Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Ferðaklúbbur Rituhöfðans á ferð og flugi
24.6.2007 | 18:10
Það má segja að veðrið hafi verið köflótt um helgina. Við fjölskyldan vorum að koma heim, en við skelltum okkur í Grímsnesið og vorum á tjaldsvæðinu í Hallkelshólum með nágrönnum okkar úr Rituhöfðanum. Það var mikið fjör og verð ég bara að játa að fellihýsalífið á ágætlega við mig, ég sem hélt að það yrði bara Hótel Edda og mamma "for the rest of my life". Það er eitt við þetta sem er svo Xtra gaman, en það er þessi nána samvera með fjölskyldunni. Síðan fengum við Rúnar, Björk og Eyþjór Andra í heimsókn á föstudagskvöldið og svo hitti ég húsbílaútilegufólkið Diddu frænku og Valda í gær og eigum við örugglega eftir að eiga viðskipti við þau vegna fortjaldsins við fellihýsið okkar.
Í gærmorgun vöknuðum við árla við að skyggnið á fauk yfir vagninn og náðum við að bjarga því áður en skaði hlaust af, en nágrannar okkar voru ekki eins heppnir því þeirra rifnaði af. Við vorum orðin nokkuð súr yfir öllu rokinu, en svo lægði loksins og verða minningar helgarinnar örugglega sól og logn, en ekki rokið. Enda búum við á Íslandi, þar sem allra veðra er von.
Hér eru myndir úr útilegunni.
![]() |
Víða hlýtt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarið er tíminn til að vinna
21.6.2007 | 22:54
Ég varð ekkert smá hissa þegar ég sá áðan að flettingar á síðunni minni frá upphafi eru 23270, hvorki meira né minna og ég sem var ekki viss um að ég héldi þetta út. Á þessum tíma sem ég hef verið að blogga hef ég eignast fjölmarga kæra bloggvini og eins fundið gamla félaga og vini sem ég hef endurnýjað vinskapinn við, sem er líka frábært. Tíminn flaug þegar maður var í veikindaleyfinu og mátti ekkert gera og lá bara og las og bloggaði allan daginn, en nú koma kaflar þar sem maður bloggar lítið og er það bara allt í lagi líka. Ég hef gaman að því að skrifa og er bloggið góð leið til að losa sig við uppsafnað stress hversdagsins. Þetta er tíminn sem flestir eru að fara í sumarfrí, en það verður nú eitthvað lítið um frí hjá mér i sumar. Ég er að fara á fullt í meistaraverkefninu mínu þessa dagana. Ég fékk RANNÍS rannsóknarstyrk um daginn og fína rannsóknaaðstöðu hjá almannavörnum. Ég byrjaði að vinna þar í dag og var ljúft að vera þar meðal félag, en maður er búinn að vinna mikið með þeim á almannavarnadeildinni í gegn um árin og hlakka ég bara til að mæta í almannavarnavinnuna í sumar. Ég er að byrja á seinni hluta verkefnisins sem snýr að viðbúnaði sveitarfélaga í almannavörnum, en vann ég fyrri hlutann sem snýr að lögum greiningarvinnu síðasta sumar. Það verður gaman að sjá niðurstöðu verkefnisins og vona ég svo sannarlega að ég nái að hafa áhrif á það hvernig almannavarnamálin þróast í framtíðinni.
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2007 kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vilt þú gefa líffæri þín við andlát?
20.6.2007 | 09:28

Ég er ein þeirra sem ekki hef enn komið því í verk að fylla út líffæragjafakortið. En ég hef samt oft sagt mínum nánustu að ég vildi gefa líffæri mín við andlát, ef sú staða kæmi upp. Ég tel það vera mikilvægt að taka afstöðu, því þá þurfa aðstandendur ekki að taka erfiða ákvörðun á sorgarstund. Ég er líka hlynnt því að allir verði skráðar í líffæragjafagrunn og þeir sem það ekki vilja verði að afskrá sig út grunninum, því eins og ég nefndi hef ég ekki komið þessu í verk og þekki ég fjölmarga aðra sem eins er ástatt um, en líta samt á líffæragjöf sem sjálfsagðan hlut. Líffæragjafakortið er hægt að klippa út úr bæklingnum og geyma með öðrum persónuskilríkjum. í líffæragjafakortinuþarft þú að taka afstöðu til eftirfarand: X Við andlát mitt er heimilt að nota líffæri mín til ígræðslu Heilmildin nær þó ekki til eftirtalinna líffæra ____________________ _ Ég heimila ekki líffæragjöf Ég hvet þig til að taka afstöðu strax í dag!
Á hverju skal byggja ákvörðun um líffæragjöf? Tilfinningalegir, trúarlegir og heimspekilegir þættir, og eflaust fleiri, geta komið upp þegar afstaða til líffæragjafar er hugleidd. Við ákvörðunina er þó eðlilegt að velta fyrir sér hvers maður myndi óska nánustu aðstandendum sínum ef þeir yrðu fyrir því að fá alvarlega líffærabilun sem krefðist líffæraígræðslu. Hér að ofan hefur einnig verið bent á að slík ákvörðun getur létt miklu álagi af ættingjum þínum, ef þær aðstæður skyldu nokkru sinni skapast að líffæragjöf kæmi til greina. En í hverju er líffæragjöf fólgin? Líffæragjöf felst í því að líffæri (hjarta, lungu, lifur, nýru, bris, þarmar) eru fjarlægð úr látinni manneskju og síðan grædd í sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma í þessum líffærum. Í nýrna- og lifrarsjúka eru stundum grædd líffæri eða hluti líffæra úr heilbrigðum aðstandendum. Einnig má bæta sýn sjónskertra með ígræðslu hornhimnu frá látnum. Hvar fara ígræðslur fram? Íslendingar sem þarfnast líffæra úr látnu fólki fá þau ígrædd á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Þangað fara þau ígræðslulíffæri sem gefin eru hérlendis. Þau eru hluti af þeim norræna líffærabanka sem íslenskir sjúklingar geta sótt í. |
![]() |
Sorgleg staðreynd um launamun kynjanna
19.6.2007 | 19:04
Ég er ein þeirra sem mætti í bleiku í vinnuna í dag og þótti mér vænt um að sjá Marinó vinnufélaga minn líka í bleiku. Alla tíð hefur þessi staðreynd með launamun kynjanna farið undir skinnið á mér eins og ein góð vinkona mín segir alltaf og verð ég samt alltaf jafn hissa þegar ég sé svona niðurstöður, eins og þarna koma fram. Oft er talað um líkamlegan mun á körlum og konum, en staðreyndin er samt sú að flest störf krefjast ekki líkamlegra burða í dag og því er kerfisvilla í heilanum á okkur sem erfitt er að laga. Þetta hefði kannski mögulega átt við fyrir nokkrum áratugum síðan, en ekki lengur. En einmitt fyrir nokkrum áratugum síðan var ekki til siðs að fá stelpur í útskipun, en mótmæltum við stelpurnar á Sigló þessu harðlega og fórum fram á það eitt sinn fram á það að fá að fara í útskipun eins og strákarnir, sem fengu frí í skólanum og ef þörf var á að fá mannskap til útskipunar. Við fengum að fara og var það ótrúlega erfitt, en við kláruðum það samt.... "litlu, vesælu, aumu stelpurnar" , enda átti ég síðar eftir að fara í margar útskipanir þegar ég var á sjónum. Það er alveg ljóst að við konur verðum að byrja á því að trúa að við séum þess verðar að vera með jafnhá laun og karlar sem sinna sömu störfum og við verðum að hætta að sætta okkur við lægri laun. Konur og karlar verða líka að fara að verða meðvitaðri um að karlar eru ekki lengur fyrirvinnan. Ég hef oft bloggað um launaleynd og er ég sannfærð um að ekkert gerist fyrr en lögum verður breytt í þá veru að einstaklingnum sé frjálst að segja þriðja aðila frá sínum launum. Ég ætla að byrja að taka mig á, strax í dag og hugsa um leið til baráttu formæðra minna við að bæta stöðu kvenna í samfélaginu. Nú ætla ég að vinna að því að bæta framtíð dætra minna og þeirra dætra og allra dætra þessa lands. Til hamingju með daginn konur og karlar! |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2007 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað eigum við að hafa í matinn?
18.6.2007 | 21:16
| |
Veruleg hækkun sekta
17.6.2007 | 21:20
Nú hefur ný reglugerð um sektir vegna brota á hámarkshraða tekið gildi og hafa sektir hækkað verulega. Það má segja að þetta sé enn eitt tækið í því að ná hraðanum niður.
Hafa sektir vegna hraðaksturs hækkað mikið og má sem dæmi nefna að ökumaður sem er tekinn á vegi þar sem aka má á 90 km hraða og er tekinn á:
111-120 km/klst hraða þurfti áður að borga þrjátíu þúsund krónur í sekt en þarf nú að borga fimmtíu þúsund krónur.
131-140 km/klst hefur hækkað úr sextíu þúsund krónum í eitthundrað og þrjátíu þúsund auk eins mánaðar sviptingar ökuleyfis.
Síðan fær fólk líka punkta og hér má sjá þær reglur.
Munum svo að keyra á löglegum hraða og notum peningana okkar í eitthvað gáfulegra en sektir .
![]() |
Tekinn á 140 km hraða undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gleðilega þjóðhátíð
17.6.2007 | 11:00
Jæja þá eru skátarnir á heimilinu farin út til að setja upp sjoppuna og undirbúa daginn, en hér í Mosfellsbænum eru skátarnir virkir þátttakendur í dagskrá 17. júní. Það verður gaman hér í dag eins og sjálfsagt um allt land á þessum degi og sannkölluð fjölskylduskemmtun. Ég þarf ekki að sinna neinum embættisverkum og er eina verkefnið sem ég hef í dag er að koma með brauðtertu á hlaðborðið í Hlégarði sem Sturlumamma og því verður maður mest bara í að njóta gírnum, sem er dásamlegt á svona fallegum degi.
Gleðilega þjóðhátíð!
Dagskrá 17. júní 2007 í Mosfellsbæ
Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Prestur: sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdóttir
Organisti: Jónas Þórir
Kirkjukór Lágafellssóknar
Skátar standa heiðursvörð.
Hátíðardagskrá í Bæjarleikhúsi kl. 13:00
- Setning hátíðar
- Ávarp fjallkonu
- Álafosskórinn
- Hátíðarræða
- Bæjarlistarmaður Mosfellsbæjar heiðraður
Skrúðganga frá Bæjarleikhúsi að Hlégarði kl: 14:00
Skátar leiða gönguna. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti bæjarbúum
Hátíðardagskrá á Hlégarðssvæðinu
- Leikskólabörn frá Reykjakoti skemmta bæjarbúum
- Leikfélag Mosfellssveitar með uppákomu
- Skoppa og Skrítla
- Stúlkur úr 6. bekk Varmárskóla syngja
- Fjöllistamaðurinn The Mighty Garath
- Stúlkur úr fimleikadeild UMFA
- Tívoli, leikir, glens og gaman með félögum úr Mosverjum
Kl. 16:00
Sterkasti maður Íslands!
Sterkustu menn landsins keppa um titilinn sterkasti maður Íslands.
Kökuhlaðborð UMFA
Kl. 19:30 - 22.00
Fjölskylduskemmtun við Hlégarð
- Galdramaður
- Magni og Á móti sól
- Mosóbönd
17. júní í Mosfellsbæ
17.6.2007 | 10:59
Ég sá að í fréttina vantaði dagskrá 17. júní í Mosfellsbæ og því læt ég hana fylgja hér.
Dagskrá 17. júní 2007 í Mosfellsbæ
Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Prestur: sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Einsöngur: Hanna Björk Guðjónsdóttir
Organisti: Jónas Þórir
Kirkjukór Lágafellssóknar
Skátar standa heiðursvörð.
Hátíðardagskrá í Bæjarleikhúsi kl. 13:00
- Setning hátíðar
- Ávarp fjallkonu
- Álafosskórinn
- Hátíðarræða
- Bæjarlistarmaður Mosfellsbæjar heiðraður
Skrúðganga frá Bæjarleikhúsi að Hlégarði kl: 14:00
Skátar leiða gönguna. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti bæjarbúum
Hátíðardagskrá á Hlégarðssvæðinu
- Leikskólabörn frá Reykjakoti skemmta bæjarbúum
- Leikfélag Mosfellssveitar með uppákomu
- Skoppa og Skrítla
- Stúlkur úr 6. bekk Varmárskóla syngja
- Fjöllistamaðurinn The Mighty Garath
- Stúlkur úr fimleikadeild UMFA
- Tívoli, leikir, glens og gaman með félögum úr Mosverjum
Kl. 16:00
Sterkasti maður Íslands!
Sterkustu menn landsins keppa um titilinn sterkasti maður Íslands.
Kökuhlaðborð UMFA
Kl. 19:30 - 22.00
Fjölskylduskemmtun við Hlégarð
- Galdramaður
- Magni og Á móti sól
- Mosóbönd
![]() |
Dagskrá hátíðarhalda þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Haganesvíkin mín
17.6.2007 | 10:29
Ammi namm hákarl og vona ég svo sannarlega að ég fái hákarlsbita hjá pabba næst þegar ég kem heim á Sigló, eða hákarlsstöppu sem væri enn betra. Pabbi verkar enn hákarl og er að mínu mati sá BESTI í bransanum og gerir líka heimsins bestu hákarlsstöppu.
Ég hef nú ekki svo sjaldan veitt og leikið mér á þessari bryggju í Haganesvíkinni, sem er alveg við Vík, þar sem pabbi minn ólst upp. Haganesvíkin iðaði af lífi þegar ég var krakki og var þá starfandi Kaupfélag og bensínsjoppa sem seldi krónulakkrís og gengum við krakkarnir oft af Borginni til að kaupa okkur kók og nammi. Í Haganesi var símstöð og fórum við stundum þangað að hringja. Í Haganesvíkinni var einnig sláturhús ef ég man rétt eða í það minnsta frystigeymsla fyrir kjöt. En í dag er þó enn útgerð, en alltaf samt jafn gaman að koma þangað og þess ekki langt að bíða að ég komist þangað.
![]() |
Fimm hákarlar á einni lóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við ökumenn getum þessu breytt
16.6.2007 | 08:58
Já þetta er alvarleg þróun og erum það helst við ökumenn sjálfir sem getum þessu breytt.
Banaslysin í umferðinni árið 2006 voru 31 og fjölgaði þeim um 12 milli ára. Þetta er mesta hörmungaár í umferðinni frá 2000 og slösuðust einnig fleiri alvarlega í umferðinni eða 153 í fyrra en 129 árið 2005. Ég sá í skýrslu Umferðarstofu um slysin í fyrra og komust sérfræðingar í slysarannsóknum að eftirfarandi:
- Níu þeirra sem létust voru ekki með bílbeltin spennt.
- Í átta tilvikum áttu ölvaðir ökumenn hlut að máli í slysunum og í tveimur tilvikum til viðbótar létust óvarðir vegfarendur sem voru undir áhrifum áfengis.
- Ellefu létust í slysum þar sem ofsaakstur kemur við sögu.
- Átta látast þegar bílar fara útaf vegi.
Mikið munar um bundið slitlag á þjóðvegum. Við vitum jú öll hvað vegrið hafa bjargað mörgum og hvað endurskinsstangirnar eru mikið öryggisatriði. Eins hvað miklu skiptir fyrir öryggið hvað búið er að fækka einbreiðum brúm og hvað mun muna mikið um tvöföldun á fjölförnum vegum eins og komin er áætlun um á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi.
Sett var á stofn Rannsóknanefnd umferðarslysa sem greinir orsakir umferðarslysa eftir því sem unnt m.a. til að hægt sé að draga af því lærdóm og bæta aðstæður. Viðurlög við umferðarlagabrotum hafa verið hert undanfarið og punktakerfi sett upp. og nýju umferðarlögin sem ég nefndi í færslu minni í gær. Eftirlit lögreglu hefur verið aukið á vegum landsins og í þéttbýli og fagna ég átaki lögreglunnar um allt land og ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er ljóst að það er ekki lengur bara við Blönduós sem fólk býst við lögreglunni við hraðamælingar, eins og eitt sinn var. Það er hins vegar vel við hæfi að það embætti er farið að sjá um sektarmálin fyrir landið allt. Nú hefur Ólafur Helgi heldur blásið til herferðar á Suðurlandi og nú með eignarupptöku mótorhjóla sem á eftir að fá marga til að hugsa sig tvisvar um. Ég spái því að fljótlega munum við einnig sjá andvirði hraðskreiðra sportbíla renna í ríkissjóð.
Ég veit ekki hvað þarf til, en það er ljóst að mikilvægt er að auka enn á vegabætur og eins að reyna að ná til ökumanna sjálfra með öllum tiltækum hætti. Því það er alveg sama hvað fólk segir það erum við ökumenn sem erum á vegunum og þeir sem aka ógætilega skapa bæði sjálfum sér og öðrum hættu, í raun og höfum við fjölmörg dæmi um það.
![]() |
Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |