Skólamál á landsfundi og í Mosfellsbæ

Þetta er verulega ruglingsleg frétt. Málið kemur inn undir leikskólakaflann og sögðu fyrirliggjandi drög að fé fylgdi barni og ekki skipti málin hvort um að leikskólinn væri rekinn af sveitarfélögum eða einkaaðilum, en í dag eru mismunandi reglur hjá sveitarfélögum varðandi þetta mál. Á fundinum kom síðan inn tillaga um að bæta heimilum við sem var samþykkt.

Varðandi fyrsta skólastigið þá er það þannig að skilgreint er í lögum er að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, þrátt fyrir að það sé ekki skólaskylda, enda var það fellt í atkvæðagreiðslunni enda er það álit flestra að heldur beri að efla leikskólann sem fyrsta skólasigið.

Annars voru umræður mjög jákvæðar enda menntakerfið á Islandi með því besta sem gerist í heiminu og verið er að milda fræði milli skólastiga. Bæði hafa fjölmargir grunnskólakrakkar verið að taka áfanga í framhaldsskólum og bilið brúað  milli leik og grunnskóla eins og hjá okkur í Mosfellsbænum. Hjá okkur eru starfandi 5 ára deildir við báða grunnskólana. Við erum síðan að stíga enn eitt skref í skólaþróun í landinu með nýjum skóla í Krikahverfi. Við höfum auglýst eftir fagfólki til að móta hugmyndafræði skólastarfsins og hanna skólahúsnæði sem hýsir nýjan skóla sem ætlaður er fyrir börn frá eins til 9 ára. Þetta er nýmæli í landinu og viljum við bjóða upp á meiri fjölbreytni í skólastarfi og auka þjónustu við foreldra. Í forsögninni er gert ráð fyrir því að ná fram samfellu í skóladegi barnanna og flétta saman leik, kennslu, listnám, frístundastarf og heilsueflingu. Með þessu er hægt að hafa betra flæði milli skólastiganna, þ.e. leiksóla og fyrsta stigs grunnskóla. Síðan fara börnin aðra skóla á miðstigi. 

Leikskóladeildirnar hafa gengið vel, en eru við með þessu að ganga skrefi lengra og er ég viss um að við fáum marga áhugasama sérfræðinga í þessum málum og spennandi hugmyndir vegna Krikaskólans. 


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sé og heyri á öllu að það er stuð og stemming á landsfundinum. ´Gangi ykkur vel að klára daginn. Hlakka til að fara að fá daglega pistla frá þér, Stebba ofl. góðum pennum.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Sjálfsögð mannréttindi að gefa fólki val um hvar börn þeirra fái uppeldi. Ef foreldrar kjósa að sinna því sjálf þarf að koma til heimgreiðsla vegna hinna gífurlega niðurgreiddu uppeldisstofnanna. Annað væri ekki sanngjarnt. ÞAð á ekki bara að vera á færi efnafólks að leyfa sér þann mundað að ala upp sín börn sjálf.

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

það er gott fyrir oll born að vera í skola  og gott að þessar umræður hafi verið jakvæðar

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 15.4.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er gmul og því miður bæði lúin og götótt þjósögn að íslenska menntakerfið sé með því besta í heiminum. Allar samanburðartölur og samanburðarrannsóknir segja annð - því miður. Það á við um alamenna kerfið og því miður er verkemenntakerfið með því al lakasta sem þekkist, þ.e. varðandi aðgnag ða fjölbreyttri og vandaðri verkmenntun, fjölda útskrifaðra og fé sem veitt er til þess.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.4.2007 kl. 19:03

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þarna erum við kannski ekki sammála með skólana, sem ég tel vera framúrskarandi hér á Íslandi, en ég er hjartanlega sammála þér með að efla má verkmenntun í landinu. En ég tel of mikla áherslu hafa verið á bóknám og því fagna ég þeim hugmyndum sem eru uppi um að efla starfsnáms og að starfs- og bóknám verði gert jafngilt. Ég tel reyndar líka mikilvægt að efla listnám og hreyfingu og ekki síst í leik- og grunnskólum, enda eru börn mjög misjöfn og mikilvægt að þroska börn á fleiri sviðum en á bókina, í borð stól umhverfi. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: Elías Theódórsson

klíkið á www.homeschool.com

Elías Theódórsson, 16.4.2007 kl. 15:29

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég bjó í Bandaríkjunum og hef lengi vita af heimakennslu. Það voru miklar umræður um slíkt fyrirkomulag í félagahópnum um helgina og voru allir þeir sem til þekktu sammála því að vel hefði til tekist hjá foreldrum sem þessa völdu þessa leið. Þetta er ágæt heimasíða, takk fyrir ábendinguna.

Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband