Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, 500 atkvæði

Gylfi búinn að kjósa Herdísi

Það var vissulega gaman að taka þátt í miðstjórnarkjörinu. Ég tók ákvörðun um að bjóða mig fram til setu í miðstjórnSjálfstæðisflokksins því mig langaði til að vinna með flokknum mínum að endurreisn og eflingu hans á landsvísu. Ég hef ýmsar hugmyndir að breytingum á skipulaginu og hvernig hægt er að efla aðildarfélög hans, sem ég tel vera ónýtta auðlind.  Ég vil líka breyta kosningareglunum í miðstjórninni og tel að allir eigi að kjósa 11 manns, ekki 5-11 eins og það er í dag. Ég heyrði að heilu kjördæmin kustu bara fulltrúa síns kjördæmis, enda eru fulltrúar í miðstjórn fulltrúar alls landssins.

En vonandi gengur þetta bara betur næst og mun ég klárlega fylgjast MJÖG náið með starfi miðstjórnar og ætla að koma með öðrum hætti að uppbyggingarstarfi Sjálfstæðisflokksins, trúið mér :)

Það var gaman að prófa þetta og taka slaginn. Stysta kosningabarátta hingað til, heilir tveir sólarhringar og á ég Þór félaga mínum mikið að þakka varðadi prentunina, sem ég var á síðustu stundu með þar sem ég var hætt við að taka þátt. Það sérstaklega gaman að fara milli borða og tala við fólk. Ég hitti fók alls staðar að landinu og fékk ég góðar undirtektir í mínu gamla kjördæmi, Norðausturkjördæmi.

Mér fannst frábært hvað Sigrún Björk bæjarstjóri á Akureyri fékk góða kosningu, enda er hún vel að því komin. Öflug kona, eldklár og dugleg sveitarstjórnarkona og var ég satt best að segja farin að hlakka til að fá að vinna með henni og öllum hinum í miðstjórninni. Það er kannski ekki alslæmt að verða númer 12 af 34, en ég ætla ekki að leyna því að ég hefði viljað vera meðal hinna 11 sem komust inn. En ég segi bara eins og Jóhanna... Minn tími mun koma!

Úrslit í miðstjórnarkjöri

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, 831 atkvæði.

Ásthildur Sturludóttir, kynningarstjóri, 642 atkvæði.

Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri, 637, atkvæði.

Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona, 628 atkvæði.

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, 612 atkvæði.

Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri, 527 atkvæði.

Edda Borg Ólafsdóttir, skólastjóri, 525 atkvæði.

Fanney Birna Jónsdóttir, formaður Heimdallar, 524 atkvæði.

Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri, 520 atkvæði.

Guðjón Hjörleifsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, 509 atkvæði.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, 505 atkvæði.

Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis og auðlindafræðingur, 500 atkvæði


mbl.is Nýliðun í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 konur kynntu framboð sitt til miðstjórnar og ég var ein þeirra

Á fimmtudagskvöldinu var haldið hóf kvenna á Broadway. Þetta var skemmtilegt og hélt Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinkona mín uppi fjörinu með glæstri veislustjórn.  Þar kynntu 10 konur alls staðar af landinu framboð sitt til miðstjórnar flokksins og var ég ein þeirra. Ég var búin að gefa það út fyrir nokkru að ég hyggðist bjóða mig fram, en svo hætti ég við, enda mikið að gera í öðru. En svo á fimmtudeginum ákvað ég að láta slag standa og er að fara að skila inn framboðinu mínu í hádeginu.

Mér sýnist á öllu að mikill fjöldi fólks hafi áhuga á þeim 11 sætum sem kosið er í á landsfundi, en eftir hádegi kemur í ljós hver fjöldinn er. Skilafrestur til framboða til miðsstjórnar rennur út kl.13 í dag og kosning til miðstjórnar fer síðan fram fyrir hádegi á morgun og lýkur kl.12.

Svo er bara að sjá hvort ég verð ein þeirra sem hlýt kosningu, en mikið óskaplega yrði það nú gaman. En óhætt er að segja að þetta sé  örstutt kosningabarátta og ekki ætla ég að missa mig í kynningarefninu. Ég fékk hann Þór hjá Prenttorgi þó til að ljósrita eitt A-4 blað í gærkveldi sem ég ætla að dreifa í dag, svo verður gefið út sameiginlegt veggspjald með frambjóðendum og eins rúlla ég í kynningu Sjálfstæðiskvenna, en fyrst og síðast treysti ég á þá sem hafa unnið með mér á hinum ýmsu vígstöðvum telji mig vera traustsins verða. En það kemur í ljós á morgun.

Hér er kynningin á dreifibréfinu.

IMG_0520

Kæru landsfundarfulltrúar, ég gef kost á mér í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Meginástæða þess að ég ákvað að gefa kost á mér er sú að ég tel að reynsla mín og þekking muni nýtast í því uppgjöri og endurreisnarstarfi sem bíður okkar. Ég er vinnusöm, hef sterka réttlætiskennd og brennandi áhuga á því að efla flokkinn minn. Að mínu mati felast tækifæri í því að efla aðildarfélög um allt land og hef ég töluverða reynslu í slíku uppbyggingarstarfi.

Nú er hárrétti tíminn til að bretta upp ermar og láta verkin tala.

Hver er Herdís Sigurjónsdóttir?

Ég er fædd 1965 og uppalin á Siglufirði, hef búið í Mosfellsbæ frá 1990. Gift þriggja barna móðir.

Menntun:

Umhverfis- og auðlindafræðingur og doktorsnemi í opinberri stjórnsýslu og áfallastjórnun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

  • MS Umhverfis- og auðlindafræðingur frá Háskóla Íslands febrúar 2009
  • BSc Lífeindafræðingur frá Tækniskóla Íslands 1989
  • Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1985

Tók þátt í  rannsóknarverkefninu Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum(LVN) með meistaranáminu. Verkefnið fjallaði um endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir.

Stjórnmál

Hef verið bæjarfulltrúi í  Mosfellsbæ frá 1998 og formaður bæjarráðs og fræðslunefndar.

Er formaður samstarfshóps sem stofnaður var í október 2008 vegna breyttra aðstæðna í efnahagsmálum þjóðarinnar. Stjórn SORPU bs frá 2004 og formaður frá 2008. Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins frá 2005 og sat í áhættugreiningarnefnd á vegum nefndarinnar. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í stýrihópi vegna Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ.

Varamaður í stjórn Sambands sveitarfélags á höfuðborgarsvæði (SSH), stjórn slökkviliðsins, skólanefnd Borgarholtsskóla. Forseti bæjarstjórnar 2004 -2006. Fjölskyldunefnd (formaður) 2002 - 2006, varamaður 1998-2002. Umhverfisnefnd 1998-2002. Formaður dómnefndar Krikaskóla 2007.

Hef setið í stjórn og fulltrúaráði hjúkrunarheimilisins Eirar frá 2003 og sit í stýrihópi Starðardagskrár 21 á landsvísu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga.

Störf

Rauða krossi Íslands (1998 til 2007). Fyrst sem svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði en frá 2001 sem verkefnisstjóri í neyðarvörnum og neyðaraðstoð og vann m.a. að uppbyggingu neyðarvarnakerfis og þjálfun sjálfboðaliða í neyðarvörnum um allt land. Var í áhöfn Rauða krossins í Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð og meðlimur í ráðgjafahópi Flugstoða ohf og almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans og tók þátt í undirbúningi og framkvæmd fjölda hópslysaæfinga og sat sem varamaður í almannavarnaráði fyrir Rauða krossinn.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum (1989 - 1998). Starfaði við  fisksjúkdómarannsóknir.

Hef unnið við flest þau störf er tengjast fiski og fiskvinnslu á Siglufirði. Var háseti á frystitogara einn vetur og barþjónn á farþegaferjunni Norrönu eitt sumar. Vann á sjúkrahúsi Siglufjarðar við umönnunarstörf og á rannsóknastofu.

Ég óska hér með eftir stuðningi ykkar til setu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Eru hræddar um stöðu Þorgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagur á landsfundi Evrópumál og endurreisn

IMG_0516

Ég mætti á landsfund strax eftir stjórnarfund og fulltrúaráðsfund hjá Eir. Þá voru í gangi umræður um Evrópumál og þá tillögu sem lá fyrir fundinum eftir störf Evrópunefndar á fimmtudagskvöldinu. Fram fór ágæt umræða um tillöguna og var hiti í einstaka mönnum, en flestir á því að best væri fyrir Íslands að halda sig utan Evrópusambandsins, en einnig kom fram tillaga um að sækja um aðild, sem var felld. Þeir sem mig þekkja vita að ég hef ekki enn séð ljósið í Evrópumálunum og því var ég ánægð með niðurstöðuna.

Í ályktuninni um Evrópumálin sem var samþykkt segir:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar en jafnframt talið mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.

Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Kostir aðildar tengjast helst gjaldmiðilsmálum og ljóst að ýmis álitamál verða aðeins skýrð í viðræðum, hvort sem þær snúast um gjaldmiðilinn eða aðild. Sterk lýðræðisleg rök mæla engu að síður með því að þjóðin fái að skera úr um svo stórt og umdeilt mál og að það sé ekki eingöngu á forræði stjórnmálaflokkanna.

Landsfundurinn undirstrikar þá eindregnu stefnu Sjálfstæðisflokksins að ekki verði gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra yfirráð yfir auðlindum Íslands og að standa beri vörð um innlenda matvælaframleiðslu.

Sátt náðist meðal landsfundarulltrúa um tillöguna, en þar er m.a. ákvæði um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, ef tekin yrði ákvörðun á alþingi um að sækja um aðild. Í ályktuninni segir: 

Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það krafa Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna.

Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar þá afstöðu sina að hugsanleg niðurstaða úr samningsviðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði ávallt borin undir þjóðaratkvæði.

Landsfundur telur að setja skuli ákvæði í almenn lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og þær lágmarkskröfur sem gera á um stuðning við mál á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því miður missti ég af umræðum um tillögu Endurreisnarnefndar flokksins, sem starfað hefur að undanförnu. En ég náði þó aðeins að taka þátt í því starfi í aðdraganda landsfundar, með hópnum sem var í uppgjörinu - Sjálfstæðisflokkurinn – axlar ábyrgð. 

Tillagan samþykkt samhljóða og er hún hér.


Fræðslu- og forvarnadagur Bólsins í Mosfellsbæ - Framtíðin og Þú!

49c9fb39bdb75

Í dag verður haldinn fræðslu-og forvarnadagur Bólsins, félagsmiðstöðvar mosfellskra barna fyrir krakka í 8.-10. bekk, undir yfirskriftinni Framtíðin og Þú! Kemur það til m.a. til vegna aukinnar umræðu um stöðu unglinga í Mosfellsbæ varðandi vímuefnanotkun, einelti og hegðunarvantamál.

Dagskráin fer fram í Lágafellskóla og íþróttamiðstöðinni Lágafelli. Byrjar dagurinn á smiðjum upp úr hádegi og eru það m.a. íþrótta-, dans og listasmiðjur. Guðmundur Sigtryggsson okkar kæri forvarnarfulltrúi lögreglunnar talar við krakkana á sal og einnig Magnús Stefánsson, hinn sívinsæli áfengis og vímuefnaráðgjafi frá Maríta. Þar fá krakkarnir tækifæri til að eiga gagnvirk samskipti við þá Guðmund og Magga eins og þau kalla hann um vímuefni og forvarnir.

Í kvöld verða svo haldnir stórtónleikar í Lágafellsskóla þar sem meðal annars hip-hop hetjurnar í Forgotten Lores koma fram auk hljómsveitarinnar 32C sem ætla sér að sigra Íslandið á næstu mánuðum.

Frábært starf hjá Bólinu. Það er nákvæmlega svona sem best er að ná til krakkanna, að þau átti sig á því sjálf á því hvernig er hægt að bæta samfélagið. Ég er líka súperánægð með það sem foreldri að vera komin á e-mail listann hjá Bólinu og fæ þannig reglulega fréttir af starfinu og get minnt unglinginn minn á það sem er í boði og er viðræðuhæf um málin.

Fyrir skömmu síðan ræddum við fulltrúar í forvarnahópi Mosfellsbæjar um ýmsar leiðir og fór Teitur þá m.a. yfir starf Bólsins og hugmyndir hans og starfsmanna um leiðir til að virkja krakkana betur.  Nú er forvarnadagurinn orðinn að veruleika og best að hætta þessum skrifum og drífa sig upp í Lágafellsskóla til að skella í vöfflur og kakó fyrir sísvanga unglinga.

Til hamingju Teitur og aðrir starfsmenn Bólsins með framtakið.


Prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi

Nú er rétt rúm vika í prófkjör Sjálfstæðismanna í kjördæminu mínu, Suðvesturkjördæmi. Nú sem endra nær eru margir frambærilegir frambjóðendur sem taka þátt í prófkjörinu, alls 12 manns, fjórar konur og átta karlar.

Ég var að skoða leiðbeiningar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins xd.is um framkvæmd prófkjörsins og ákvað að skella þeim hér inn, svona ef framkvæmdin væri eitthvað að vefjast fyrir fólki.

Kjósa skal 7 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 7 fyrir framan nöfn þeirra frambjóðenda sem viðkomandi vill styðja. 1 fyrir framan nafn þess sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, 2 fyrir framan þann sem hann vill að hljóti annað sætið og þannig koll af kolli uns kosnir hafa verið 7 frambjóðendur. Hér er sýnishorn af kjörseðlinum.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í aðdraganda prófkjöranna.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir prófkjörið í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi fer fram í Valhöll alla virka daga milli klukkan 9 og 17 fram að prófkjörsdeginum.

Kjörstaðir
Kjörstaðir verða opnir frá kl. 9-18 laugardaginn 14. mars.
Álftanes: Nýja Vallarhúsið við Breiðumýri.
Garðabær: Sjálfstæðisheimilið að Garðatorgi 7.
Hafnarfjörður: Víðistaðaskóli.
Kópavogur: Sjálfstæðisheimilið að Hliðarsmára 19.
Mosfellsbær: Sjálfstæðisheimilið að Háholti 23.
Seltjarnarnes: Sjálfstæðisheimilið að Austurströnd 3.

Þátttökuskilyrði og skráning nýrra kjósenda

Til að geta kosið í prófkjörum flokksins þarf að hafa náð 16 ára aldri og vera flokksbundinn sjálfstæðismaður.

Þeir sem eru ekki skráðir í flokkinn en vilja taka þátt, geta skráð sig og fá þá kosningarétt í prófkjörinu í sínu kjördæmi.

  • Þeir sem eru 18 ára og eldri og hafa kosningarétt í Alþingiskosningunum geta skráð sig í flokkinn á kjördag (þar sem kosið er) og fá við það kosningarétt.
  • Þeir sem eru á aldrinum 16-18 ára verða að hafa skráð sig í flokkinn fyrir kjördag (hægt er að skrá sig á www.xd.is).

Nánari upplýsingar um frambjóðendur og fyrirkomulag prófkjörsins er hægt að sjá á www.profkjör.is


Atvinnulausir í Mosfellsbæ fá frítt í sund

sundlaug_vesturbae

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að veita fólki í atvinnuleit með lögheimili í Mosfellsbæ frían óheftan aðgang að sundstöðum bæjarins á opnunartímum þeirra. Er þetta ein af þeim aðgerðum sem bæjaryfirvöld hafa framkvæmt til að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Á undanförnum mánuðum hefur atvinnulausum fjölgað ört í Mosfellsbæ og eru nú rúmlega 280 manns án atvinnu í bænum og mikilvægt að stuðla að virkni þeirra og heilsueflingu.

Framkvæmdin er þannig að fólk sækir um sundkortin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og sendir mynd og afrit af staðfestingu Vinnumálastofnunar á því að viðkomandi sé í atvinnuleit. Fólk fær sundkortin send heim og gildir þau í þrjá mánuði í senn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband