Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Kæru félagar gangi ykkur vel á flugslysaæfingunni

Flugslysaæfing á Sauðárkróki 2001

Það væri nú gaman að vera með hópslysaæfingarhópnum á Króknum þessa dagana, en það er víst ekki hægt að vera á mörgum stöðum í einu. Ég mun þó fá smá adrenalín kikk við boðun á morgun og verð með þeim í huganum. Það hefur verið sérkennilegt að fá alla undirbúningspóstana og vera ekki að fara sjálf með til að æfa með heimamönnum.

Ég hef tekið virkan þátt í þessum flugslysaæfingum frá 2000 og skipta þær miklu máli í viðbúnaði heimanna við flugslysum og samhæfingu þeirra viðbragðsaðila sem koma að hópslysaviðbúnaði. Í hverri æfingu koma alltaf upp einhver atriði sem þarf að laga og má segja að það sé nákvæmlega tilgangurinn með æfingunum að komast að því hvað þarf að bæta til að gera kerfið enn betra á hverjum stað.

Ég er búin taka þátt mörgum hópslysaæfingum eins og flugslysaæfingum á Hornafirði, Ísafirði, Vopnafirði, Þórshöfn, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Reykjavík og Keflavík, tveimur Samvarðaræfingum, Nordredæfingum og svo ferjuslysaæfingu á Seyðisfirði. Þessar æfingar hafa allar verið mjög eftirminnilegar og er ómetanlegt að fá tækifæri til að kynnast heimafólki og staðháttum á hverjum stað, sem auðveldar okkur sem störfum í samhæfingarstöð almannavarna að styðja okkar fólk í héraði á neyðartímum.

Kæru félagar og vinir gangi ykkur vel í æfingunni á morgun, ég mun vera með ykkur í anda.


mbl.is Flugslysaæfing á Sauðárkróki á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumót við sjálfstæðismenn í kraganum

sv_hopurEins og ég sagði í gær þá er mikið að gera hjá frambjóðendum um allt land og fékk ég þetta frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, en þau bjóða kjósendum á stefnumót í bæjarfélögum kjördæmisins um helgina. Það er mikilvægt fyrir hinn almenna kjósanda að hafa tækifæri til að hitta frambjóðendum og er ljóst að ég mun mæta á sunnudaginn til að hitta liðið.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í kraganum vilja hitta þig.

Þeir verða á eftirtöldum stöðum um helgina:

Laugardagur 28. apríl

Kl.09.30  Seltjarnarnes – sal Sjálfstæðisfélagsins Austurströnd
Kl.11.30  Kópavogur – kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins Hlíðarsmára 19
Kl.13.30  Garðabær – Garðabergi, Garðatorgi 7

Sunnudagur 29. apríl
Kl.12.00  Hafnarfjörður – félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins Strandgötu 27
Kl.14.00  Álftanesi – Haukshúsum
Kl.20.00  Mosfellsbæ – Safnaðarheimili, Þverholti 3.

Góðar veitingar og létta spjall.

Hlökum til að sjá þig!

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi


Framboð og eftirspurn í kosningabaráttu

sundlaug

Þetta er skemmtilegur tími. Frábærum landsfundi okkar sjálfstæðismanna nýlokið, aðeins eru tæpar tvær vikur til kosninga og því bara lokasprettur kosningabaráttunnar eftir. 

Ég hef aldrei upplifað eins mikið af skoðanakönnunum og pólitískum umræðufundum í sjónvarpi og verð að segja að áhuginn hefur aðeins dofnað, en ég veit að ég get farið inn á síðu Stebba bloggvinar míns og kannað stöðuna. En kannanir hafa sýnt gott gengi Sjálfstæðisflokksins um allt land og því glaðvaknaði ég þegar ég sá niðurstöðu nýjustu könnunar úr kjördæmi Geirs H. Haarde. Þessi könnun sýndi allt aðra niðurstöðu en sú síðasta sem ég sá úr þessu sama kjördæmi, sem er þó var unnin af öðrum. En þetta herðir okkur í baráttunni, enda erum við jú öll meðvituð um að ekki er sopið kálið....

En eins og ég sagði þá verðum við sjálfstæðismenn að bretta upp ermar og vera enn duglegri að láta kjósendur vita af stefnumálum okkar. Það er einmitt það sem frambjóðendur og stuðningsfólk er að gera þessa dagana og ljóst að þau eru ekki bara í framboði, heldur mikilli eftirspurn. Þau eru á ferð og flugi út um allt að hitta kjósendur og er dagskráin þétt. Kampavínskvöld, kvennakvöld, bjórkvöld, Aftureldingarhátíð, hattakvöld hjá kvenfélaginu, Kiwanis og Lions svo eitthvað sé nefnt og enginn farinn að þreytast, enda svo gaman saman. Það hefur verið einstaklega létt yfir mínu liði í Kraganum, enda frábært fólk í hverju sæti og er ég alveg sannfærð um að þann sunnudaginn 13. maí verður hún Ragnheiður Ríkharðsdóttir dugnaðarforkur og frambjóðandi orðin 6. þingmaður okkar sjálfstæðismanna í Kraganum.

 


Fjölgun hjúkrunarrýma

Gömul kona

Ég sá að það hafa verið byggð 522 hjúkrunarrými á landinum frá árinu 2001 til loka ársins 2006, en fannst mér eins og það hefði verið byggt mun minna. Síðan er áætluð fjölgun hjúkrunarrýma til ársins 2010 um 400 hjúkrunarrými í viðbót og er mikilvægt að hraða byggingu þeirra og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest. Sem sagt þá eru þetta samtals um þúsund ný hjúkrunarrými á 10 árum. 

Ég fagnaði sérstaklega þegar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið gaf vilyrði fyrir uppbyggingu 20 hjúkrunarrýma hér í Mosfellsbænum, en þetta er eina stóra sveitarfélagið sem ekki hefur neitt hjúkrunarrými innan bæjarmarkanna. Ég er líka ánægð með þá áherslu sem lögð hefur verið á að styðja fólk til að búa sem lengst heima með því að veita aukna þjónustu inn á heimilin og auka samstarf félagsþjónustu og heilsugæslu. Nú er hafinn undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilisins sem mun rísa á sama stað og öryggisíbúðir sem verið er að byggja í samstarfi við Eir og verður mikill léttir fyrir okkur öll sem hér búum að hafa loks heildstæða þjónustu fyrir aldraða í bæjarfélaginu.

 


Stuðningur við frambjóðendur í Suðurkjördæmi

hopur_sudurÉg rakst á bloggfærslu í gær hjá einum frambjóðanda Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi þar sem talað var um myndir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og það talið óeðlilegt að og villandi fyrir kjósendur að taka myndir af frambjóðendum til alþingiskosninga með sveitarstjórnarfólk í bakgrunni.

Ég átta mig ekki hvað hún var að meina varðandi myndirnar. Styðja sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins virkilega ekki sitt fólk í alþingiskosningum, það nú annað en ég hef kynnst hjá Sjálfstæðisflokknum. Við styðjum okkar fólk alla leið og höfum við sveitarstjórnarmenn verði í fyrirtækjaheimsóknum, á kosningaskrifstofum og ýmsum uppákomum í aðdraganda þingkosninga og alþingismenn með okkur í sveitarstjórnarkosningum. Ég sé bara nákvæmlega ekkert að því að láta mynda sig og sýna þannig stuðning og samstöðu fólks og verð að segja að þetta er bara nokkuð góð hugmynd hjá félögum mínum á Suðurlandi. 


Orð dagsins og dagur umhverfisins

1681608828sd21RettaÉg fer daglega rúnt á nokkrar síður og er orð dagsins frá Stefáni frænda mínum, Arnheiði og Ragnhildi á Starðagskrárskrifstofunni í Borgarnesi einn viðkomustaðurinn. Þar koma fram ýmsar góðar tilvitnanir, hugmyndir og vangaveltur um umhverfismál hér heima og erlendis sem gott er að lesa í morgunsárið.  

ORÐ DAGSINS 25. apríl 2007

Ný jarðgasorkuver losa minna af gróðurhúsalofttegundum en kjarnorkuver sem veita sömu þjónustu! Þetta kemur fram í skýrslu Öko-Institut í Þýskalandi, sem þýska umhverfisráðuneytiðbirti í gær. Í skýrslunni er borin saman losun frá mismunandi orkuverum í öllu orkuvinnsluferlinu og litið á venjuleg heimili sem grunneiningu. Heimili sem fá raforku frá kjarnorkuverum nota alla jafna olíu eða gas til upphitunar, þar eð kjarnorkuver tengjast ekki fjarvarmaveitum. Ný gasorkuver framleiða hins vegar gufu til rafmagnsframleiðslu og selja vatnið síðan til hitunar. Þegar á allt er litið, þ.m.t. einnig losun vegna vinnslu hráefnis í úraníumnámum og olíulindum, er koltvísýringslosunin í reynd 772 g/kWst vegna kjarnorku, en 747 g/kWst vegna orku frá gasorkuverum. Sé aðeins litið á losun frá kjarnorkuverinu sjálfu er hún 31-61 g/kWst, mismunandi eftir uppruna úransins. Sambærileg losun frá vindorkuverum er 23 g/kWst, 39 g/kWst frá vatnsorkuverum og 89 g/kWst frá sólarorkuverum.
Lesið fréttatilkynningu þýska umhverfisráðuneytisins í gær

