Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Föstudagurinn þrettándi og mannlegur stuðningur

Þetta kemur mér ekki á óvart og hefði ég jafnvel haldið að hlutfall þeirra sem enn þjást af streitueinkennum yrði hærra þarna í NY. Ég hef ekki enn lesið þessa grein sem vitnað er í, en það er ljóst að það eru oft margt sem veldur streitu, en ekki bara eitthvað eitt. Enda kemur fram að það eru ýmsir hópar líkt og fráskildir sem finna fyrir meiri einkennum, en við vitum að skilnaður einn og sér veldur mikilli streitu, hvað þá þegar 911 bætist við, eða öfugt.

Áfallastreita er dauðans alvara og líðan sem dregur vissulega úr lífsgæðum fólks. Enda eru dæmigerð einkenni ofsahræðsluköst, viðvarandi ótti og vonleysi. Þá sýna þeir sem þjást af áfallastreitu oft óvenjumikil reiðiviðbrögð, auk þess sem þeir eiga við svefnerfiðleika, martraðir og einbeitingarvanda að stríða.

Þó verðum við að hafa í huga að áfall þarf þó ekki endilega að vera á sömu stærðargráðu og 911 og er mjög misjafnt hvernig fólk bregst við áföllum. Um gæti verið að ræða ástarsorg, einelti, ofbeldi, dauðsfall náins ættingja eða vinar, fötlun eða sjúkdóm. það er mikilvægt að fólk vinni úr áföllum og tek ég undir með rannsóknaraðilum að mikilvægt sé að heilbrigðisyfirvöld veiti þeim sem verst eru haldnir aukna fyrirgreiðslu varðandi geðheilbrigðisþjónustu og úrvinnslu.

Ég hef ekki skoðað það sérstaklega en sýnist í fljótu bragði að sú áfallahjálp sem verið er að veita á Suðurlandi eftir skjálftana sé í góðum farvegi. Nú sem fyrr hafa heyrst raddir (eins og alltaf gerist) um að þetta sé nú algjör óþarfi og fjölmiðlafár úr af nákvæmlega ENGU. En þeir sömu taka ekki með í reikninginn að kannski er þetta fólk sem upplifir áfallið mjög sterkt og líður verulega illa að glíma við gömul áföll samhliða. Enda er maðurinn svo flókið fyrirbrigði og getum við ekki leyft okkur að líta bara á einn afmarkaðan þátt, við verðum að líta á heildarmyndina. Ef fólki líður illa þá á það að leita sér aðstoðar og sem betur fer eigum við fjöldann allan af mjög færum sérfræðingum sem aðstoða fólk við að vinna úr áföllum.

Hér er að finna gott efni frá Rauða krossinum sem heitir ef bara ég hefði vitað. Þar kemur einmitt eitt atriði fram í kaflanum um áfall sem oft gleymist, en það er mikilvægi mannlegs stuðnings. 

Áfall

Áfall
 

„Að sýna öðrum umhyggju getur gert kraftaverk"

Það er ekki auðvelt að komast yfir áfall. Þess vegna getur umhyggja fyrir öðrum gert kraftaverk. Sjálft vandamálið hverfur ekki, en það getur hjálpað manneskjunni að gleyma erfiðleikunum að hafa það notalegt með vinum sínum. Það getur jafnvel líka gefið tækifæri til að fitja upp á vandanum og ræða hann við aðra.


mbl.is 11. september veldur enn streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er loksins orðin sjálfboðaliði Rauða krossins

Punainen_Risti

Eftir að ég hætti að starfa sem verkefnisstjóri neyðarvarna og neyðaraðstoðar hjá Rauða krossinum síðasta haust hafði ég ætlað mér að gerast sjálfboðaliði. En vegna anna í skólanum varð svo ekkert úr því fyrr en mér bauðst að taka þátt í rekstrarstjórn Fatasöfnunar. Auk mín eru þar Þórir Guðmundsson fyrrverandi samstarfsmaður minn sem er formaður og Gunnar M. Hansson.

Nú höfum við fundið nýtt húsnæði fyrir starsemina og verður flutt í sumar út Gjótuhrauni í Garðabæ í Skútuvog 1. Gerður var langtímasamningur sem var mikill léttir því starfsemin hefur þurft að flytja fjórum sinnum á átta árum. Ég hef miklar taugar til þessa verkefnis því þá var ég svæðisfulltrúi deildanna á höfuðborgarsvæðinu og vann að því að koma verkefninu á laggirnar ásamt Hannesi Birgi Hjálmarssyni og Rauða kross deildunum. Ákveðið var að semja við Sorpu um móttöku fatnaðar sem hefur gengið mjög vel. Við fundum húsnæði fyrir móttöku og flokkun og vorum við þá einmitt að leita að húsnæði á þessu svæði við höfnina, en fundum ekkert hentugt og má því kannski segja að starfsemin sé komin heim. Fyrsta Rauða kross búðin opnuð við Hverfisgötu og fóru hjólin að snúast og á síðasta ári störfuðu 130 sjálfboðaliðar við verkefnið.  En það er skemmtileg tilviljun að þegar verkefnið byrjaði var ég starfsmaður verkefnisins en hann Örn Ragnarsson sem nú starfar sem verkefnisstjóri fataflokkunar var sjálfboðaliði, já svona geta hlutirnir snúist við.

Næstu skref okkar rekstrarstjórnarinnar er að leita leiða til að efla enn frekar þetta kröftuga starf enn frekar og ekki síst sölu á fatnaði hér innanlands. Stór hópur sjálfboðaliða kemur að verkefninu sem er umfangsmeira en margir átta sig á. Auk flokkunar og úthlutunar eru nú starfræktar verslanir með notuð föt á Laugavegi í Reykjavík og við Strandgötu í Hafnarfirði. Það sem af er þessu ári hefur Rauði krossinn safnað um 440 tonnum af fatnaði. Langmest fer í sölu erlendis en annað er annað hvort selt hér heima eða úthlutað til þurfandi. Þannig hafa um 1,000 úthlutanir farið fram á vegum Fatasöfnunarinnar hér innanlands á árinu.

Ágóði af sölu fatnaðarins fer allur í verkefni á vegum Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands. Nú fara átta milljónir króna í verkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Tíu milljónum króna verður varið í neyðaraðstoð Alþjóða Rauða krossins í Sómalíu þar sem hundruð þúsunda Sómala þjást af matar- og vatnsskorti í kjölfar harðnandi átaka og þurrka. Alþjóða Rauði krossinn sendi frá sér neyðarbeiðni í síðustu viku vegna ástandsins í Sómalíu sem er talið vera mesti harmleikur sem riðið hefur yfir landið á undanförnum áratug. Stór hluti íbúa er örmagna eftir langvarandi átök og erfiða lífsbaráttu, en þurrkar í landinu hafa nú enn aukið á neyðarástand þar.


mbl.is 18 milljónir fyrir föt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennahlaup í rigningu og yndislegt brúðkaup Hreiðars og Elísabetar

kvennahlaupið í Mosfellsbænum 2008 

Gærdagurinn var yndislegur. Fyrst fórum við stelpurnar í kvennahlaupið hér í Mosfellsbænum eins og alltaf og var þvílíkur fjöldi sem tók þátt. Ég tók svo einn Skype fund við Ásthildi samstarfskonu mína út af hluta af meistaraverkefninu mínu, en hún er í skóla í Ameríku. Þvílíkt þægilegt blessað Skypið.

Brúðkaupið á hæðinni

En þá var komið að því! Brúðkaupinu sem næstum varð ekki af vegna "á hæðinni". En Hreiðar náði að staðfesta kirkjuna og allt gekk upp. Nú ég varð mér til skammar eins og alltaf og grét úr mér augun í Lágafellskirkju, æi ég er bara svona mikil blúnda og græt yfir fallegum söng og hvað er fallegra en yndislegt fólk að ganga í hjónaband.

Síðan fórum við í veisluna með góðum vinum og ætlaði ég að sitja á mér og sleppa ræðunni og myndatöku. Þær SMS skólasystur sáum um veislustjórnina og stóðu þær sig vel í því sem og brúarmeyjuhlutverkinu. Ég náði náttúrulega ekki að halda út þetta ekki ræðu/myndatöku... veit ekki hvernig mér dettur það í hug og er að hugsa um að hætta bara að ákveða svona rugl. En það var nefnilega svo að ég fékk ríkishlutverk á leiðinni í brúðkaupið. Ég fékk afhentan pakka frá fræðslunefndar-Helgu sem vinnur í fjármálaráðuneytinu sem ég átti að afhenta brúðhjónunum. Pakkinn var frá samninganefnd ríkisins og var ég því orðin sérlegur sendifulltrúi þeirrar nefndar og sem fyrrverandi ríkisstarfsmaður tók hlutverkinu mjög alvarlega. Hún Elísabet er nefnilega að vinna hjá Ríkissáttasemjara og því hafa fulltrúar þessarar ágætu nefndar hitt hana Elísabetu reglulega, mánuðum, árum og sumir áratugum saman. En ég fékk náttúrulega frítt spil varðandi ríkispakkann og sagði að Hreiðar væri lukkunnar pamfíll ...karlarnir í samninganefndinni hefðu örugglega allir viljað vera í hans sporum.

Orðin eitt

Vigdís, Konný, Gunni og Elli

Frú Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir og Elli minn

Besti Hljómur í heimi

Konný og Gunni

Herdís og Hreiðar nýgifti

Ofurskátar úr Mosverjum

Daði, Elísabet og Elli

Hamingjusöm hjón

Ekkert smá flott hjón

 

 


Flugklúbbur Mosfellsbæjar

Flugmennirnir Herdís og Örn

Ég fór í útsýnisflug með Úlfinum áðan, flugvél sem er ári eldri en ég. Frábært flug með Erni og Ása og er alltaf gaman að líta yfir stórborg Mosfellsbæjar úr háloftunum. Myndirnar tala sínu máli.

IMG_8629

IMG_8640

IMG_8671

IMG_8688

IMG_8641

IMG_8708

Undirritun samnings við Flugklúbb Mosfellsbæjar

IMG_8715


Ofnæmið hvarf

Já þetta er svona öðruvísi vor hjá mér. Ég hef verið mjög slæm af ofnæmi áratugum saman og sérstaklega á vorin vegna birkiofnæmis og svo annarra frjókorna yfir sumarið, svo ekki sé talað um hunda, ketti og allt hitt. En nú hef ég ekki tekið ofnæmislyf í mánuð og er alveg laus við ofnæmishausverkinn "góða" kláða og bólgur í augum og slappleikann.

Ástæðan er trúlega sú að ég fór í afeitrun á heilsuhæli í Póllandi og borðaði grænmeti og slappaði af í hálfan mánuð og gerði allt eftir bókinni. Stóra systir mín dreif mig með sér til að slappa af eftir prófin og vissi ég nákvæmlega ekkert hvað ég var að fara út í. Það kom mér því mjög á óvart að ég fann lítið fyrir ofnæmi úti og hélt að það væri eins og oft er þegar maður fer í nýtt land að maður finnur ekkert í fyrsta skiptið en svo kikkar ofnæmið inn í næsta skipti sem farið er á sama stað. En þetta hélt svo áfram þegar ég kom heim. Ég losnaði líka við mígrenið og liðverkina sem hafa truflað mig árum saman. Þetta er eiginlega of gott til að geta verið satt og hef ég ekki verið að ræða þetta mikið, því þetta er lygilegt. En er á meðan er og ef ég þarf að fara á heilsuhæli árlega til að losna við lyf og líða vel, þá geri ég það með brosi á vör.

Ég verð nú samt að viðurkenna að það er eitt sem fer í taugarnar á mér. En þegar ég tala um að ég hafi farið með stóru systrum mínum til Póllands á heilsuhæli tala allir um þarmahreinsun Crying.... en einhverra hluta vegna er það virðist það vera það eina sem fólk talar um. En ég ákvað samt að blogga um þetta varðandi ofnæmið ef það gæti gagnast einhverjum líkt og það hefur hjálpað mér?

Það er greinilega engin lygi að við erum það sem við borðum.


mbl.is Frjókornaofnæmi: Nýtt og betra lyf í þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásdís Magnea útskrifast frá grunnskóla

asdis_utskrift

Það var yndisleg stund en samt sorgleg þegar 10. bekkur útskrifaðist úr Lágafellsskóla og ótrúlegt að frumburðurinn skuli vera á leið í menntaskóla.

útskriftarræðan við skólaslitin

Það var dásamlegt að sjá Ásdísi okkar svífa upp á svið og halda þessa líka þessu flottu ræðu fyrir hönd úrskriftarnema sem formaður nemendafélagsins. Skólastjórinn hafði að orði þegar hún bar búin að hún spáði því að þetta yrði ekki síðasta ræðan hennar og að innhald ræðunnar hefði lofað góðu í þá veru.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og félagsfærni og svo fluttu Dagbjört og Kæja flott tónlistaratriði. Svo var komið að kveðjustundinni og held ég að bekkurinn hafi aldrei verið þéttari sem er mjög mikilvægt og gefur það ákveðnar vísbendingar um að bekkjarmótin verði skemmtileg og kepptust þau við að skrifa í árbækurnar hvert hjá öðru.

með útskriftarbókina

Kæja, Gísli og Ásdís

áritun í árbókina

mamma fékk líka blóm

 

 


Over the rainbow

Ég fór á fund í Hörgárbyggð í dag með stýrihóp staðardagskrár 21 og mátt til með að taka þessa myndir fyrir Lindu Ósk vinkonu mína... spáðu í það Linda ég flaug yfir regnbogann Wink..

Over the rainbow

IMG_8602


Ég er til!

jafnretti_menn

Mér dettur alltaf í hug... "maður kemur í manns stað" þegar ég horfi á þessa dásamlegu mynd (já já ég veit að konur eru líka menn Wink).

Yfirleitt er strax farið að tala um að við konur viljum ekki taka ábyrgð og gefa kost á okkur til stjórnarstarfa, sem er algjör fyrra. En það er samt ein breyta sem ég tel skipta mestu máli í þessu sambandi, en það eru tengingar stjórnarmanna við eigendur fyrirtækjanna, sem ég held að sé oftar en ekki fyrir hendi. Enda er ekki talað um gott tengslanet, bara af því bara. 

En ég ítreka bara að ég er til !


mbl.is Konur 13% stjórnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennari úr Varmárskóla í Mosfellsbæ hlaut menntaverðlaun

Íslensku menntaverðlaunin afhent

Það var hátíðlegt í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ í gær þegar íslensku menntaverðlaunin voru hafhent. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin í fjórða sinn. Verðlaunahafar voru fjórir og var ég að rifna úr stolti yfir einum verðlaunahafanum, honum Halldóri Björgvini Ívarssyni sem er kennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Hann fékk verðlaun í flokknum " Ungt fólk sem við upphaf kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt". Það hefur hann Halldór svo sannarlega gert, en fyrir utan það að vera dáður af nemendum sínum og samstarfsmönnum hefur hann sett upp samfélagsfræðivef á netinu sem allir geta nýtt sér í kennslu og námi. Á síðunni stendur m.a. "ÉG GET ÆTLA OG SKAL, nám er vinna sem er þess virði að standa sig í". Það er góð speki og verður gaman að fylgjast með unga kennaranum okkar sem er orðinn svo miklu meira en efnilegur. Við erum lánsöm í Mosfellsbæ að eiga stóran hóp af metnaðarfullum kennurum og starfsfólki í skólunum og bera öll frumkvöðla og þróunarverkefni skólanna þess glöggt vitni.

Aðrir verðlaunahafar voru: Hvolsskóli í flokki skóla, Arnheiður Borg í flokki kennara og Pétur Hafþór Jónsson úr Austurbæjarskóla í flokki námsefnishöfunda.


mbl.is Menntaverðlaunin afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grillaðar flugur í Jökulsárlóni

Þegar ég las um örlög flugnanna datt mér í hug saga sem ég heyrði um síðustu helgi í Vatnajökulsþjóðgarðs ferðinni minni.

Hún Sigrún María vinkona mín sem er mikil fuglaáhugamanneskja kom eitt sinn í Jökulsárlón. Hún tók strax eftir að sólskríkjurnar hegðuðu sér skringilega og fór að fylgjast betur með þeim. Þá sá hún að þær voru komnar á fullt í túrismann. Þær settust á grillin á bílum ferðamannanna og átu flugurnar. Sem sé grillaðar flugur LoL


mbl.is Flugurnar kyrrsettar í skipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband