Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

Samspil manns og náttúru

Ađ undanförnu hef ég veriđ ađ stúdera frjáls félagasamtök er starfa ađ umhverfismálum og náttúruvernd hér heima og erlendis. Ég er skrifa ritgerđ um Climate Action Network(CAN), sem eru regnhlífarsamtök er starfa um alla heim og vinna ötullega ađ loftslagsmálum. Ţađ eru 365 samtök starfandi undir CAN og eru Náttúruverndarsamtök Íslands (NÍ) einu íslensku samtökin sem starfa međ ţeim. Ég vann einmitt verkefni um Náttúruverndarsamtökin og ţótti mér stórmerkilegt ađ skođa sögu samtakanna. Sagan ţeirra hófst allt líkt og međ fjölmörg önnur slík samtök á hugsjónum manna og auglýsingu í blađi. Áriđ 1997 voru samtökin stofnuđ og í dag rúmum áratug síđar eru 1300 félagar í samtökunum. Ţau hafa sýnt yfirvöldum ađhald frá upphafi líkt og ţau einsettu sér ađ gera og eins hafa ţau unniđ markviss ađ ţví ađ upplýsa almenning um ýmis mál líkt og Kárahnjúka.

Ţađ hefur veriđ gaman ađ skođa ţessi mál og eru samtökin mis kröftug og međ mjög mismunandi uppbyggingu, stefnu og baráttuađferđir. Landvernd var lengi vel frekar hlutlaus og halda margir jafnvel ađ Landsvernd sé ríkisstofnun. En ţađ hefur breyst ađ undanförnu og er bein ádeila á ríkisvaldiđ orđin meira áberandi og eru ţau á margan hátt farin ađ líkjast Náttúruverndarsamtökunum Íslands. En NÍ hafa frá upphafi veriđ fljót ađ bregđast viđ ţví sem yfirvöld hafa veriđ ađ gera í umhverfismálum. Framtíđarlandiđ fékk mikinn byr undir báđa vćngi, en svo virđist sem ţeir hafi tapađ trúverđugleika međ ţví ađ tengja sig beint viđ Íslandshreyfinguna.

Ađ mínu mati hafa öll ţessi samtök unniđ gott starf og líkt og međ flest ţá eru viđhorf fólks til umhverfismála og náttúruverndar breytileg. Mikilvćgt er ađ ţeir sem hafa vald til ákvarđatöku nái ađ sćtta sjónarmiđ og komast ađ sem bestri niđurstöđu fyrir sem flesta. Hér á landi eru greinilega ríkjandi veik mannhverf viđhorf til náttúrunnar. En stundum sér mađur samt afar misvísandi skilabođ í ţví sem sagt er og skrifađ. Hér er skólabókardćmi um slík er kemur fram í bókun á 95. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbćjar.

"Ljóst er ađ stćkkun Mosfellsbćjar kemur til međ ađ hafa áhrif á náttúru og viđkvćm svćđi í sveitarfélaginu og ţess vegna ber ađ fara međ meiri nćrgćtni og hafa umhverfisjónarmiđ ađ leiđarljósi fyrir allar framtíđar vegaframkvćmdir í Mosfellsbć........ ......Framkvćmd ţessi ţrengir verulega ađ íţróttastarfssemi hestamanna og e.t.v stćkkun á hesthúsahverfinu. Ágćtis byggingarsvćđi er tekiđ undir veg og útilokar alla framtíđar uppbyggingu á ţessu svćđi.

Hvađ er veriđ ađ segja í ţessari bókun?  Ekki má gera veg fyrir íbúa nýs hverfis í bćjarfélaginu og tengja hverfiđ viđ miđbć Mosfellsbćjar og tengja saman skólahverfi, en ţađ er hins vegar allt í lagi ađ byggja upp fleiri hesthús á nákvćmlega sama landsvćđi?

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ síđasta áratuginn hafi viđhorf til umhverfismála breyst mikiđ um allan heim. Ţađ má segja ađ almenningur hafi í dag bćđi meiri áhuga á umhverfismálunum og láti sig ţau varđa og eins hefur ađkoma almennings ađ skipulagsmálum breyst međ auknum rétti til ađ hafa bein áhrif á fyrirhugađar framkvćmdir og skipulagsáćtlanir yfirvalda. 

Ađ mínu mati hefur sú ţróun sem átt hefur sér stađ á liđnum áratug eđa svo veriđ jákvćđ.

  • Ţađ er jákvćtt ađ fólk láti sér annt um náttúruna og krefjist ţess ađ gengiđ sé um sameiginlegar auđlindir af virđingu og ađ fólk sýni sjálft gott fordćmi í ţeim efnum. 
  • Ţađ er líka mikilvćgt ađ beita mótvćgisađgerđum til ađ draga úr beinum áhrifum á umhverfiđ og lífríki ţar sem framkvćmdir fara fram. 
  • Ţađ er líka nauđsynlegt ađ einstaklingar og félagasamtök sýni yfirvöldum ađhald og vinni međ ţeim ađ ţví ná sem bestri niđurstöđu í ţágu náttúrunnar.

Ađ mínu mati er samt enn allt of mikiđ rćtt um yfirvöld á móti almenningi. Ađ yfirvöld vilji ekki taka tillit til athugasemda og ađ búiđ sé ađ taka ákvarđanir um framkvćmdir og skipulagsferliđ sé sýndarmennskan ein. Ég held líka ađ oft misskilji fólk samt tilganginn međ athugasemdum, eđa nýti sér sinn rétt meira í pólitískum tilgangi og vegna einkahagsmuna, en vegna beinnar umhyggju fyrir umhverfinu og er slíkt ekki trúverđugt. En međ lögum um umhverfismat og umhverfismat áćtlana og lögum um náttúruvernd og fleiri lögum er samt búiđ ađ setja ramma og leikreglur sem öllum ber ađ fara eftir. Ţađ er ţví niđurstađa mín ađ hvernig sem á ţetta mál er litiđ verđi fólk ađ hafa í huga ađ lögin og leikreglurnar eru ađ fjalla um samspil manns og náttúru. Hvernig ber ađ draga úr mengun, forđast óţarfa ágang og náttúruspjöll og ađ nútímamađurinn taki ekki eigin hagsmuni umfram hagsmuni komandi kynslóđa varđandi nýtingu náttúruauđlinda til lífsafkomu sinnar.

 


Föstudagurinn langi

Ég var ađ velta fyrir mér áđan hvađ föstudagurinn langi hefur breyst frá ţví ađ ég var krakki. Ţá voru Passíusálmarnir lesnir í útvarpinu og kristilegar myndir af píslargöngu Jesú og krossfestingum á Golgata sýndar í sjónvarpinu og hafđi mamma alltaf fiskur á bođstólnum. Í dag er föstudagurinn langi ađ kveldi kominn og heyrđi ég Megas lesa passíusálmana í útvarpinu, en fyrir ţá sem ekki vildu hlusta á ţađ var hćgt ađ velja úr ótal útvarpsrásum međ öđru efni. Ég sá líka krossfestingar, en ađ ţessu sinni voru ţćr ekki leiknar heldur frétt um fisksalann sem var ađ láta krossfesta sig í ađ mig minnir 15 sinn, en líkt og áđur var hćgt ađ skipta um rás ef ţjáningarnar hafa fariđ fyrir brjóstiđ á einhverjum. En ţar sem ég er stödd hjá mömmu og pabba fékk ég líkt og í denn góđa gratínerađa fiskinn í kvöldmatinn.

Föstudagurinn langi er dagur sem ég nota til ađ íhuga og slaka á og fara yfir ţađ hvađa hlutir ţađ eru sem skipta mig raunverulega máli. Ég fer alltaf í kirkju á föstudeginum langa á Siglufirđi, en ekki til ađ hlusta á passíusálmana lesna upp heldur til ađ fara á fund međ honum Ella mínum og hitta góđa félaga og kom Sturla međ okkur í dag. 

Ég komst ađ ţví í dag í mínum einkapćlingum ađ nú er kominn er tími til ađ slaka sér enn frekar á. Um áramótin ákvađ ég ađ áriđ 2008 yrđi ár vina og fjölskyldu. Ég er markviss búin ađ heimsćkja vini og félaga og verja meiri tíma međ fjölskyldunni, sem ég hef ekki gert of mikiđ af á liđnum árum sökum vinnu... en HALLÓ!  Mitt mottó í lífinu hefur veriđ "ađ lifa lífinu lifandi". En ég hef stöđugt ţurft ađ minna mig á ţađ ađ LIFA er fyrir ţađ fyrsta alls ekki sjálfgefiđ og svo hitt ađ ţađ er ekki heldur ađ kafkeyra sig í vinnu og vanrćkja vini og fjölskyldu.

Fyrir nákvćmlega ári síđan tók ég ákvörđun um ađ trúlega vćri kominn tími til ađ hćtta hjá Rauđa krossinum, sem hafđi á vissan hátt veriđ mér lífiđ. Ég hćtti ţar síđasta haust og einhenti mér í háskólanámiđ og bíđur mín útskrift í haust. Ég veit ekki hvađ ţađ er nákvćmlega, en í dag líđur mér betur en mér hefur liđiđ árum saman, svo eitthvađ er ég ađ gera rétt.


Er lífs en ekki liđin og stödd á Siglufirđi

Ég hef veriđ í skólafríi á blogginu, en ţađ eru ađeins um 6 vikur eftir af ţessum hluta skólagöngu minnar og eins gott ađ halda vel á spöđunum til ađ allt gangi upp. En ţađ er nú samt allt í lagi ađ blogga smá í páskafríinu á Siglufirđi.

Sćdís Erla fór á skíđi í fyrsta skipti í dag og stóđ sig vel ađ sögn Ella, ég tók nokkrar myndir og set inn fyrir Kristínu stórfrćnku. Viđ Ásdís Magnea erum ađ lćra, en hún er ađ fara í samrćmd próf og ćtlar ađ nýta tímann vel í páskafríinu. Jćja best ađ fara ađ ná í Ella og Sturlu, en ţeir eru enn í fjallinu.

Ásdís og Sturla

Sćdís Erla á skíđum

Elli og Sćdís Erla í brekkunni


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband