Framsækið skólastarf í Mosfellsbæ

Metnaður og framsækni hefur einkennt allt skólastarf í Mosfellsbæ og er markmiðið að bjóða upp á fyrsta flokks menntun fyrir börn og ungmenni. Jafnframt er talið er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytni i skólastarfi og bregðast við kröfum samfélagsins um aukna þjónustu. Í þessari grein verður fjallað um skólaþróun og nýjungar í skólastarfi.

 

Brúum bilið

Verkefnið "Brúum bilið" hefur verið í þróun milli leik- og grunnskóla fyrir elsta árgang leikskólanna frá 2005 og eru nú starfandi leikskóladeildir við báða grunnskólana. Markmið verkefnisins er að skapa meiri samfellu milli þessara tveggja skólastiga og hefur þetta verkefni orðið kveikjan að fleiri verkefnum þessu tengt. Má nefna að við byggingu 3.ja áfanga Lágafellsskóla var horft til þess að sá hluti skólans sé sérstaklega hannaður fyrir þetta starf þ.e. elsta árgang leikskóla og fyrstu bekki grunnskólans. Í hönnun var horft til þess að þar gæti farið fram skólastarf sem biði upp á aukinn sveigjanleika og möguleika á þar fari fram meira en stóll-borð skólastarf, sem oft hefur reynst mörgu smáfólkinu erfitt í gegnum tíðina. Unnið var út frá þessari samþættingu og milduð yrði sú breyting sem börnin ganga í gegnum við það að fara úr leikskólanum þar sem leikurinn er hornsteinn skólastarfsins og námsleið barnsins í það að námið fari fram með formlegri hætti. Þessi áfangi verður tekinn í notkun haustið 2007.

Nýjir grunnskólar í Mosfellsbæ

Á næstu árum verður byggður einn tveggja hliðstæðu grunnskóli frá fyrir börn frá 1. - 10. bekk og tveir leikskólar í Helgafellshverfi, en bæði í Leirvogstungu og Krikahverfi verða byggðir skólar ætlaðir fyrir börn frá eins árs til 9 ára aldurs. Fljótlega verður auglýst eftir sérfræðingum til að þróa áfram þær hugmyndir sem bæjaryfirvöld hafa um skólastarfið í Krikaskóla. Hugmyndafræðin sem lögð er til grundvallar byggir á enn meiri samþættingu leikskóla og yngstu bekkja grunnskóla. Þá er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa í samfélaginu og hafa áhrif á skólastarf, eins og aukin eftirspurn er eftir heilsdagsvistun barna á leikskóla og krafa um aukið magn og gæði heilsdagsskólatilboðs nemenda allt til 9 ára aldurs. Inn í forsendum nýja skólans er einnig gert ráð fyrir aukinni áherslu á hreyfingu og hollustu í lifnaðarháttum sem og listnám, en Mosfellsbær hefur um langan tíma lagt áherslu á að styrkja listnám. Gert er gert ráð fyrir samstarfi Listaskólans við þennan nýja skóla, en er eitt af markmiðum Listaskólans að auka samstarf við leik- og grunnskóla í bæjarins sem stuðlar að eflingu listastarfs ungra Mosfellinga. Þessi nýja hugmyndafræði mun auka enn frekar á fjölbreytni í skólastarfi í Mosfellsbæ og hefur þegar á undirbúningsstigi vakið mikla athygli og mun marka sinn sess í skólaþróun í landinu.

Í öllum skólum Mosfellsbæjar er mikið lagt upp úr því að það nám sem þar fer fram taki mið af þroska og þörfum hvers barns og er sífellt verið að leita nýrra leiða í því sambandi og hafa fjölmörg þróunarverkefni verið unnin í skólum bæjarins. Í þessum nýja skóla sem öðrum skólum bæjarfélagsins leggjast allir á eitt um að þróa áfram gott skólastarf sem miðar að því að ná þeim markmiðum sem bæjaryfirvöld hafa sett fram í skólastefnu sinni um að skólarnir, í samvinnu við heimilin, búi nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Greinilega gott starf í Mosó.  Að tengja námið svona saman er alveg frábært.  Það er líka þannig að þegar þú þorir að prufa þá kallar það á svo margt jákvætt í framhaldinu.  Svo einn daginn finnst manni furðulegt að þetta hafi eklki ALLTAF verið svona. Mikið er ég fegin að koma inn á blogg sem er ekki að segja "Hafnfirðingabrandara-nn"....

Vilborg Traustadóttir, 1.4.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já það er mjög skemmtilegt að líta á þetta svona heildrænt og er ekki hægt að líta fram hjá því að þjóðfélagið er að breytast og eru aðrar áherslur og þarfir en fyrr.

Varðandi Hafnarfjörð þá átti erfitt með að hemja mig í þeim málum, en ákvað að fá útrás með það á bloggum annarra ....  enda er það mál ekki búið er ég hrædd um.

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.4.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú hefur tekið sömu afstöðu og ég á Hafnarfjarðarmálunum.  Lét þó sma´pistil áðan eftir "ævintýri" morgunsins.

Vilborg Traustadóttir, 2.4.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband