Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Börn og hamfarir - hvað getum við lært af Japan? - Children and disasters - what can we learn from Japans?
20.3.2013 | 08:55
English below
Þann 11. mars sl. voru tvö ár liðin frá hinum miklu hamförum í Japan, þar sem tæplega 20 þúsund manns fórust. Til að minnast þessa býður Stofnun Sæmundar fróða til fyrirlestrar Herdísar Sigurjónsdóttur MSc:
Börn og hamfarir - hvað getum við lært af Japan?
Herdís er í samstarfi við Iwate háskóla í Japan og hefur farið þangað tvisvar eftir hamfarirnar til að kynna sér afleiðingar þeirra. Herdís starfar nú að þessum málaflokki hjá VSÓ ráðgjöf jafnframt doktorsnámi við Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2013 kl 12 - 13 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.
Allir eru velkomnir.
Fundarstjóri Dr. Guðrún Pétursdóttir
http://www.hi.is/vidburdir/born_og_hamfarir
Children and Disasters - What can we learn from Japan?
Two years after Japans 9,0 earthquake and the massive tsunami; where nearly twenty thousand pepople lost their lives the disaster is still in the worlds memory. Institute for Sustainable Development at University of Iceland offers a lecture.
Children and Disasters - What can we learn from Japan?
Herdis Sigurjónsdóttir MSc.
Herdís is cooperating with Iwate University in Japan and has been there twice after
the disaster. Herdís is working on disaster matters at VSO Consulting and is also a Ph.D. student at the University of Iceland.
The lecture will be held on Thursday 21 March 2013 at 12-13 in room 101 at the Point, the University of Iceland.
Everyone is welcome.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég bara ætti galdravönd
16.3.2013 | 08:00
Er að reyna að átta mig á einu í okkar ágæta samfélagi og vafraði um á netinu áðan og skoðaði umræðuna ...
- Fólkið í landinu vill lausnir vegna skuldavanda, enda sjá margir ekki til himins á meðan aðrir sem skulduðu hundruð milljóna eða milljarða hafa fengið niðurfellingu. Ég líka, enda óþolandi ástand og var þetta eitt fyrirferðamesta umræðuefnið á landsfundi okkar sjálfstæðismanna, þrátt fyrir að fjölmiðlar og aðrir flokkar vilji draga annað fram. Við verðum að bjóða upp á raunhæfar lausnir fyrir fólkið í landinu. Okkur sem erum ekki enn farin og reyna að fá þá sem hafa flúið ástandið heim aftur.
- Fólk er reitt yfir ICESAVE, já ég líka enda mætti ég á Bessastaði með rauð blys og hvatti Ólaf til að skrifa ekki undir sem gekk eftir. Þetta var líka það sem gerðist eftir að við, fólkið í landinu mótmæltum.
- Ég vil framkvæmdir til að ná inn tekjum í þjóðarbúið í stað þess að hækka skatta. Ekki svo áberandi í umræðunni sem er merkilegt því atvinnuleysi er mikið. Ég veit ekki með ykkur, en ég er orðin leið á því að fólki sem er upp fyrir haus í skuldum þurfi að greiða 5-7 þúsund af 10 000 krónunum sem það vinnur sér inn aukalega til að ná endum saman í skatt. Algjörlega óþolandi stefna sem er líka bara fiff í ríkisáætlunum og gengur aldrei eftir, því við fólkið í landinu erum ekki asnar!!
- Ég vil líka að ríkið hætti að belgja sig út leyfi einkaaðilum og öðrum að gera það sem þeir sérhæfa sig í. Alls ekki svo áberandi í umræðunni sem er líka merkilegt, ég tek þó kannski bara svona vel eftir þessu þar sem ég er að nema opinbera stjórnsýslu og er búin að skoða mörg dæmi á liðnum árum í tengslum við það.
- Ég vil lægri skatta eins og fram kom í 3.
Niðurstaðan er: ef ég bara ætti galdravönd ... hipp, hipp, hipp barbabrella!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2 ár frá hamförunum í Japan - 2 years from the triple disaster in Japan
11.3.2013 | 22:53
English below
Í dag eru tvö ár frá hamförunum í Japan þar sem um 20.000 manns fórst. Það er enn langt í land þar hvað endurreisn varðar, en þó er mikilvægt að gleðjast yfir hverju skrefi fram á við.
Það var algjörlega ógleymanlegt að fara á námskeið KIZUNA hjá Iwate háskóla í Japan í fyrra, sem haldið var um hamfarirnar 11. mars 2011. Að fá tækifæri til að fara um svæðið, hitta íbúa, fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og almannavarna. Að fara í bæinn Rikunzekarta var eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. (Blogg frá 2011: Rikuzentakata í Japan 51 viku eftir hamfarirnar 11. mars 2011). Að hlusta á frásögn, ræða við og fara um bæinn með Takemi Vada sem missti bæinn sinn, foreldra og rætur þegar bærinn þurrkaðist út í orðsins fyllstu merkingu. Þetta var eitthvað sem enginn átti von á að gæti gerst. Blogg frá 2011 um frásögn Takemi Vada: Það kom flóðbylgja, bærinn þinn Rikuzentakata er horfinn og Það kom flóðbylgja, bærinn þinn Rikuzentakata er horfinn - seinni hluti). Eins snart mig djúpt að fara í grunnskóla og skólasel þar sem við hittum börn sem stunduðu nám sitt í bráðabirgðaskólum og höfðu ekki átt eins bjarta daga og margir jafnaldrar þeirra frá hamförunum ári áður.
Hér má heyra viðtal sem tekið var við mig á Rás 2 í fyrra, um námskeiðið og upplifun mína.
Þegar ég fór til Iwate háskóla í febrúar sl. fór ég ekki um hamfarasvæðið aftur, enda hefur ekki mikið breyst og lítil uppbygging hafin. Ég fór á fund í verkfræðideildinni þar sem ég fékk nýjustu upplýsingar á því sem verið er að gera og fékk að upplifa jarðskjálfta, kannski til að undirstika mikilvægi þessa málaflokks. Það er þó búið að hreinsa betur á svæðunum, en þegar ég kom voru mikil vandamál varðandi úrgangsmál sem búið er að leysa. Verið er að vinna að gerð áhættumats og neyðaráætlana með sveitarfélögunum, en vandamálin sem m.a. er verið að fast við er að samfélögin eru svo "öldruð". Meðalaldur íbúa er hár, sem gerir það erfiðara að treysta á aðstoð nágranna við rýmingar.
Frá því að ég fór til Japans í fyrra hef ég verið með hugann mikið á svæðinu og hef fylgst með þeim skrefunum sem tekin hafa verið og hef dáðst að æðruleysinu og dugnaði Japana. Þann 11. mars 2011 kom "svartur svanur" til Japans, eða hamfarir af þeirri stærðargráðu sem ekki er hægt að búa sig undir.
Kerfið þeirra virkaði svo langt sem það náði, en fyrir okkur sem ekki vorum á staðnum er ekki hægt að ímynda sér hvernig þetta í raun var. Því er dýrmætt að hafa myndir og upptökur sem sýna og minna á hvers náttúran er megnug.
Í dag minnist ég þeirra sem fórust og þeirra sem enn eiga um sárt að binda og sendi ættingjum þeirra og vinum, og Japönum öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur.
The triple disaster in Japan
2 years from the triple disaster in Japan today. .
It was unforgettable to go to Japan last year, KIZUNA (human bond), courses at the Iwate University, on the 11th March disaster in 2011. To have the opportunity see the disaster area, meet the people, representatives of state and local authorities and civil protection. The visit to Rikuzentakata was something I will never forget. Listen to the story, talk to, and go around town with Takemi Vada who lost her parents, relatives and friends, town and roots when the town was wiped out, in the true sense. This is something no one expected that might happen.
When I went to Iwate University again last month I didnt go to the disaster area again. I went to a meeting in the engineering department, where I got the latest information on what is being done and got to experience an earthquake, perhaps to underscore the importance of this topic. Many municipalities are in the process of risk assessment and emergency plans, but part of the task is the fact that the communities have "aged". The average age of the population is high, making it harder to rely on the help of neighbors in evacuation.
Since I went to Japan last year, I have been following the steps that have been taken and I admire how the Japanese handled this big disaster in so many ways. On the 11th of March 2011 the "black swan" hit Japan, a natural disaster of the magnitude that cannot be prepared for. But still their system worked. For us who were not on site it is valuable to have photos and videos that help us to remember the true power of nature.
Today I light a candle for those who died and have not yet been found, and all that still suffer because of the disaster.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)