Ástu-Sólliljugata, Diljárgata, Snæfríðargata.....
25.3.2007 | 18:54
Sjálf hef ég ekki stórar áhyggjur af því og hefur maður svo sem heyrt ýmsar góðar sögur um götunöfn sem hafa kannski meira með ástand viðkomandi að gera en lengd götuheitanna. Ég man t.d. eftir sögunni um Mosfellinginn sem var á heimleið og tók leigubíl í miðborginni eftir mikla skemmtun ... Grundartangi var það eina sem hann sagði áður en hann sofnaði, fullur trausts til leigubílstjórans........... Nú þegar leigubílstjórinn góði hnippti svo í hann á leiðarenda og vinurinn opnaði augun til hálfs, þá fannst honum húsið eitthvað hafa breyst........... Hann setti þá upp gleraugun og galopnaði augun og þá áttaði hann sig á því að þeir voru staddir á planinu fyrir framan verksmiðjuna á Grundartanga, en ekki fyrir framan litla sæta húsið hans við Grundartanga í Mosfellsbæ .
Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mosfellsbær | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.3.2007 kl. 10:30 | Facebook
Athugasemdir
Glæsileg nöfn. Ég held að Ástu Sólliljugata verði ekkert strembnara en t.d. Helgamagrastræti á Akureyri eða Munkaþverárstræti í sama bæ. Gott mál.
Vilborg Traustadóttir, 25.3.2007 kl. 20:29
ekki ennþá Hjördís
Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:51
Emil!! Það er verið að talaum Laxnes en ekki Lindgren!!! Strákskratti!!
Vilborg Traustadóttir, 26.3.2007 kl. 12:44
Vilborg, var það hann sem skrifaði sögur um stjúpuna vondu
Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 12:50
He he... já kannski. Hvernig væri Vondustjúpugata? Annars, mér finnst þetta frtábær hugmynd og sýnir vel virðingu og stolt Mosfellinga fyrir Halldóri Laxness.
Vilborg Traustadóttir, 26.3.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.