Mamma litla

sturla

Það er STÓR dagur hjá Sturlu í dag í orðsins fyllstu, hann er nefnilega orðinn stærri en mamma. Nú kann einhver sem mig þekkir að hugsa sem svo að það sé nú ekki mikið afrek Whistling... en annað las ég úr augum og svipbrigðum Sturlu, þannig að stórafrek er það, þó mamma sé ekki hærri en rétt rúmlega 160.

Ásdís Magnea var á sama aldri þegar hún óx mér yfir höfuð og er hún nú 176 + og er enn að stækka. Ég hef oft sagt að ég hafi átt Sædísi Erlu til að fresta því um nokkur ár að verða minnst í fjölskyldunni. En eitthvað er hún nú líka óþreyjufull því hún leit á mig með þjósti í gær og sagði .. "mamma hvenær verð ég stór?".... "sko svona stór eins og Ásdís", hún vildi ekki taka sénsinn á því að ég misskildi sig eitthvað og héldi að hún ætlaði að verða jafn stór og mamma LoL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margur er knár þótt hann sé smár, frænka kær. Ég er löngu orðinn minnstur af mínum systkinum og finnst bara ekkert að því.

Halli Gísla (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Varst þú aldrei stór þegar þú varst lítil, Herdís mín? 

Marinó Már Marinósson, 23.9.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Stuttar stúlkur hafa stór hjörtu.....

Vilborg Traustadóttir, 24.9.2007 kl. 00:10

4 identicon

Til hamingju með þetta. Næsta skref er svo að verða amma, eða ertu kannski orðin amma Herdís.  Vertu fegin að viðmiðið stór er ekki eins og hjá mér, þ.e. þvervegurinn.......

Reyndu svo að halda áfram að læra, vertu ekki út um allan netheim kvittandi eins og berserkur, eða ertu kannski bara svona skipulögð?

kveðja frá Sarajevo.

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 09:36

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

... já frændi, ég var í kennslutíma hjá litla-Stóra bróður þínum í vikunni.

Marinó, ég hef alltaf verið lítil ... og sérstaklega ánægð með það þegar ég er í flugi og allt stóra fólkið er að drepast í þrengslum ... og ég næ að teygja úr mér .....

Vilborg við lillurnar erum nú búnar að sanna það fyrir löngu síðan...en hvað þá um Stóru systur ... nei hún er undantekningin sem sannar regluna.

Nei minn bara í innliti, ekki er ég nú orðin amma og vona að ég verði það ekki í bráð (barnanna minna vegna), ég er mjög óduglega að kvitta og trúlega kvitta ég mest hjá þér...enda ...kvitta takk, er algjörlega að virka. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.9.2007 kl. 12:37

6 identicon

Mikið skil ég hann vel................þetta er stór áfangi mamma litla

Ég man hvað mér fannst erfitt að eiga orð við litla molann minn þegar hann var orðin hærri en ég.....enda hefði ég helst þurft að standa upp á stól á meðan svo hann tæki mann nú alvarlega. Það getur verið erfitt að lesa yfir einhverjum sem horfir og brosir sínu blíðasta niður til manns  Hann hafði og hefur enn svo gaman að þessu.......enda orðin 192 á hæð í dag svo það munar smá á okkur en ég er, note bene..... 167 cm á hæð !!!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Árni Birgisson

Í góðri bók segir eitthvað á þá leið að þeir síðustu muni verða fyrstir.  Og svei mér þá ef það hafi ekki líka staðið að þeir minnstu muni einnig verða fyrstir......eða var það ekki. bkv. ÁB

Árni Birgisson, 24.9.2007 kl. 23:26

8 identicon

HERDÍS MÍN , í mínum augum ertu STÓR og meira að segja mjööööög STÓR, þú ert með ótrúlega STÓRT hjarta, gífurlega STÓRAN húmor, svakalega STÓRAR hugmyndir, áttir frábærlega STÓR gleraugu ( ég hef séð þau á mynd ) og á því tímabili áttir þú æðislega STÓRAR axlir, svo áttu skemmtilega STÓRA systir ( ég hef séð hana líka ), þetta er bara spurning hvort þú eigir ekki að fara að líta STÓRT á þig, en við getum alltaf verið sammála um að þú ert ekki hávaxin frekar en ég  múhahhaah, hlakka til að sjá þitt STÓRA bros.

Gulla (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:16

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þið eruð öll STÓR skemmtileg elskurnar, Linda mér varð svo sem  hugsað til ykkar Gunnars "litla" þegar ég skrifaði þetta..og Gulla mín mundu bara það sem Árni frændi sagði "þeir Ó-STÓRU verða fyrstir "...

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.9.2007 kl. 17:13

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kristín er auðvitað STÓR-kost (u) leg. 

Vilborg Traustadóttir, 27.9.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband