Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Samhæfing og samvinna

426416A

Þetta eru miklar hörmungar þarna í miðbænum og gott að enginn slastaðist alvarlega. Mér þótti samt skrítiði upphaf einnar fréttarinnar af þessum atburði sem ég las í dag. "Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu", Þetta átti örugglega að vera gleðifrétt, en mér þótti þetta sérkennilega orðað. 

Það er ljóst að tjónið er mikið og verður tíminn að leiða í ljóst hvernig staðið verður að uppbyggingu á þessum glæsilegu gömlu húsum sem þarna eru. Ég var ekki á brunavettvangi, en sem áhorfandi að heiman þá sýnist mér samvinna og samhæfing viðbragðsaðila hafa verið til fyrirmyndar og eru þetta sannkallaðar hetjur sem stafa við að bjarga mannslífum og eignum alla daga. Mér þótti fagmannlega að staðið hjá slökkviliðinu að boða til blaðamannafundar síðdegis, þar sem slökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson fór yfir atburðarrásins og svaraði spurningum fjölmiðla.  


mbl.is Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég árið 2050 - ellilífeyrir

old lady

Ég sá viðtal í gær þar sem rætt var um skýrslu Samtaka atvinnulífsins Ísland 2050: Eldri þjóð - ný viðfangsefni,  Þetta vakti áhuga minn því við höfum nú öll séð mannfjöldaspár og virðist þetta vera svo óralangt í burtu, en samt svo stutt. Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá SA er gert ráð fyrir því að árið 2050 verði aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar mjög frábrugðin því sem nú er. Einstaklingar á eftirlaunaaldri, 65 ára og eldri, verða 27% íbúanna í stað 12% nú og munu telja 109 þúsund manns. Fjöldi Íslendinga 80 ára og eldri mun fimmfaldast fram til 2050, úr 9 þúsund í 45 þúsund. Gert er ráð fyrir því að árið 2050 verði ævilíkur karla við fæðingu 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár og lenging meðalævi frá því sem nú er verði þannig 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum.

Þar kom fram í þessari rannsókn að í dag eru fimm einstaklingar á vinnualdri móti einum einstaklingi á ellilífeyrirsaldri, en árið 2050 verður hlutfallið tveir á vinnualdri á móti einum ellilífeyrisþega. Það kom líka vel fram í viðtalinu að íslenskt samfélag er vel í stakk búið til að takast á við þessar breytingar, vegna þess að við erum með afar öflugt og sjálfbært lífeyrissjóðakerfi og ef þessi jákvæða þróun mun halda áfram munu þeir sem fara á ellilífeyri árið 2050 hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og þannig byggt upp umtalsverð réttindi til lífeyrisgreiðslna.

Það er til marks um styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins að samanlagðar eignir lífeyrissjóðanna nema samkvæmt síðustu tölum meira en 130% af landsframleiðslu, sem er meira en Olíusjóðurinn, varasjóður Norðmanna sem þeir hafa byggt upp með tekjum af olíuvinnslu sinni til að mæta auknum útgjöldum vegna fjölgunar ellilífeyrisþega á næstu áratugum. Einnig má nefna frjálsa lífeyrissparnaðinn og meiri sparnað í samfélaginu sem alltaf er að aukast og byggst hefur upp samfara aukinni velmegun, sem einnig leiðir til þess að samfélagið verður betur í stakk búið fyrir framtíðina.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var ályktað um lífeyrismál eldri borgar, en þrátt fyrir að framtíðin sé björt fyrir okkur sem erum á vinnumarkaði nú, þá er staðreyndin sú að ekki er svo um alla sem eru á ellilífeyrisaldri í dag. Í setningarræðu Geirs H. Haarde þá fjallaði hann um þá vinnu sem farið hefur fram um þessi mál í samvinnu við félag eldri Sjálfstæðismanna. Þar eru boðaðar ýmsar breytingar í þessum málum. Að þeim sem ekki hafa átt þess kost að afla sér lífeyrisréttinda verði greiddur lágmarkslífeyrir auk þess sem fólk fær greitt frá almannatryggingakerfinu. Eins að minnka sem fyrst hinar almennu skerðingar í almannatryggingakerfinu úr um 40% í 35% og að gefa þeim sem geta og vilja vinna eftir sjötugt möguleika á því að vinna launaða vinnu, án skerðinga lífeyris.

Já það eru víst bara nokkrir áratugir þangað til maður sjálfur fer á ellilífeyri og árið 2050 verð ég (ef Guð lofar) eldhress 85 ára ellilífeyrisþegi og fulltrúi í stjórn félags eldri Sjálfstæðismanna.


Kolviðarskógur og útblástur

Kolviður minniVerkefnið Kolviður hefur heldur betur vakið verðskuldaða athygli og verður gaman að fylgjast með og taka þátt. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst kostur á að kolefnisjafna notkun bílanna sinna og flugferða með skógrækt. Verkefnið gengur út á það að hægt er að láta gróðursetja trjáplöntur sem binda kolefni á móti útblæstri faratækja. Guðfinna Bjarnadóttir, kvenskörungur og frambjóðandi okkar Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur leitt þetta verkefni og er ánægjulegt að ríkisstjórnin ætlar ganga á undan með góðu fordæmi og kolefnisjafna fyrir bíla í eigu stjórnarráðsins. Kaupþing hefur einnig tilkynnt að fyrirtækið muni afkola sem nemur útblæstri frá bílaflota fyrirtækisins og er ég viss um að fjölmargir aðrir gera slíkt hið sama. Það má samt ekki gleyma því í þessu sambandi að það allra besta er að nota farartækin sem minnst og minnka þannig útblástur, verkefnið Kolviður er hugsað sem jákvæð mótvægisaðgerð.

Það gleymist líka oft að við landnám er talið að um þriðjungur landsins hafi verið vaxið skógi og því hafa skógarnir nær horfið á þúsund árum. Skógræktarfélög eru líka um allt land og eru verið að vinna að mörgum átaksverkefnum eins og Hekluskógum og unnið að því að endurheimta skóginn og binda örfoka land á mörgum stöðum.

Kolviður er dæmi um verkefni sem sýnir að hægt er að takast á við umhverfismál án þess að beita boðum og bönnum eins og vinstrimenn hafa tilhneigingu til að gera. Á næstu árum verður að minnka hlutfall úrgangs fá heimilum og fyrirtækjum og því er mikilvægt að fólk taki sjálft ábyrgð á sínum gjörðum. Sveitarfélög hafa hvatt íbúa eins og með þátttöku í verkefni Landverndar Vistvernd í verki sem ég hef skrifað um og eins hafa skólar í auknu mæli unnið sér inn Grænfána og tekið upp virkja umhverfisstefnu. Þetta eru allt dæmi um hvatningu til einstaklinganna til að velja sér umhverfisvænan lífstíl 


mbl.is Allir bílar stjórnarráðsins verða kolefnisjafnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn áfram á höfuðborgarsvæðinu

9304

Tímamótayfirlýsingar allra flokka á kosningafundi á Ísafirði. Allir flokkar vilja hafa flugvöllinn áfram á höfuðborgarsvæðinu.

 Verið er að skoða eftirfarandi möguleika á staðsetningu flugvallar:

  • Þrír kostir núverandi flugvallar í Vatnsmýri með breyttri legu brauta.
  • Nýr flugvöllur á Lönguskerjum.
  • Nýr flugvöllur á Hólmsheiði.
  • Innanlandsflug flutt til Keflavíkurflugvallar.

Niðurstöður eiga að sýna hag eftirtalinna aðila svo skýrt sem verða má:

  1. Ríkissjóðs
  2. Borgarsjóðs
  3. Íbúa Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins
  4. Fjarlægari landsbyggðar, það er þess hluta landsbyggðarinnar sem nýtir innanlandsflugið að marki
  5. Þjóðarinnar í heild.

Kaflinn um flugmál í samgönguályktun 2005 - 2008 er eftirfarandi:

Aukin notkun á farþegaflugi ásamt útboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað tryggari rekstrargrundvöll fyrir innanlandsflug. Landsfundur hvetur til áframhaldandi stuðnings á flugleiðum til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er í Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar m.a. samkeppni í innanlandsflugi. Landsfundur hvetur til þess að björgunarþyrlur landsmanna verði staðsettar víðar en á suðvesturhluta landsins.

Kafli um samgöngur í lofti í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál 

Aukin notkun á farþegaflugi ásamt útboði á flugþjónustu til jaðarbyggða hefur skapað tryggari rekstrargrundvöll fyrir innanlandsflug. Landsfundur hvetur til áframhaldandi stuðnings á flugleiðum til jaðarbyggða, þó þannig að hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Jafnframt hvetur landsfundur til þess að Reykjavíkurflugvöllur gegni áfram lykilhlutverki sem miðstöð innanlandsflugs. Uppbygging heilbrigðisþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og helstu menntastofnana landsins er  í  Reykjavík og því er eðlilegt að landsmenn allir hafi eins greiðan aðgang að þeirri þjónustu og kostur er. Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar  m.a. samkeppni í innanlandsflugi.

Landsfundur hvetur til áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu fyrir millilandaflug á Keflavíkurflugvelli og að hraðað verði uppbyggingu á  Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli enda er öflugt millilandaflug styrkleiki fyrir stöðu Íslands í alþjóðavæðingunni. Þá skal einnig horft til þess að rýmka heimildir stærri flugvalla til að taka á móti loftförum erlendis frá. Tekið er undir áform um að færa rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis.  Lögð er áhersla á að bæta enn frekar rekstrarumhverfi íslenskra flugfélaga þannig að þau geti áfram dafnað í alþjóðlegri samkeppni.


Það er komið vor í Mosfellsbænum

IMG_8414

Ég verð að viðurkenna að mér varð ekki um sel í morgun þegar ég var í göngutúr og það fór að snjóa. En þegar ég kom heima þá hafði ég það af að fara út í garð og sá ég greinileg merki þess að það væri komið vor. Ég sá að allur gróður er kominn af stað. Rósirnar mínar sem ég keypti síðasta sumar eru allar að koma til og öll tré líka, nú er bara að bíða eftir að laukarnir farið að láta sjá sig.

Ég veit hreinlega ekki skemmtilegri tíma en vorið, þegar allt lifnar við og ég get farið að moldvarpast í garðinum mínum. Ég hef verið að fylla garðinn af blómum og trjám og hefur stefnan verið sett á það að klára garðinn í sumar. Við tókum þá ákvörðun að láta ekki hanna garðinn, heldur gera þetta sjálf svona af fingrum fram. Nú eigum nánast ekkert eftir nema að setja upp körfuboltakörfu fyrir aftan hús og helluleggja, en ég á ekki eftir að sakna þess að hafa grúsina á planinu.

IMG_8409

Ég er af miklum moldvörpuættum, þ.e. mamma og pabbi hafa fengið verðlaun fyrir stóra fallega garðinn sinn á Siglufirði og hef ég fengið marga afleggjara og blóm úr honum. Ég held mest upp á Kóngaljósið og verður spennandi að sjá hvort það lætur sjá sig í sumar. Mamma hefur svo sannarlega græna fingur. Hún var formaður garðyrkjufélagsins þegar ég var krakki og heftur gaman að blómarækt. Þau rækta líka tré og hafa gróðursett eitt lerkitré fyrir hvert barnabarn á neðstu lóðinni og á hverju sumri þá förum við og myndum þau við sitt tré. Þau hafa líka alltaf haft moltukassa og sett í það sem fellur og búið til dýrindis mold. Ég hef sjálf prófað ýmsar útgáfur af moltukössum, en ætla að setja saman trékassa eins og mamma í sumar því hitt hefur ekki verið að virka.

En það er ekki bara gróðurinn sem lifnar við. Krakkarnir eru líka að taka við sér og sér maður þau meira úti að leika með hverjum deginum sem líður. Það mun sjálfsagt verða jafn mikið fjör í götunni hjá okkur í sumar og undafarin ár þegar krakkarnir taka sig saman og leika sér í snú snú,  hlaup' í skarðið og öllum hinum leikjunum, alveg eins og á Sigló þegar ég var krakki.


Skóli fyrir börn frá eins árs til 9 ára

Í Mosfellsbæ er verið að stíga stórt skref í skólaþróun í landinu með Krikaskóla sem verður fyrir börn frá eins árs til 9 ára, sem er nýmæli í landinu. Þessa dagana er verið að auglýsa eftir fagfólki til samstarfs við að móta hugmyndafræði skólastarfsins og að hanna skólahúsnæðið. Mosfellsbær vill með þessu bjóða upp á meiri fjölbreytni í skólastarfi og auka þjónustu við foreldra. Í forsögninni er gert ráð fyrir því að ná fram samfellu í skóladegi barnanna og flétta saman leik, kennslu, listnám, frístundastarf og heilsueflingu.

Byrjað var að afhenda forvalsgögn í dag 16. apríl í Þjónustuveri Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og á skrifstofum VSÓ ráðgjafar í Borgartúni 20, í Reykjavík. Ég hef trú á því að margir hafi áhuga á að koma að þessu spennandi þróunarverkefni, en það kemur í ljós hvort ég reynist sannspá þegar frestur til þátttöku rennur út þann 7. júní kl. 14.00.

Mynd_0258363


Réttarstaða samkynhneigðra - staðfest samvist

IMG_9330

Ég hef heilmikið séð á blogginu varðandi landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um fjölskyldumál, þar sem ályktað var um að forstöðumönnum trúfélaga verið gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra. Sitt sýnist hverjum og hef ég líka séð nokkrar rangfærslur og því ákvað ég að skrifa sérstaka færslu um þetta. Það voru miklar umræður um málið á landsfundinum og sérstaklega um lagalegu hliðina. Það kom tillaga um að fella þetta úr ályktuninni, sem var fellt. Í ályktuninni undir jafnréttismál segir:

Það eru hagsmunir samfélagsins að einstaklingar sæti ekki mismunun á grundvelli þjóðernis, uppruna síns, kyns, kynhneigðar, trúarbragða, fötlunar, litarháttar eða skoðana. Forstöðumönnum trúfélaga verði gert heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Lagalega er þetta ekki hægt í dag en í hjúskaparlögunum segir í 1. gr. laganna að lögin gildi um hjúskap karls og konu, en í lögum um staðfesta samvist segir í 4. gr. að sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæmi staðfestingu á samvist. Sem sé forstöðumönnum trúfélaga er ekki heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra.

Ýmislegt hefur áunnist varðandi réttarstöðu samkynhneigðra á liðnum árum eins og að búa í staðfestri sambúð, ættleiða börn og fara í tæknifrjóvgun, en þetta lagalega atriði sem skiptir marga máli er verið að tala um að gera mögulegt, en í dag er samvist samkynhneigðra staðfest hjá sýslumanni og svo geta hjónin farið og fengið blessun hjá forstöðumanni trúfélagsins.

Ekki er verið með þessari ályktun að hlutast til um innri málefni trúfélaga, einungis er verið að gera framkvæmanlegt skv. lögum að forstöðumenn trúfélaga geti staðfest samvist samkynhneigðra.


Konur í forystusveit

IMG_0475

Landsfundurinn var vel heppnaður að mínu mati og endaði glæsilega í gær með endurkjöri þeirra Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem formanns og Þorgarðar Katrínar menntamálaráðherra sem varaformenns. Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart þar sem mikil ánægja er með þessa nýju forystu Sjálfstæðisflokksins sem kosin var á síðasta landsfundi.

Það var góð þátttaka mosfellskra fulltrúa á fundinum og góður andi í hópnum. Ég velti því fyrir mér í gær, eftir miðstjórnarkjörið og 8 af 11 fulltrúum voru konur hvar fólk segið við því, hvort nú væri farið að tala um að þetta væri ekki hægt því það hallaði á karlmenn, en að mínu mati völdust frábærir fulltrúar til starfans og veit ég að þau vinna öll af kappi fram að næsta aðalfundi.

Það voru margar konur í Mosfellsbæjarhópnum, enda margar konur sem starfa af krafti í Sjálfstæðisflokknum. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað sérstakt hérna í Mosfellsbænum, ég held nú ekki. En þessi kvennasaga hér í sveitinni hófst örugglega með því, að Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum var fyrst kosin í sveitarstjórn 1954 og síðan endurkjörin 1958. Hún var oddviti og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og frábær fyrirmynd. Það er því gaman að nú er Helga önnur Magnúsdóttir frá Blikastöðum komin í hópinn.

Í Mosfellsbænum hafa konur verið í forystusveit. Konur eins og Helga á Blikastöðum, þessi kraftmikla og framsýna kona og eins Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti alþingis, sem starfar enn af fullum krafti með eldri Sjálfstæðismönnum. Ekki má nú gleyma oddvita okkar Sjálfstæðismanna sem kjörin var fyrir liðlega 5 árum, henni Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem er glæsileg fyrirmynd eins og hinar tvær.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að við konur eigum nokkuð langt í land með að vera jafn virkar í forystu fyrirtækja og stjórnmála og karlar, en ég tel samt að okkur hafi miðað ágætlega. Það má með sanni segja að hvorki hafi vantað framboð né eftirspurn kvenna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var ánægjulegt.


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir þetta okkur?

Ég er verulega hugsi yfir þessari könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið dagana 3. til 9. apríl um það hvort fólk sé hlynnt því að settar verði strangari reglur um heimildir útlendinga til að setjast að hér á Íslandi.

Samkvæmt henni eru 56,2%, er hlynntur því og þar af segjast 26,4% vera mjög hlynnt því en 29,8% segjast frekar hlynnt því. 13% segjast hvorki vera hlynnt né andvíg því að reglur verði hertar en 18,2% segjast frekar andvígir því og 12,5% segjast mjög andvígir því.

Yfir 70% þeirra sem hyggjast kjósa Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í vor vilja að settar verði strangari reglur um heimildir útlendinga til að setjast að hér á landi, en færri hjá Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og VG. Ekki er hægt að sjá hvernig staðan er hjá Frjálslyndum þar sem þeir eru flokkaðir með öðrum flokkum, en þeir hafa 68,6%.

Það er ekki víst að fólk þekki almennt það kerfi sem nú er í gangi og því velti ég því fyrir mér hvort þessi skoðanakönnun endurspegli í raun skoðun þjóðarinnar. 


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegir fulltrúar

Þá er góðum landsfundi lokið og hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins verið kjörin og voru yfir 1000 manns sem kusu á fundinum. Kosnir eru ellefu í miðstjórn og hlutu 8 konur og 3 karlar kosningu í dag. Í framboði voru 25 frammúrskarandi fulltrúar og náðu þessi ellefu öll kjöri verðleika sinna vegna, en ljóst er að það hallar á karlpeninginn þarna. Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu, enda niðurstaðan ekki ólík listanum mínum. Það er mjög mikilvægt að gott og öflugt fólk sé kosið í miðstjórn, fólk sem starfar af krafti milli landsfunda. Hjartanlega til hamingju öll.
mbl.is Kjartan fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband