Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Er á skjálftavaktinni á Sigló
24.7.2008 | 14:03
Við Elli, Sædís Erla og Skvísý erum komin á Sigló. Við komum á miðnætti eftir að hafa komið við hjá Ólöfu og Bigga í Reykjaskóla. Elli var aftur í með litlu "stelpunum" á leiðinni með lappirnar í framsætinu sem var lagt alveg niður þannig að það fór ágætlega um karlinn.
Skvísý varð viti fjær þegar hún hitti þær Lady og Lucy í gær. En þær stóru geltu svo óskaplega, að henni varð um og ó og vældi svo undirtók í firðinum og nágrannarnir komu út í glugga. Þeir hafa sjálfsagt haldið að við værum að drepa hana. En í morgun var þetta svo allt í lagi og léku þær sér saman í morgun, eins og þær hafi alist upp saman. Við töluðum svo mikið um ísbjörninn þegar við fórum Þverárfjallið í gær að Elli barðist við ísbjörn með hækjunum í alla nótt
Hér eru nokkrar myndir úr sólinni á Sigló.
Dregið hefur úr skjálftavirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stórdansleikur á Ketilási á laugardaginn
22.7.2008 | 20:28
Næsta laugardag verður haldinn stórdansleikur á Ketilási, félagsheimilinu "mínu" í Fljótunum. Ég hef farið á fjölmörg böll á þessum stað, en aldrei með hljómsveit kvöldsins Stormum. Enda er ég svo ung að ég kemst ekki inn, þyrfti að vera fædd "63. En það er þó búið að lofa mér því að ég kæmist inn í fylgd með fullorðnum, spurning hvort mamma og pabbi eru til í að koma með lillunni sinni . En svo er það blessaður glugginn sem stelpurnar, Vilborg og Magga Trausta og Gugga nefndu í morgun. En ég held samt að helv... glugginn hafi hlaupið og þori ég a.m.k. ekki að treysta því að komast inn um hann.
Hver veit nema maður nái ballinu á laugardaginn, það stefnir allt í það að við komumst á Sigló á morgun, en við sjáum bara til.
Hér er heimasíða ballsins, sem búið er að plana frá því í vetur.
Flott vinna kæra Ketilásnefnd, vonandi sjáumst við á laugardaginn.
Allt sem við viljum er friður á jörð
Laugardagskvöldið 26. júlí mun hljómsveitin Stormar leika á dansleik á Ketilási í Fljótum, öll gömlu góðu lögin.
Aldurstakmark 45. ár (nema í fylgd með fullorðunum)
Húsið opnar klukkan 21.30
Dansað verður fram eftir nóttu
Missið ekki af "comeback " dansleik Hippakynslóðarinnar
Tjaldstæði með snyrtingu er á Ketilási og er frítt þessa helgi
Nefndin
Rituhöfðafjölskyldan farin í hundana
21.7.2008 | 19:50
Við Rituhöfðafjölskyldan erum algjörlega farin í hundana.
Eftir að Lucy okkar flutti lögheimilið á Siglufjörð vegna ofnæmis (hennar sjálfrar) fyrir einu og hálfu ári síðan hefur verið hálf tómlegt hérna í Rituhöfðanum. Við söknuðum þess að hafa ekki góðan vin sem kom á móti okkur við dyrnar. Fór með okkur í göngutúra og ferðalög og horfði á sjónvarpið með okkur. Ásdís Magnea er búin að vera X-tra aðgangshörð undanfarið og fékk m.a. lánaðan fisk hjá Kristínu frænku í Grindó og skírði hann Voffa . Ég náði alveg sneiðinni.
Við Ásdís fórum svo að skoða netið og fundum við lítinn gullmola á netinu fyrir helgina og höfðum samband. En eigendurnir voru í ferðalagi og voru búin að segja að þau myndu ekki svara fyrr en í helgarlok. Við vorum temmilega bjartsýn þar sem margir voru áhugasamir, en viti menn, eigandinn hún Kristín hafði samband við okkur og sagði að við gætum fengið hana
Í dag fórum við svo á Suðurnesin og sóttum litlu skvísuna okkar, hana Skvísý Fjeldsted (liggur í hlutarins eðli að hundurinn fái ættarnafn). Hún er fjögurra mánaða gullmoli, blönduð hálf poodle og kvart pommi og peking... algjörlega yndisleg, róleg og falleg og sitjum við bara öll og horfum á undrið sofa í sófanum.
Þetta er fimmta tíkin í fjölskyldunni en þær Lucy okkar yndislega og Lady eru hjá ömmu og afa á Sigló og Buffy og Kitty í Grindó... og því var bara ekki hægt að sleppa Y-psiloninu og þegar okkur var sagt að hún hefði verið kölluð skvís bættum við bara y-i við .... Skvísy
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Krossað við Mosfell
19.7.2008 | 19:39
Jæja við tengdó skelltum okkur á Mosfell eftir hádegið í dag með Sædísi Erlu, sem er ótrúlega dugleg í fellagöngu. Við byrjuðum á að fara á markaðinn í dalnum, fengum okkur hindberjasósu (með ísnum á eftir) og besta pikkles í heimi frá Gunnu í Dalsgarði. Svo máttum við til að fá okkur kaffi, djús og deildum risasmáköku.
Síðan héldum við á Mosfellið. Upp, upp mín sál.....
Við stelpurnar héldum upp frá Mosfellskirkju, sem leið lá upp á fellið. Sædís Erla varð að skoða blómin (næstum öll) tína strá og hvíla sig á mosaþúfum á uppleið. Þegar upp var komið gengum við vörðu frá vörðu og nutum útsýnisins og stúderuðum fuglaskít og sungum "sjáðu spóa". Mamman hafði lánað göngumyndavélina og því voru góð ráð dýr. Myndavélin á símanum var notuð og var meira að segja hægt að taka panorama .
Þegar við sáum niður að Mosfellskirkju sáum við straum af bílum og héldum að þar væri komin móttökusveitin... en þegar niður áttuðum við okkur á því að þarna voru komnir gestir á leið í brúðkaup, allir sælir og ánægðir í góða veðrinu.
Við komum við hjá Gunnu á heimleiðinni og fékk Sædís Erla að tuskast með hvolpana og vildi ekki fara heim fyrr en talað var um ísinn í Snælandi.
Ísinn var keyptur og heit súkkulaðisósa til að fullkomna málið. Svo héldum við heim með ísinn, en var hann ekki alveg jafn "ferskur" og til stóð því við bökkuðum á bíl á bílastæðinu og urðum að gera skýrslu og tilheyrandi. En loksins gátum við farið heim með ísinn, hálf sjeikaðan, en ljúffengan ....
Pabbinn var að vonum sæll og ánægður að fá uppáhalds hjúkrunarkonurnar sínar heim, en hann er þó farinn að hoppa inn og út karl druslan. Hann hoppaði yfir til Halla þegar við fórum, til að taka út sólhúsframkvæmdirnar og fékk þessi elska umönnun hjá Sigrúnu og Önnu Ólöfu í fjarveru okkar hinna. . Í gær var hálf gatan að aðstoða Rituhöfðafjölskyldunni á 4 við að koma upp körfuboltakörfu sem keypt var slysadaginn mikla. En hún beið í búðinni uns Tóti sótti hana og svo mættu þeir Pétur, Halli og Raggi til að setja hana upp. Við erum svo rík að eiga svona góða vini
Bumbubolti er stórhættulegur
18.7.2008 | 10:25
Við ætluðum að vera farin heim á Siglufjörð áður en við færum á landsmót skáta sem hefst 22.júlí ......en svo breyttust plönin skyndilega. Elli náði að brjóta á sér sperrilegginn og slíta allt sem hægt var að slíta í ökklanum í sama sprakinu ... hann var nefnilega í bumbubolta á Tungubökkunum vinurinn sæli. Hann fór svo í aðgerð í gær og skrúfuðu þeir hann saman og hljóðaði reisupassinn upp á "tærnar upp í loft til 7. ágúst karlinn minn"
Það eru nokkrir búnir að leggja það til að nú yrðu fótboltaskórnir Ella bronsaði og settir á hilluna, en mér þætti nú meira við hæfi að þeir yrðu bara gifsaðir.
Flogið í útileguna og Reykjafell í Mosfellsbæ
8.7.2008 | 22:03
Um síðustu helgi fór ég á eftir Ella og krökkunum í útilegu til Akureyrar. Hann fór á fimmtudeginum því hann átti að keppa með UMFUS á föstudeginum og brunaði hann með allt liðið og fellihýsið. Mamman skrifaði og skrifaði og síðan á laugardeginum hélt ég þetta ekki út lengur og flaug í útileguna eftir hádegi. Ég náði góðum sólarhring með þeim á Akureyri og skruppum við í kaffi til mömmu og pabba á Sigló á heimleiðinni.
Sturla og Sædís Erla eru heima á daginn að snúllast, en hann er í vist hjá okkur og passar litlu systur sína eins og sjáaldur augna sinna þessi elska. Ég reyni að vera mest heimavið og í dag fór ég heim snemma, eftir að hafa fundast í bænum. Við skelltum okkur í Bónus og keyptum nesti, fórum og náðum í tengdó og skelltum okkur á Reykjafellið. Á leiðinni niður lentum við í skemmtilegum ævintýrum, hittum hesta og fengum að láni tvo rabbabara sem gerðu mikla lukku. Þetta var yndislegur göngutúr og voru allir sáttir og sársvangir þegar heim var komið.
Með tengdó á Úlfarsfelli
4.7.2008 | 20:43
Elli fór með krakkana á pollamótið á Akureyri í gær og hef ég setið við og skrifað. En í dag tók ég mér frí eftir hádegið. Skellti mér fyrst í nudd til Kollu, fór og fékk mér að borða á Maður lifandi og brunaði svo heim um fjögur því ég átti stefnumót við tengdó. Við ætluðum nefnilega að ganga á Úlfarsfellið og ætluðum við ekki að láta veðrið trufla okkur (no matter what )... en ekki reyndi á pollagallann því veðrið var yndislegt, 17 stiga hiti og logn.
Við erum alveg ákveðnar í því að klára fellin í Mosfellsbænum í sumar, eitt í hverri viku.
Konur kvænast í kirkju- til hamingju stelpur
2.7.2008 | 11:15
Hjartanlega til hamingju Katrín Þóra og Erla Björk.
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að samkynhneigð pör eigi að fá að gifta sig í kirkju og njóta sömu réttinda og við sem erum gagnkynhneigð. Það voru m.a. miklar umræður um málið á landsfundi okkar sjálfstæðimanna og sérstaklega um lagalegu hliðina og kom m.a. tillaga um að fella út úr ályktuninni rétt forstöðumanna trúfélaga til að gifta í kirkju, en það var sem betur fer fellt.
Ég sá í viðtali við þær stöllur Katrínu og Erlu að þær eru farnar að huga að barneignum og samgleðst ég þeim ynnilega.
Ég sá einu sinni viðtal við ungar konur í þættinum "Fyrstu skrefin" á Skjá einum. Konur sem áttu þá eina dóttur saman, en biðu fæðingar barns númer tvö. Þetta var frábær þáttur og var gaman að sjá hvað litla skottið hafði greinilega fyllt líf þeirra og var mikil tilhlökkun eftir nýja barninu. Já nákvæmlega, eðlilega rétt eins og hjá okkur gagnkynhneigðu hjónunum! Í mínum huga er það sjálfsagt mál að samkynhneigðir eignist börn og ættleiði og hef ég aldrei náð því þegar fólk er að segja "Guð en hræðilegt og hvað með aumingja barnið og þá fordómana og stríðnina sem það mun mæta". Já, hvað með barnið? Þvílík forræðisskyggja, ég segi nú ekki meira. Í mínum huga þá skiptir mestu máli að ala önn fyrir barninu, elska það og virða og styrkja sjálfsmynd þess þannig að það verði sterkur og hamingjusamur einstaklingur. Fordómar búa með okkur sjálfum og ef við lítum á skilgreiningar orðabókar Menningarsjóðs og Íslenskrar samheitaorðabókar um orðið fordóm þá kemur eftirfarandi fram:
Fordómur merkir það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. ......orðið sleggjudómur merkir órökstuddur dómur og að hleypidómalaus maður sé frjálshuga, frjálslyndur, kreddulaus og umburðarlyndur.
Ég er líklega bara svona heppin að hafa hlotið uppeldi þar sem mér var tamið að bera virðingu fyrir fólki og skoðunum annarra og þeirri staðreynd að ekkert okkar er eins og skiptir ekki máli af hvaða kyni, kynhneigð, stjórnmálaskoðun, trúarskoðun eða kynþætti við erum.
En aftur að ættleiðingunum. Stjórnvöld á Íslandi hafi breytt lögum þannig að samkynhneigðir geti nú ættleitt börn, þá hefur enn ekki fundist það land sem leyfir ættleiðingar samkynhneigðra á börnum frá því landi. Það er nefnilega þannig að flest lönd hafa ekki gengið eins langt í þessum réttlætismálum og við Íslendingar. Ég er sannarlega stolt af þeim áföngum sem náðst hafa í þessum efnum, sem eru í anda þeirra markmiða sem sett voru fram í ályktun um jafnréttismál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005.
Landsfundur 2005: Ályktun um jafnréttismál
Ábyrgð á jafnrétti borgara landsins hvílir á öllum Íslendingum en þó er mikilvægt að hið opinbera sýni gott fordæmi í jafnréttismálum. Eitt mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að tryggja jöfn tækifæri og jafnan rétt borgaranna.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar allri mismunun gagnvart einstaklingum af hvaða kyni, trú, kynhneigð eða þjóðfélagshópi sem þeir eru og leggur sig fram við að tryggja að allir hafi sömu tækifæri í þjóðfélaginu.
Það eru hagsmunir samfélagsins að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóðernisuppruna síns, kyns, kynhneigðar, trúarbragða eða litarháttar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt samkynhneigðra og leitast við að tryggja að réttindi þeirra séu jöfn réttindum annarra.
Fyrsta samkynhneigða parið giftist í kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)