Ánægð með lögregluna

Það var dásamlegt í Borgarfirðinum um helgina. Við vorum í bústað skammt frá þjóðvegi 1 og urðum vör við mikla og þunga umferð alla helgina. Þegar við fórum uppeftir á föstudaginn voru allir bara í rólegheitum, lítið um framúrakstur og mikið um tillitsemi. Ég er sannfærð um að umræðan undanfarið, fjölgum umferðarmyndavála víðsvegar við vegina og hækkun sekta hafa mikil áhrif. Ég áttaði mig á þessu með sektirnar þegar ungur 17. ára systursonur minn sagði mér að hann ætlaði sko ekki að fara að eyða peningunum sínum í sektir.

Það sem var nýtt þessa helgi í Borgarfirðinum var þyrlan sem notuð var í umferðareftirlitið. Hún sveimaði um og hraðamældi bíla og í eitt skiptið voru allir krakkarnir í heita pottinum þegar hún fór rétt yfir húsið hjá okkur við mikil öskur og fögnuð krakkanna, enda flest á mínum vegum og í okkar fjölskyldu þá eru þyrlur spennandi. 


mbl.is Margir óku of hratt á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þyrlur eru spennadi á fleiri bæjum! En sammála gott að hægja umferðina.  Ég finn mun frá því í fyrra.  Miklu minna stress.

Vilborg Traustadóttir, 2.7.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð hálfnafna. Gott að helgin lukkaðist. Ótrúlegt hvað hefur hægst á umferðinni, eitthvað er verið að gera rétt. Hér milli Selfoss og Reykjavíkur, er varla nokkur sem svínar framúr. Hvert á svo að halda um næstu helgi? eru ekki bara útilegur allan júlí.?? kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 20:03

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Jú hún er komin í notkun og var mikið rætt um þetta í fréttum um síðustu helgi og stoppuðu þeir marga bíla í Borgarfirðinum.

Herdís Sigurjónsdóttir, 4.7.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband