til þess að ég sé meira brosandi en ekki .
Ég tók mig því til áðan með nýju DELL_una mína og skaut nokkrar nýjar með krökkunum. Hér eru nokkrar myndir og valdi ég eina þar sem ég er brosandi, en ekki veit ég hvort hún er ÉG.
Æi þessir gullmolar, við Elli minn erum ekkert smá rík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrsti skóladagurinn
28.8.2007 | 22:46
Þá er fyrsti skóladagurinn að kveldi kominn og verð ég að segja að veturinn leggst bara vel í mig.
Í morgun fór ég í fyrsta tímann í þáttum í umhverfis og auðlindafræði og munum við fara mikið í regluverk og tilskipanir er tengjast umhverfismálum. Ein stór ritgerð og fjórar litlar, hópverkefni og nokkur minni verkefni þannig að ekki verður maður verkefnalaus í vetur. Í bekknum eru fleiri Íslendingar en í fyrra og líst mér vel á hópinn. Á morgun byrja ég svo í vistfræðinni og siðfræði náttúrunnar í næstu viku.
Ég fór og sótti stúdentakortið og líka strætókortið og hver veit nema maður fari bara að taka út þjónustu Strætó í vetur.
Common sense
28.8.2007 | 15:41
Þetta er eins og sagt er "common sense", þ.e.a.s. þegar búið er að benda manni á það.
Ég var að tala við félaga minn um daginn sem er sérfræðingur í þessum málum. Hann sagði mér að vísindalegar rannsóknir sýndu að raunveruleg ástæða uppsagna væri í yfir 90% tilfella eru slæmir yfirmenn. Að það sé svo niðurdrepandi að ekki dugi að vinna í gefandi verkefnum. En þrátt fyrir að það sé ástæða þess að fólk hætti, sé það sjaldnast gefið upp í uppsagnabréfum fólks.
Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábær helgi, bæjarhátíð, frumsýning og ferming
28.8.2007 | 09:18
Helgin var heldur betur viðburðarrík hjá Rituhöfðafjölskyldunni.
Við héldum áfram að skreyta og skemmta okkur í túninu heima. Á föstudagskvöldinu var Salóme þorkelsdóttir gerð að heiðursborgara Mosfellsbæjar og er hún vel að því komin. Eftir hátíðlega athöfn í íþróttasalnum fórum við í brekkusöng í rigningunni. Myndir frá föstudeginum.
Á laugardeginum fór ég fyrst til Rikku og heimsótti svo Kristínu systur á spítalann. Við vorum ekki mjög vinsælar á stofunni, því við þurftum svo mikið að spjalla og sprella. Við áttuðum okkur á hávaðanum þegar sú við hliðina á Stóru svipti frá tjaldinu og horfði kvössum augunum á mig. Þá ákváðum við að kominn væri tími á nammi í sjoppunni. Við fórum svo og skoðuðum sýningar í íþróttahúsinu og var stærðfræðisýningin frábær. Við fórum í vöfflur hjá Rauða kross deildinni og kakó hjá skátunum og svo var haldið heim og partítjaldið reist í Rituhöfðanum. Um kvöldið fóru svo allir á ball með Gildrunni í Hlégarði eftir gott partí í Rituhöfðatjaldinu. Myndir frá laugardeginum.
Ásdís Magnea að lokinni frumsýningu.
Á sunnudeginum var frumsýning hjá frumburðinum. Ofviðrið eftir Shakespeare var verkið og leikurinn stórkostlegur. Það var magnað að sjá þessa krakka sem svo flókinn texta að þau þurfti þýðingar í byrjun. Þau romsuðu þessu út úr sér líkt og ekkert væri með viðeigandi tilburðum og tjáningu. Ásdís Magnea var frábær í sínu hlutverki og var gaman þegar hún las handritið í byrjun. Hún vildi þetta hlutverk og ekkert annað, en var að fara á Jamboree til Englands og fór þangað með krosslagða fingur og tær. Það dugði því hún fékk hlutverkið og þurfti því að taka skorpu þegar hún kom heim, því hin voru búin að æfa á meðan hún og hinir skátarnir sem tóku þátt voru á skátamótinu.
Guðrún og Magnús með strákana. Óla, Rínar og Sindra Mar
Eftir frumsýninguna fórum við síðan í fermingarveislu til frænda okkar. Það var Sindri Mar sonur Guðrúnar og Magnúsar sem ég leigði með eitt sinn sem var fermdur. Við náðum að hitta alla ættingjana sem ég hafði ekki séð um nokkurn tíma. Við misstum af ræðunni hjá Sindra sem ákvað að heiðra minningu afa sinna sem báðir eru látnir og fékk alla veislugesti til að setja upp litla borða í barminn, ótrúlega þroskaður og flottur strákur þar á ferð. Ég hitti Margréti sem sagði mér að hún væri að flytja í Mosfellsbæinn og sá ég í fyrsta sinn litla frænda minn hann Stefán Arnar son Höllu og er hann algjört gull og hún Halla alveg að njóta sín í botn með litla kútinn. Guðrún og Magnús voru að fara í veiði eftir veisluna og síðan pakk, pakk, pakk og aftur heim til Englands.
Sem sé dásamleg helgi með góðum vinum og fjölskyldu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gömlu góðu Stuðmenn fundust í túninu heima
24.8.2007 | 10:32
Í gær héldum við áfram að skemmta okkur "í túninu heima".
Rituhöfðabúar tóku sig til allir sem einn og skreyttu götuna sína GULA og eru nú allir gulir og glaðir. Ég sá bæjarstjórann Ragnheiði Ríkharðs nýbúa í Hrafnshöfðanum skreyta runnana sína með gulum slaufum og sá ég ekki betur en að hún væri með gula lögregluborða . Nei smá grín, svona má nú ekki segja um bæjarstjórann sinn. Sigrún missti sig og fór að úða trén sín gul og setti afmælishundinn Tinnu í Joe Boxer bol. Tinna var alsæl með þetta nýja vacum dress og sýndi gekk eins og fyrirsæta um alla götuna. Raggi hékk í ljósastaurum og Tóti í þakköntum og ég fékk gulu fínu seríuna (sem by the way var sérsmíðuð fyrir mig af Bymos fyrir hátíðina) með rússunum í litla sæta tréð mitt að lokum. Ekki er búið að fullklára skreytingarnar ennþá, enda sólarhringur í dómnefndina.... en ef þið lásuð ekki bloggið í gær... þá ætlar Rituhöfðinn að vinna skreytikeppnina árið 2007 .
Elli og Palli héldu áfram að helluleggja, en Elli passaði sig nú á því að nota gult hallamál því annars hefði hann verið gerður brottrækur úr götunni.
Þegar búið var að koma fyrir nokkrum kílómetrum af gulum borðum (ómerktum) á ljósastaura og í alla runna héldum við á tónleika með Stuðmönnum. Við vorum nú ekki í rónni þegar við mættum á svæðið, því við héldum að þar yrðu kannski sömu Stuðmenn og mættu á Landsbankatónleikana, en urðum voða fegin þegar við sáum og heyrðum að þarna voru mættir gömlu góðu Stuðmenn. Það rigndi lóðrétt sem gerist nú ekki á hverjum degi á Íslandi og má segja að um ansi þéttan úða hafi verið að ræða. Ég keypti mér gulan galla í Bymos og mætti ég svo bæjarstjóranum "illræmda" sem var í hinum gallanum. En ég frétti hjá Elísu að hún ætti einn pantaðan í dag, þannig að einkennisklæðnaður bæjarhátíðarinnar "Í túninu heima" 2007 verður regngalli frá Bymos. Að vísu keypti amma Binna sér einn gulan í Europris, en það er líka allt í lagi því hann var líka gulur.
Eins og á sannri útihátíð var keypt nammisnuð og splæsti mamman á alla stór Rituhöfðafjölskylduna og sögðu þær skvísurnar ekki orð í nokkurn tíma, sem er nú ekki alveg líkt þeim.
Það var mikið gaman á tónleikunum og fórum við Sædís Erla heim alsælar og mettar eftir að hafa fengið okkur pylsu og kók hjá Aftureldungu.
Að vanda voru teknar nokkrar myndir.
Stríð í Mosfellsbænum
23.8.2007 | 10:13
Búið er að lýsa yfir stríði milli hverfa í Mosfellsbænum. Ekki svona stríði eins og í denn á Sigló þar sem unglingar börðust í orðsins fyllstu merkingu fyrir ofan kirkjugarðinn, heldur litaþema skreytistríði sem stendur yfir á meðan á bæjarhátíðin okkar "Í túninu heima" er. Hátíðin hófst með hátíðar bæjarstjórnarfundinum í síðustu viku og stendur til næsta sunnudags.
Ég sá myndir frá Lindu Ósk vinkonu minni úr Grundafirði, þar sem þeir hafa verið með svona litaþema í mörg ár. Ég lagði því til að við í Mosfellsbæ gerðum slíkt hið sama. Nú Rituhöfðinn minn er í GULA hverfinu og varð ég heldur spæld með það því þegar ég lagði þetta til, þá fylgdi þeirri tillögu að mitt hverfi yrði Blátt .
En í morgun fékk ég svo senda mynd frá Klöru og Þresti sem eru í bláa hverfinu. Húsið við Krókabyggð númer 5 er nú glæsilega skreytt með fallega bláum borðum og sendi ég henni um hæl að Rituhöfðinn yrði með sérstakan skreytifund í kvöld og væru ýmsar hugmyndir í gangi. Gulir bílar í innkeyrslunni, að mála öll húsin gul, að fá gula tjaldborg frá Bónus og fleira og fleira. En við höfum sem sé eitt takmark, sem er að vinna götuskreytinguna 2007.
Mosfellsbær | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bíddu, hvaða heimsfaraldri?
23.8.2007 | 09:17
Ég átta mig ekki á þessari frétt. Við hvaða heimsfaraldri er verið að vara fólk? Er ekki bara verið að tala um að með ferðamáta nútímans ferðist fólk á "ljóshraða" milli landa og heimsálfa. Vegalengdir sem áður tók fólk vikur ef ekki mánuði að komast og ef fólk var veikt þegar það lagði af stað, var það trúlega komið í vota gröf áður en það komst á leiðarenda.
Ég held að réttara væri að tala um að WHO sé að benda fólki á hættuna og undirstrika. Tæplega er hægt að grípa til aðgerða líkt og hætta að fljúga og taka aftur upp siglingar milli til fólksflutninga. Þetta með hættuna er staðreynd sem mikilvægt er að hafa í huga og gengur áætlanagerð um viðbrögð við heimsfaraldri af völdum inflúensu einmitt út á að hafa viðbúnað þegar til heimsfaraldurs kemur.
WHO varar við hættunni á heimsfaraldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins 1998 - 2001
21.8.2007 | 15:01
Ég er brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins 1998 - 2001. Ástæða þess að ég skrifa um þetta núna er að ég var að hætta störfum hjá Rauða krossi Íslands áðan og fékk að gjöf blóm og skjöld með brjósti og titilinn brjóstmóðir höfuðborgarsvæðisins
Kveðjuathöfnin var haldin í hádeginu í dag og vorum við Linda Ósk og Jóhanna Ólafs allar kvaddar saman. Við eigum það allar sameiginlegt að vera fyrrverandi svæðisfulltrúar og voru það sprellararnir Jói Thor, Gulla og Gunnhildur sem sögðu svæðisfulltrúastarfið vera svona eins og að vera með svæðið á brjósti og útnefndu okkur því brjóstmæður. Við Linda Ósk byrjuðum á sama tíma, hún á Vesturlandi og ég á Höfuðborgarsvæðinu. Síðan tók ég við verkefnastjórastöðu í neyðarvörnum og neyðaraðstoð og Linda tók við mínu starfi hér á höfuðborgarsvæðinu. Við Linda Ósk vorum búnar að vinna fyrir félagið í níu ár. Jóhann Ólafs var svæðisfulltrúi á Vesturlandi í um eitt ár, samanlagt tæp tuttugu ár hjá okkur vinkonunum þremur, sem er heilmikið.
Við fengum góðar kveðjur frá samstarfsmönnum og svo var líka settur upp grátmúr í litla salnum. Ástæða er sú að óvenju margir hafa verið að hætta undanfarið og talin ástæða til að koma sorginni í ferli. Í stól var settur hlustandi, frekar daufur yfirlitum að vísu, en örugglega góður hlustandi. Jói sáli sagði líka að það væri sjúklegt ef fólk yrði enn í sorg eftir nokkrar vikur og þá yrði það að koma á stofuna til hans .... no pro bono ... hjá Dr Sála.
Ég hafði það af að senda út kveðjupósta til samstarfsaðila og vinnufélaga og fékk margar góðar kveðjur. Þrátt fyrir að hafa hætt störfum hjá Rauða krossinum núna þá mun ég fylgjast með því sem er að gerast og kem fús til starfa hvar sem er í kerfinu "on the dobble" ef Katla fer að gjósa. Svo getur verið að ég fari í áfallahjálparteymið og hver veit nema ég láti drauminn rætast og fari fljótlega til hjálparstarfa erlendis sem sendifulltrúi.
Nú ætla ég að einbeita mér betur að háskólanámi mínu sem ég hóf fyrir ári síðan og hver veit nema ég birtist aftur í bransanum eftir að ég hef lokið námi mínu og útskrifast sem umhverfis -og auðlindafræðingur.
Hér eru nokkrar myndir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2007 kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)