Glæsilegir fulltrúar

Þá er góðum landsfundi lokið og hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins verið kjörin og voru yfir 1000 manns sem kusu á fundinum. Kosnir eru ellefu í miðstjórn og hlutu 8 konur og 3 karlar kosningu í dag. Í framboði voru 25 frammúrskarandi fulltrúar og náðu þessi ellefu öll kjöri verðleika sinna vegna, en ljóst er að það hallar á karlpeninginn þarna. Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu, enda niðurstaðan ekki ólík listanum mínum. Það er mjög mikilvægt að gott og öflugt fólk sé kosið í miðstjórn, fólk sem starfar af krafti milli landsfunda. Hjartanlega til hamingju öll.
mbl.is Kjartan fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

".....en ljóst er að það hallar á karlpeninginn þarna. Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu"

Ágúst Dalkvist, 15.4.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með frábæran fund. Nú fæ ég ykkur bláu bloggvini mína inn aftur með daglega pistla.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég er sátt við niðurstöðuna, mjög flott fólk..... já einmitt við stelpurnar bjóðum okkur allar fram í miðstjórn næst 

Ásdís mín ég er komin heim aftur

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.4.2007 kl. 18:42

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott mál.

Vilborg Traustadóttir, 15.4.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband