Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Sædís Erla fer í MA
29.2.2008 | 18:17
"Mamma er hlaupársdagur í dag"... var það fyrsta sem fjögurra ára dóttir mín sagði í morgun. Ég játti því og þá sagði hún .... "og er þá ekki frí í leikskólanum?" Hún var sem sé alveg harðákveðin í því að hlaupársdagur ætti að vera lögbundinn frídagur og því er ég sannfærð um að hún fer í MA þegar hennar menntaskólatími kemur.... nema nýi framhaldsskólinn í Mosfellsbæ taki þennan hugleiðingarsið upp líka.
Hlaupársdagur er hvíldardagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dagur Listaskólans í Mosfellsbæ haldinn 1. mars
29.2.2008 | 15:56
Á morgun laugardaginn 1. mars verður dagur Listaskólans haldinn í Mosfellsbænum. Í bæjarleikhúsinu verður ævintýri H.C. Andersen, "Nýju fötin keisarans" flutt af Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Tónlistardeildinni og Leikfélagi Mosfellssveitar. Nemendur úr Myndlistarskóla Mosfellsbæjar sjá um leikmyndina. Leikstjórinn er Birgir Sigurðsson.
Listaskóli Mosfellsbæjar var stofnaður 1. febrúar 2006 og er hann rekinn og styrktur af sveitarfélaginu og fer fræðslunefnd með málefni hans í umboði bæjarstjórnar. Listaskólinn er merkileg stofnun sem samanstendur af: Tónlistardeild, skólahljómsveit, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélagi Mosfellssveitar. Allar undirstofnanir Listaskólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar og gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli Listaskólans og þeirra.
Starfsemi Listaskólans hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum og má segja að vel hafi gengið að vinna að markmiðum með stofnun hans sem voru að samþætta starfsemi þessara stofnana í bæjarfélaginu og að tryggja tengsl milli þeirra. Mikil áhersla er lögð á að fléttuð saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla og er mikil starfsemi úti í skólunum. Það er gaman að heyra sögur af tónlistartímum í skólunum og er mikil ánægja með þessa viðbót við skólastarfið.
Það verður gaman að mæta á sýninguna á morgun. Alls verða þrjár sýningar í Bæjarleikhúsinu kl. 14.00, 15.30 og 17.00 og eru allir velkomnir í Mosfellsbæinn. Aðgangur er ókeypis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjaskóli 2008
28.2.2008 | 17:18
Ég varð alveg óskaplega glöð þegar ég opnaði póstinn minni í dag. Mín beið nefnilega bréf frá gömlum skólasystkinum í Reykjaskóla, þeim Bjarka, Daddý, Eika, Ragga Kalla og Siggu Snæ. Í bréfinu boðuðu þau að haldið yrði Reykjaskólamót helgina 9. - 10. ágúst. Mótið verður fyrir árgangana 1980-1982, en ég var í skólanum árin 1981-1983.
Það verður gaman að hitta alla gömlu félagana. Suma hef ég ekki hitt frá því í Reykjaskóla, en aðra hef ég hitt margoft og meira að segja fundið út ættartengsl við frændur af Ströndum, þá Jón, Jón Gísla og elsku Pétur. Nú verður maður að vera duglegur að hafa samband við liðið svo þetta verði alvöru. Nú fer ég beint í það að leita uppi myndir frá þessum tíma... þegar ég var fimmtán, með stutt svart hár og hlustaði á Bubba .
Hér er bréfið sem ég fékk og hér er heimasíða Reykjaskólamótsins.
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár!
Kæru bekkjar- og skólasystkin!
Þá er komið að því sem allir hafa talað um síðastliðin 28 ár.
Á sumri komandi, nánar tiltekið dagana 9-10. ágúst verður haldin hátíð til heiðurs okkur fyrrum nemenda í Reykjaskóla veturna 1980-1982.
Hátíðin verður haldin að Reykjum í Hrútafirði og hefst formlega kl. 12:00 á hádegi laugardagsins 9. ágúst á erindi Ragnars Karls Ingasonar formanns hátíðarnefndar.
Skipuleg dagskrá verður á laugardeginum, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka.
Nánari upplýsingar um dagskrá, gistingu og annað má nálgast á eftirfarandi slóð:
Með kærri kveðju frá Hátíðarnefndinni
Bjarki Franzson
Dagbjört Hrönn Leifsdóttir
Eiríkur Einarsson
Ragnar Karl Ingason
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2008 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Draumasveitarfélagið Mosfellsbær og hugur í sjálfstæðismönnum
25.2.2008 | 23:32
Það er búið að vera mikið að gera eftir að ég kom frá New Orleans, svo mikið að ég hef ekki einu sinni náð að blogga.
Síðasta vika var viðburðarík og gerðist margt jákvætt hjá okkur í Mosfellsbænum. Aðalfundur okkar sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ var haldinn. Fengum við nýja formenn, Ofur-Snorri er orðinn formaður sjálfstæðisfélagsins og tók hann við góðu búi af Þresti Lýðssyni og verður gaman að vinna með nýrri stjórn, fullt af nýju fólki og var ekki annað að heyra en mikill hugur væri í sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ. Þorgerður Katrín varaformaður mætti á fundinn og ræddi málin eins og henni einni er lagið og er óhætt að segja að umræðurnar hafi verið í líflegra lagi. Í síðustu viku var einnig undirritaður samningur um nýjan framhaldsskóla Í Mosfellsbæ FM eða MM og er ljúft að þetta stórmál er í höfn. Næst verður ráðinn skólameistara og ákveðnar áherslur í skólastarfinu. Skólinn verður staðsettur við þjóðveg 1 í miðbæ Mosfellsbæjar á milli nýja og gamla Vesturlandsvegarins.
Það var líka ánægjulegt að sjá að Mosfellsbær lenti í þriðja sæti af 38 sveitarfélögum á draumasveitarfélagalista tímaritsins Vísbendingar. Draumasveitarfélagið er það sveitarfélag sem er best statt samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem Vísbending gaf sér s.s. lág skattheimta, hófleg íbúafjölgun, afkoma sem hlutfall af tekjum, hlutfall skulda ef tekjum og veltufjárhlutfall. Í listanum yfir þessi 38 sveitarfélög fengu þrjú efstu fengu einkunn yfir 7. Garðabær efstur með einkunnina 8,4 en þar á eftir koma Seltjarnarnes með 7,3 og Mosfellsbær með 7,0. Mosfellsbær hækkar sig um upp um þrjú sæti frá síðustu úttekt Vísbendingar, enda gott að búa í Mosfellsbæ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2008 kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nokkrar myndir frá New Orleans
14.2.2008 | 23:37
Ég veit ekki hvernig mér námsmanninum datt í hug að fara í ráðstefnuferð í heila viku. Þegar ég kom til baka var bensínið búið að hækka um margar krónur og verkefnin í skólanum upp fyrir haus. Ég á eftir að gera 1 verkefni, eina stuttritgerð og eitt hópverkefni, fyrir næsta mánudag.... og ég skal!
Ég er sem sé að afsaka það að ég sé ekki búin að blogga neitt og ekki einu sinni setja inn myndir, en nú ætla ég að bæta úr því og setja inn sýnishorn með færslunni, svona rétt til að friða samviskuna.
ágætis yfirlýsing, sem lýsir kannski hugarástandi heimamanna
Jóhann bróðir og Shirley í New Orleans
Við Shirley að sýna okkar rétta andlit
Svalirnar fyrir utan ráðstefnusalinn
Vatnslínan sést vel utan á húsinu
Mygla og raki fóru illa með allan við
Flóðagarður, fallegt þennan dag en virkaði ekki í flóðunum 2005
Autt verslunarhúsnæði og engin búð opin á stóru svæði
Við Shirley í myndatöku með NO Gospel kvartett
Stríðsdís að taka lagið og breytti kvartett í kvintett
Heimsins flottasta fangelsi í miðborg New Orelans
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.2.2008 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Strákarnir á vellinum og söngur í New Orleans
10.2.2008 | 15:17
Ég hef ekkert heyrt í Ella í dag, enda klukkan bara 9 hjá mér og frúin nývöknuð og útsofin. Það verður nú hálf fúlt ef City rúllar ManUn upp, en ég veit að það eru City menn í hópnum og því verða einhverjir súper glaðir. Ég var að spjalla við pabba á Skypinu og sagði hann mér að hann hefði verið að sigla á Hafliða og selja afla í Grimsby. Þá hefði hann orðið var við að einhverjar fréttir höfðu mikil áhrif á heimamenn. Það var mikil sorg og sumir grátandi, svo hann spurði hvað hefði gerst. Þá var það ManUn slysið fyrir 50 árum. En pabbi fékk sjálfur góðar fréttir að heiman, nefnilega þær að frumburðurinn Kristín systir væri fædd.
Ég fór út með Jóhanni, Shirley og Ken, Skotanum sem vinnur með Jóhanni. Þetta var meiriháttar og byrjuðum við á því að hittast á frægum hringbar nágrenninu. Þegar ég labbaði þangað sá ég og heyrði í þessum flotta kvintett. Þegar við komum út þá voru þeir enn að syngja og við fórum og hlustuðum, en ég elska svona söng og voru þeir einu orði sagt frábærir. Þegar við vorum að fara ákváðum við Shirley að stilla okkur upp milli þeirra og láta Jóhann taka mynd af okkur. Þeir voru þá einmitt að syngja lag sem ég kunni, svo ég hætti vð að fara og kláraði bara lagið með þeim og skemmti mér hið besta.
Svo fórum við út að borða á flottum sjávarréttastað og keyptum við okkur uppskriftabók. því í henni átti að vera fræg uppskrift af brauðbúðingi, sem við fengum okkur. Svo kom í ljós að svo var ekki og munum við fá uppskriftina senda á e-mail. Við fengum kokkinn til að árita bækurnar og fengum við Shirley svo mynd af okkur með honum og svo var arkað út í nóttina. Við fórum á nokkra staði við Burbon street og enduðum svo á litlum stað þar sem sunginn var blús. Söngvarinn var svona frekar í þyngri kantinum og gat ekki gengið sökum þess og var keyrður út í hjólastól, en þvílíkur söngur. Þetta var frábær endir á stórskemmtilegu kvöldi í New Orleans.
Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vatnstjón í New Orleans
10.2.2008 | 01:36
Hálf ömurlegt með Egilshöllina, þetta á eftir að taka einhvern tíma og margar æfingar sem ekki verða teknar í höllinni.
Ég fór með Shirley hans Jóhanns og ráðstefnugestum um New Orleans og er ég enn að melta það sem ég sá. Þetta er náttúrulega yfirþyrmandi og þótti mér sláandi að sjá X-in á húsunum. Einn hlutinn fyrir dagsetningu, einn fyrir hópinn sem leitaði húsinu, einn hægra megin fyrir dauð heimilisdýr og neðst fjöldi látinna sem fundust.
Það sem mér þótti magnaðast var hvað fólk er samt tilbúið að halda áfram og byggja upp. Það var búið að gera mikið í því að laga torg og garða og sáum við líka nokkur Grand-opening skilti í búðargluggum, sem skiptir fólkið öllu máli. Það er nefnilega þannig að í sumum hverfum er engin búð og því mikið gleðiefni þegar slíkt gerist.
Ég tók ekki nema 500 myndir og ætla að setja þær inn seinna því við Jóhann og Shirley erum að fara út að borða.
Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flug FI 440 farið til Manchester og meira um New Orleans
9.2.2008 | 12:48
Ég vaknaði fyrir allar aldir líkt og hina morgnana í New Orleans og var það fyrsta sem ég gerði að fara inn á Icelandair og kanna hvort Elli og hinir strákarnir hefði komist til Manchester og viti menn,
Flug FI 440 Manchester (MAN) sem áætluð var 08.00 fór frá Keflavík kl.08.26 og því ekki annað að segja en góða ferð strákar og góða skemmtun á leiknum í dag.
Það er ýmislegt á dagskrá laugardagsins 9. febrúar, já og Stella mín til hamingju með daginn .
Síðasti dagur ráðstefnunnar og vettvangsferðin um New Orleans. Shirley ætlar að koma með mér og munum við fara um borgina með fararstjórum og taka nokkur stopp og skoða ummerki eftir náttúruhamfarirnar 2005. Ég keypti bók í gær sem segir hamfarasöguna í máli og myndum. Þar kom fram að Rauði krossinn hefði unnið mikið og gott hjálparstarf og m.a. að á þeirra vegum hefðu verið 219.500 manns að störfum frá frá öllum fylkjum Bandaríkjanna og einnig frá öðrum löndum. Ég verð nú að viðurkenna að ég nota alltaf tækifærið og spyr þá sem ég hitti hvort Rauði krossinn hafi hjálpað þeim eitthvað. Það kemur þá alltaf eitthvað sérstakt blik í augu fólks sem talar um hvað Rauði krossinn hafi staðið sig vel . Það er svo sem ekki eitthvað sem kemur mér sérstaklega á óvart í þeim efnum, en gamla Rauða kross hjartað tekur samt eitt og eitt aukaslag við þessi svör.
Veðrið gengið niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Elli enn í Keflavík og Stóri kominn til New Orleans
9.2.2008 | 01:21
Elsku Elli minn er enn í Keflavík og bíður þess að komast á ManUn-ManCity á morgun, vona bara að hann hvetji sína menn bara í hljóði í þetta sinn. Hann sagði mér að þeir væru allir 15 á gistiheimili í Keflavík og ættu að fara út í fyrramálið kl.8. Það tók víst 5 tíma að rýma vélarnar...
En er þá ekki betra að vera í New Orleans og vera á leiðinni út að borða með stóra bróður og Shirley mágkonu, eftir frábæran dag á ráðstefnu. Við ætlum að skella okkur út að borða og leita svo uppi einhverja blús- og Jazzbari.
Ég er enn að safna Katarínusögum sem ég skal segja seinna. Það er merkilegt að hér er mikil gálgahúmor í gangi. Bolir og minjagripir með hauskúpum og mikilum dauðhúmor. En eins og þjónninn sagði í dag "lífið heldur áfram hvort sem okkur líkar betur eða verr".
Flutningi úr flugvélum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elli minn bíður á Keflavíkurflugvelli
8.2.2008 | 18:48
Elli minn bíður á Keflavíkurflugvelli eftir að komast í fótboltaferðina til Englands. Það er nokkuð ljóst að ekkert fær stöðvað hann að fara á ManUn og ManCity á morgun, nema náttúrulega vonda veðrið. Ég sagði honum að ég fengi nú bara hland fyrir hjartað og þá sagði mér hann mér að læknirinn á Borgó hefði líka sagt þetta, en hún væri kona eins og ég og skyldi ekki ManUn/ManCity .
Ekki hægt að afgreiða flugvélar á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)