Ég hvet líka alla til að kynna sér góðar greinar í blöðunum sem skrifaðar hafa verið í tilefni dags umhverfisins sem er í dag og umhverfisráðuneytið hefur tileinkað  hreinni orku og loftslagsbreytingum.Ég vil í því sambandi benda sérstaklega benda á opinn umræðufund sem nýstofnað félag umhverfisfræðinga boðar til í dag í Öskju sem opið er öllum.

Félag umhverfisfræðinga boðar til opins umræðufundar á Degi umhverfisins:

Loftslagsbreytingar - tækifæri til aðgerða!

einstaklingar - fyrirtæki - stjórnvöld

25. apríl kl. 16:30-18:30 í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132

Markmið fundarins er að skapa frjóa umræðu um hvað einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld geta gert til að draga úr loftslagsbreytingum.

Umhverfisráðuneytið hefur tileinkað dag umhverfisins hreinni orku og loftslagsbreytingum. Í upphafi fundarins verður inngangserindi í samræmi við þema dagsins, en út frá spurningunni: ,,Hvernig hafa einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld áhrif og hvað geta þau gert?" Að því loknu fá fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis í vor tækifæri á stuttri kynningu á því hvernig þeir hyggjast beita stefnumótun stjórnvalda til að hvetja og auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að takast á við hið gríðarstóra verkefni að draga úr loftslagsbreytingum. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Dagskrá

16:30   Ávarp formanns Félags umhverfisfræðinga (FUM)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisstjórnunarfræðingur

16:40   Hugmyndir og hugrekki er allt sem þarf!

                        Birna Helgadóttir, umhverfisfræðingur og félagi í FUM

17:10   Framsaga frambjóðenda stjórnmálaflokkanna

17:40   Pallborðsumræður

Guðjón Ólafur Jónsson Framsóknarflokki (B),

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki (D),

Guðrún Þóra Hjaltadóttir Frjálslyndum (F),

Ósk Vilhjálmsdóttir Íslandshreyfingunni (I),

Dofri Hermannsson Samfylkingu (S),

Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum (V)

Fundarstjóri: Rut Kristinsdóttir, umhverfisfræðingur og félagi í FUM

Allir velkomnir


mbl.is Dagur umhverfisins er í dag - Fimm grunnskólar og Bechtel fengu viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr vefur Sjálfstæðisflokksins og skattagrein Sigurðar Kára

xd_malefni_haus_eldri2

Sjálfstæðislokkurinn er búinn að opna nýjan glæsilegan vef sem er að mínu mati aðgengilegri en sá gamli. Þar er fólki m.a. boðið upp á að senda forystu flokksins fyrirspurnir, sem leitast verður við að svara í vefvarpi á síðunni undir Tölum saman. Þar má lesa nú þegar svör Geirs H. Haarde varðandi áherslur í málefnum eldri borgara og eins um tekjudreifingu. Á síðunni má einnig finna upplýsingar um stefnumál, nýliðinn landsfund, frambjóðendur og ýmis kosningamál. 

Á nýja vefnum er líka hægt að lesa ýmislegt áhugavert efni og greinar eins og t.d. greinina sem Sigurður Kári Kristjánsson skrifaði um skattamál og birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar fór hann yfir nýlega könnun Capacent Gallup þar sem fram kom að 74,1% þjóðarinnar telji núverandi skatthlutfall vera of hátt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok staðið fyrir umsvifamestu skattalækkunum sögunnar gegn kröftugum mótmælum stjórnarandstöðuflokkanna. „Niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup er rothögg fyrir skattastefnu vinstriflokkanna," skrifar Sigurður Kári í greinni sem má lesa í heild sinni hér.


Lífshættulegur bílaleikur

IMG_6518

Ég bloggaði í gær um ræs á alþjóðlegri umferðaröryggisviku sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég fékk athugasemd frá Birgi Þór Bragasyni, sem verið hefur ötull talsmaður bílbelta og umferðaröryggis áratugum saman, þar sem hann spyr hvað sé til ráða við slysunum. Ég ákvað því að halda áfram með málið og í dag ætla ég að fara aðeins yfir stöðu mála í dag og seinna í vikunni áætlun stjórnvalda til framtíðar.

Banaslysin í umferðinni árið 2006 voru 31 og fjölgaði þeim um 12 milli ára. Þetta er mesta hörmungaár í umferðinni frá 2000 og slösuðust einnig fleiri alvarlega í umferðinni eða 153 í fyrra en 129 árið 2005. Ég sá í skýrslu Umferðarstofu um slysin í fyrra og komust sérfræðingar í slysarannsóknum að eftirfarandi:

  • Níu þeirra sem létust voru ekki með bílbeltin spennt.
  • Í átta tilvikum áttu ölvaðir ökumenn hlut að máli í slysunum og í tveimur tilvikum til viðbótar létust óvarðir vegfarendur sem voru undir áhrifum áfengis.
  • Ellefu létust í slysum þar sem ofsaakstur kemur við sögu.
  • Átta látast þegar bílar fara útaf vegi.

Þó að ómögulegt sé fyrir okkur að slá einhverju föstu þá veltir maður því samt óneitanlega fyrir sér hvort beltin hefðu bjargað, hvort áfengisneyslan hafi ráðið úrslitum. Hefði þetta fólk lifað ef hraðinn hefði verið minni og hvað með umhverfisþættina og öryggi ökumanna á og við vegi landsins. Við vitum öll hvað vegrið hafa bjargað mörgum, hvað endurskinsstangirnar eru mikið öryggisatriði. Eins hvað miklu skiptir fyrir öryggið hvað búið er að fækka einbreiðum brúm og hvað mun muna mikið um tvöföldun á fjölförnum vegum eins og komin er áætlun um á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.  

Sett var á stofn Rannsóknanefnd umferðarslysa sem greinir orsakir umferðarslysa eftir því sem unnt m.a. til að hægt sé að draga af því lærdóm og bæta aðstæður. Viðurlög við umferðarlagabrotum hafa verið hert undanfarið og punktakerfi sett upp. Eftirlit lögreglu hefur verið aukið á vegum landsins og í þéttbýli og fagna ég átaki lögreglunnar um allt land. Það er ljóst að það er ekki lengur bara við Blönduós sem fólk býst við lögreglunni við hraðamælingar, eins og eitt sinn var. Það er hins vegar vel við hæfi að það embætti er farið að sjá um sektarmálin fyrir landið allt.

Ég hef trú á því að það átak sem hófst í gær eigi eftir að leiða til aukinnar vitundar okkar ökumanna um það sem við getum bætt og þurfum að forðast. Við vitum þetta flest allt í raun og öll viljum við fækka slysum. En stóra spurningin er "af hverju högum við okkur ekki betur í umferðinni?" Er það af því að við vitum ekki eða af því að við viljum ekki?

Eins og ég nefni hér að framan þá hefur ýmislegt verið gert í umferðaröryggismálum, en það þarf að gera enn betur og er ánægjulegt hvað tryggingafélög hafa lagst á árarnar með stjórnvöldum í þessum málum og eins fólk eins og Birgir Þór. Ég hef sjálf alltaf verið með bíladellu og horfi á Formúlu 1, en ég læt mér það nægja að fara í GOCART annað slagið og fæ fína útrás við það, en það er ekki svo með alla sem stunda lílfshættulega bílaleiki á götunum sem stundum enda illa. Persónulega tel ég að umferðarleikni ungmenna og "beint í æð" fræðsla verði að koma til í auknu mæli ef við ætlum að ná árangri hvað varðar yngsta aldurshópinn.

En hvað heldur þú?


mbl.is Umferðaröryggi á heimsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökufanturinn frá Siglufirði

11-11-04

Það er ljóst að ekki er vanþörf á aukinni fræðslu og forvörnum sem fara fram á alþjóðlegu umferðaröryggisviku Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Tilgangurinn er að fá leiðtoga stærstu efnahagsvelda heims, G8 hópsins svonefnda, og aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna til að marka sérstaka stefnu til að uppræta umferðarslys og ákveða hversu miklu fé skuli veitt í málaflokkinn.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, skilgreinir afleiðingar umferðaslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins. Á hverjum degi látast um 3.000 manns í umferðaslysum í heiminum, u.þ.b. 500 börn á hverjum degi sem þýðir að á 3 mínútna fresti deyr barn í umferðinni í heiminum. Er ætlunin að halda umferðarviku á þriggja ára fresti. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin. Hér á Íslandi var umferðaöryggisvikunni formlega ýtt úr vör í Forvarnarhúsi Sjóvá og var það Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem ræsti átákið.

Í Forvarnarhúsinu eru til sýnis ýmis tæki sem leiða fólk í allan sannleik um afleiðingar ölvunar- og hraðaksturs. Sturla og blaðamenn fengu að kynnast ýmsum þeim hættum sem fylgja ölvunar- og hraðakstri og kom t.d. í ljós á hraðavoginni að lendi samgönguráðherra í árekstri á 90 km hraða vegur hann um 13,6 tonn og farsími hans vegur um 13 kíló.

Einnig er hægt að prófa hermir sem sýnir hvernig fólk missir tökin þegar það drekkur áfengi. Sautján voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og  um helgina, sem eru sautján of margir og vona ég að fólk fari nú að vitkast í þessum málum og taka leigubíl eða strætó. Það eru nokkuð áhrifaríkar auglýsingarnar þar fólk í opinberum störfum er að drekka léttvínsglas við störf og eru skilaboðin þau að ekki sé heldur í lagi að aka undir áhrifum áfengis.

Það er að verða allt of algengt að maður lesi um fjórtán, fimmtán ára krakka sem eru að keyra próflaus og ég tala nú ekki drukkin líka og ætla ég rétt að vona að ástæðan fyrir þessari aukingum sé öflugra eftirlit lögreglunnar, sem vissulega hefur verið áberandi undanfarið.

Þegar ég las niðurlag fréttarinnar datt mér hins vegar í hug saga af stóra bróður mínum sem gerðist þegar hann var í Vélskólanum fyrir rúmlega 20 árum síðan. Hann fór út að skemmta sér í miðborginni einu sinni sem oftar og skildi bílinn eftir á Skólavörðustígnum og ætlaði að ná í hann daginn eftir. En morguninn eftir þá vaknaði hann við símhringingu. Það var pabbi sem vildi fá að vita hvort hann hefði verið að skemmta sér því á forsíðu ónefnds dagblaðs var frétt um ökufant sem keyrði á fullt af bílum og endaði á grindverki eða inni í garði. Jú viti menn á baksíðunni var frétt og hálfsíðumynd. Þarna var Terselinn sjálfur í öllu sínu veldi, vel klesstur og á miðri myndinni var aðeins eitt upplýst bílnúmer, F-350 og mátti auðveldlega leggja saman 2+2 og fá út 5 og álykta sem svo að það hefði verið ökufanturinn frá Siglufirði sem hefði aðeins misst tök á akstrinum í stórborginni.


mbl.is 15 ára ölvaður ökumaður á stolnum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað endurspeglar þetta?

425598A

Það var fróðlegt að sjá nánari greiningu á því hvar flokkarnir hafa hlutfallslega mest fylgi í Suðurkjördæmi eftir svæðum. Þar sem ég bý ekki þar hef ég ekki mikla tilfinningu fyrir því hvað þetta endurspeglar, en ég ímynda mér að persónulegt fylgi Árna Johnsen í Vestmannaeyjum sé a.m.k. ástæða þess að D listinn greinist með 55,5% fylgi í Eyjum og sterk staða Framsóknarflokksins í Árnessýslu, en annað er mér nokkurn vegin lokuð bók.

Hvað haldið þið að valdi?

Heildarniðurstaða:

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur (D) fengi 40,9% og 5 þingmenn, Samfylkingin (S) fengi 24,0% og tvo þingmenn, Framsóknarflokkurinn (B) 14,2% og einn þingmann, Vinstri græn (V) fengju 13,7% og einn þingmann, Frjálslyndi flokkurinn (F) fengi 4,8%, Íslandshreyfingin (I) 2,2% og Baráttusamtökin (E) fengju 0,3.

Sundurgreining á fylgi eftir svæðum:

Hlutfallslega hæst á Suðurlandi austan Árnessýslu

V-listi  (23,2%)

Hlutfallslega hæst í Árnessýslu

B-listi (23,6%)

Hlutfallslega hæst í Vestmannaeyjum

D-listi (55,5%)

Hlutfallslega hæst á Suðurnesjum  

S-listi (27,6%)

F-listi (8,3%)

I-listi (3,7%)

E-listi (0,7%)


mbl.is D-listi með 55,5% fylgi í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband